Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.09.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Sigrún Rósa Björnsdóttir sigrunrosa@mbl.is Þrátt fyrir að meginreglan í lögum nr. 19/1966 um eignarrétt og af- notarétt fasteigna sé bann við kaupum erlendra aðila utan Evr- ópska efnahagssvæðisins á fast- eignum hér á landi, er sú heimild sem innanríkisráðherra er veitt í sömu lögum til að víkja frá því banni, óheppilega víðtæk. Í raun svo víðtæk að það er spurning hvort um of víðtækt framsal á lög- gjafarvaldi til framkvæmdavaldsins sé að ræða. Tímabært er að endur- skoða lögin. Þetta var meðal þess sem kom fram hjá Karl Axelssyni hrl. hjá Lex og dósenti við lagadeild Há- skóla Íslands, og Eyvindi V. Gunn- arssyni, dósenti við lagadeild Há- skóla Íslands, á fundi Lögfræðingafélags Íslands í gær, um þau lög sem snúa að kaupum erlendra aðila, þá sérstaklega aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins, m.a. með hliðsjón af hugsanlegum kaupum Huang Nubo á Grímsstöð- um á Fjöllum. Mikilvægt að skoða samhengi Karl sagði í þessu sambandi mik- ilvægt að átta sig á hversu stórt hlutfall af íslensku landsvæði væri í eigu ríkisins. Samkvæmt fasteigna- mati 2012 næmi verðmæti íslenskra fasteigna 4.356 milljörðum, þar væri fjöldi jarða 17.500 en skráðar jarðir væru 6.562, þar af 4.300 í ábúð skv. tölum frá 1. jan 2009. Um 50% landsins teljist þjóðlenda eftir að búið sé að úrskurða í 2/3 hluta þjóðlendumála. Í ríkiseigu væru 400 jarðir en af þeim 161 í eyði. Verði niðurstöður eftirfarandi þjóð- lendumála í samræmi við þær fyrri megi gera ráð fyrir að í heildina séu um 60-70% landsins í ríkiseigu sem sé með því mesta sem gerist í vestrænum löndum. Þetta verði að hafa í huga þegar verið er að tala um ráðstöfun einkaeignarréttinda og svo þess lands sem er á forræði ríkisins. Sinnuleysi áhyggjuefni Í ljósi þessa væri áhyggjuefni hversu sinnulaust íslenska ríkið væri um þessa verðmætu og þýð- ingarmiklu eign sína. Karl sagði einnig vanta umræðu um hvað ríkið ætli sér með þessi gríðarlegu auð- æfi í sambandi við m.a. skipulag og eignarhald. Karl taldi tímabært að skoða lög- in um afnotarétt fasteigna en það þýddi þó ekki að hann væri að taka efnislega afstöðu til þess að hverfa ætti frá því fyrirkomulagi sem er núna. Sú undanþáguheimild sem ráðherra hefði í dag væri mjög óheppilega víðtæk og matskennd. Hún væri í raun „af því bara“- valdaframsal þar sem vantaði að skilgreina þau sjónarmið sem ætti að hafa í huga við ákvarðanatöku. Karl og Eyvindur voru sammála um að ef áfram ætti að búa við það kerfi að íbúar utan EES þurfi leyfi til að öðlast eignarrétt yfir fjárfest- ingum, þyrfti að skilgreina miklu nánar hvaða reglum undanþágan ætti að lúta en Eyvindur telur að túlka eigi hana þröngt. Karl tók fram að þar sem ekki væri birtur rökstuðningur með þeim ákvörðunum sem hefðu verið teknar, væri ekki ljóst hvaða mál- efnalegu sjónarmið byggju að baki leyfisveitingum og synjunum. Síð- ustu ár hefði framkvæmdin verið sú að heimila fasteignakaup erlendra aðila og þar þyrftu því að vera veigameiri rök til að synja í því ljósi. Ákvörðun yrði að vera tekin á grundvelli gildandi laga og reglna. Að öllu þessu virtu þyrftu að vera ríkar og málefnalegar ástæður að baki til að synja viðkomandi aðila um kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Endurskoðun er tímabær  Lög og reglur um kaup erlendra aðila á fasteignum hér á landi þurfa að vera skýrari  Heimild innanríkisráðherra til að víkja frá banni við fjárfestingum óheppilega víðtæk Álitamál » Hugsanleg kaup Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum hafa vakið umræðu um heim- ildir erlendra aðila til kaupa á íslensku landi. » Um er að ræða nálægt 75% af jörðinni sem er um 30.000 hektarar eða 300 km². » Ríkið á 25% í óskiptri sam- eign og getur því sett ráðstöf- unarrétti kaupanda ríkar skorður þegar kemur að fram- kvæmdum. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Áhugi Lögfræðingafélagið hélt fund um landakaup útlendinga á Íslandi í gær. Þar var meðal annars farið yfir lagaumhverfið eins og það er núna. Grímsstaðir á fjöllum Jökulsá á fjöllum Hringvegur (1) Hringvegur (1) Ví ði da ls fjö ll Þjóðfell Haugsnibba (Mývatn) (V op na fj. ) (Egilsstaðir) Hólsfjöll Grímsstaðir á fjöllum Þjóðlenda Kortið er samkvæmt úrskurði Óbyggða- nefndar sem var staðfestur í héraðsdómi á síðasta ári. Málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem tekur það fyrir í þessummánuði. Grunnkort: LMÍ „Menn verða að byrja á því að gera upp við sig hvort álitaefnið er það hvort er- lendir aðilar mega almennt og við viljum að þeir eigi fasteignir hér á landi. Eða hvort við erum að tala um það almennt séð, burtséð frá því hvort menn eru íslenskir eða erlend- ir, að þrengja eigi inntak eignarrétt- arlegra heimilda fasteignaeigenda að náttúruauðlindum almennt,“ seg- ir Karl Axelsson, hrl. og dósent við lagadeild Háskóla Íslands. Endurskoðun á þeim þætti snúist um allt annað mál en forsendur eign- arhalds erlendra aðila á fasteignum á Íslandi. Ef útlendingar eignist á annað borð fasteignaréttindi á Ís- landi eigi ekki að gildar aðrar reglur um inntak þess eignarréttar en þeg- ar Íslendingar eiga í hlut. Þeir séu settir undir öll þau sömu skilyrði og regluverk og Íslendingar varðandi meðferð eigna sinna. Skýra þarf hvert sé álitaefnið  Munur á heimild til eignar og meðferð Karl Axelsson Eyvindur G. Gunnarsson, dós- ent við lagadeild Háskóla Íslands, sagði mikilvægt að greina á milli þess sem fælist í inntaki eign- arráða eiganda annars vegar og svo þeirrar grundvall- arspurningar hvort útlendingar ættu að geta keypt fasteignir hér. Hann lagði mikla áherslu á að þegar und- anþágubeiðnin væri tekin til með- ferðar yrði að hafa í huga að meg- inreglan væri bann, þrátt fyrir þá staðreynd að undanþágur væru gríð- arlega margar, eða 24 frá 2007. Því mætti færa rök fyrir því að ráðherra bæri að túlka undanþáguna þröngt. Hafa yrði í huga að beiðnin sem væri núna til skoðunar væri vegna 300 ferkílómetra af landi. Vegna stærðarinnar væri umhugsunarefni hvort hægt væri að beita undanþágu frá jafnræðissjónarmiðum, þar sem hingað til hefðu undanþágur verið veittar vegna mun smærri jarða og til íbúðakaupa. Meginreglan er bann Eyvindur G. Gunnarsson Tekist var á um réttmæti neyð- arlaganna í Hæstarétti í gær en Héraðsdómur hefur þegar úrskurð- að að þau haldi. Sjö dómarar dæma í þeim ellefu málum sem eru á dag- skrá Hæstaréttar og tengjast falli gömlu viðskiptabankanna. Neyð- arlögin voru sett í miðju banka- hruninu og gera það að verkum að innistæðueigendur njóta forgangs við uppgjör á þrotabúum bank- anna. Staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms rennur meirihluti fjár- muna þrotabús Landsbankans til hollenskra og breskra stjórnvalda. Morgunblaðið/Golli Sjö dómarar fjalla um neyðarlögin Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-17, sun. kl. 13-17 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Myndlista vörur í miklu ú rvali Strigar, ótal stærðir frá kr.195 Acryllitir 75 ml kr.480 Gólftrönur frá kr.4.395 Þekjulitir/Föndurlitir frá kr.480 16 ára Verkfæralagerinn Fullt af nýjungum í lista-og föndurdeild Blýantar, Strokleður, Trélitir, Tússlitir, Teikniblokkir, Teiknikol, Föndurlitir, Þekjulitir, Vatnslitir, Akrýllitir, Olíulitir, Penslar, Skissubækur, Vattkúlur, Vír, Vatnslitablokkir, Leir, Lím, Kennara- tyggjó, Föndurvír,Límbyssur, Lóðboltar, Hitabyssur, Heftibyssur, Málningar- penslar og málningarvörur í miklu úrvali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.