Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 11
Morgunblaðið/Eggert Óðalssetur Húsið við Sólvallagötuna er einstaklega glæsilegt og þar líður þeim Halldóru og Jósu mjög vel. inni núna en það eru tuttugu og fjórir nemendur við skólann, allt stelpur. Við erum flestar um tvítugt og nýbúnar að ljúka stúdentsprófi en það er ein yngri stelpa sem er 18 ára og svo ein sem er ellefu árum eldri en við og hún er lærður hjúkr- unarfræðingur.“ Er ekki í lagi með þig? En hvers vegna völdu þær að fara í Hússtjórnarskóla í Reykja- vík? „Okkur fannst tilvalið að taka smáaukasnúning áður en við færum í háskólanám. Við erum ekki búnar að ákveða endanlega hvað við ætl- um að læra í háskólanum. Við vor- um báðar á náttúrufræðibraut í MA og okkur langaði til að gera eitt- hvað allt annað. Og svo langaði okk- ur líka til að læra aðeins á Reykja- vík og kynnast lífinu hér.“ En þegar Halldóra hringdi í Jósu og stakk upp á að þær færu saman suður í Hússtjórnarskólann leist henni ekki meira en svo á það. „Ég spurði hvort það væri ekki í lagi með hana, en nú sé ég ekki eftir að hafa skellt mér, mér finnst þetta snilld,“ segir Jósa sem á frænku sem hafði verið í skólanum og mælti eindregið með náminu. Námið er aðeins ein önn, en miklu námsefni er komið fyrir á stuttum tíma. „Okkur er skipt í tvo hópa, annar hópurinn er í handa- vinnu en hinn í matreiðslu og svo er skipt á miðri önn. Við erum í handa- vinnuhópnum núna fyrri hlutann af önninni og þá lærum við útsaum, fatasaum, prjón og hekl. Hinn hóp- urinn sem er í matreiðslunni er í vefnaði og líka aðeins í útsaum og prjóni. Við erum allar í næring- arfræði og vörufræði, sem eru mjög notalegir tímar því við prjónum eða saumum á meðan á kennslu stend- ur. Þetta er mjög heimilislegt allt saman. Hóparnir skiptast á að út- búa morgunmat og kaffi, en það er skyldumæting í morgunmat klukk- an átta. Við erum í tímum til klukk- an fimm á daginn en eftir það er nóg að gera í heimavinnunni.“ Í berjamó með kakó og heimasmurt nesti Þær segjast hvorug hafa reynslu af handavinnu eða mat- reiðslu en þó hefur Halldóra prjón- að töluvert. „Ég ólst upp við prjónaskap því ég var mikið hjá ömmu minni þegar ég var lítil og hún var alltaf að prjóna.“ Þeim finnst námið skemmtilegt og meðal þess sem var á námskránni í vik- unni var að fara í berjamó með kakó og nesti. Og læra svo að sulta og safta. „Hér er líka alltaf verið að lauma að okkur húsráðum sem við búum að alla ævi. Og það er gaman að geta saumað á sig sín eigin föt.“ Langar að fara saman á heimshornaflakk Þær ætla sér báðar í heilbrigð- istengt nám í háskóla í haust en eru þó ekki búnar að ákveða endanlega hvað það verður. Jósa á von á að fara í hjúkrunarfræði. „Mamma og systir mín eru hjúkrunarfræðingar og líka báðar systur mömmu og mágkona hennar, svo þetta er allt í kringum mig. En svo er aldrei að vita hvað ég geri.“ En þær langar báðar líka til að fara á svolítið heimshornaflakk eftir að þær klára Hússtjórnarskólann um áramótin, og skoða veröldina áður en þær fara í háskólanám. „Þó að það væri ekki nema í nokkrar vikur, þá væri æðislegt að skoða sig um. Okkur langar eitthvað til Suður-Evrópu, kannski í lestarferðalag,. Og það væri gaman að fara á eitthvert námskeið, kannski tungumála- námskeið. Vonandi náum við að spara pening til ferðalags.“ Á Baðstofuloftinu Það er notalegt undir súðinni í herberginu þeirra. Ég var ein að sauma niðri til kl. hálfþrjú eina nóttina, þá varð ég svo- lítið smeyk. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Hússtjórnarskólinn í Reykjavík er með aðsetur í einu fallegasta húsi borgarinnar á Sólvallagötu 12 í Reykjavík. Húsið var byggt árið 1921 af Jónatani Þorsteins- syni. Skólinn hefur starfað óslitið frá árinu 1942, ýmist sem heils- ársskóli eða í annarri mynd. Árið 1975 breyttist Hús- mæðraskóli Reykjavíkur í Hús- stjórnarskólann í Reykjavík og var þá gerður að ríkisskóla. Námið nú er ein önn, sem hefst að hausti eða um áramót, og er metið til 24 eininga. Nýnemar þurfa að hafa lokið grunnskólaprófi og vera orðnir 16 ára. Skólinn tekur við 24 nemendum, þar af geta 15 búið á heimavist. Á hverri önn er farið í skóla- ferðalag, dagsferð í rútu með heimasmurt nesti og á haust- önn bætist við berjaferð. Fastur liður er ferð í leikhús og út að borða. Tvö foreldraboð eru haldin á hvorri önn en þá bjóða nem- endur foreldrum eða öðrum að- standendum til veislu og handa- vinnusýningar. Í lok annar er opið hús með kaffisölu, sölu á kökum og sult- um og handavinnusýning. Hússtjórnar- skólinn í Reykjavík HEFUR STARFAÐ ÓSLITIÐ FRÁ 1942 Kaka Gaman er að læra að baka. Nýjasta nýtt hjá netversluninni Kolors, sem sérhæfir sig í framleiðslu á um- verfisvænum tískuvörum, er hliðartöskur og tölvutöskur sem gerðar eru úr dekkjaslöngum úr reiðhjólum. Ólin er hins vegar gerð úr öryggisbeltum úr bíl- um. Töskurnar eru því sannarlega umhverfisvænar og um leið vandaðar og smart. Dekkjaslöngur víðs vegar að Hönnun og framleiðsla taskanna fer fram hjá Alchemy Goods (AG) í Seattle í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur fyrirtækið endurnýtt yfir 182.000 dekkjaslöngur við framleiðslu á þessum vörum og þannig komið í veg fyrir að þær endi sem land- fylling í náttúrunni. Alchemy Goods fær dekkjaslöngurnar frá hjólaverkstæðum og hjólaáhugamönnum víðsvegar um Bandaríkin. Þeir eru t.d. í samstarfi við hjólaframleiðandann Trek. Hjá Kolors fást einnig korta- og seðlaveski gerð úr dekkjaslöngum. Tíska Töskur úr dekkjaslöngum Skór og fylgihlutir Sparilegir Marie Claire-skór og stígvél Skór undir heitinu Marie Claire hafa verið framleiddir frá árinu 1960 í Frakklandi og hefur hönnunin ætíð verið innblásin af franskri tísku. Hönnunin er stílhrein og fáguð og stendur merkið fyrir glæsi- leika í Parísarstíl. Nú í haust selur verslunin Bata í Smáralind Marie Claire-skóna í fyrsta sinn. Skórnir í haustlínunni eru í ýmsum litum, svörtum, dökkbrúnum og koníaksbrúnum og í línunni eru bæði ökklaskór og stígvél. Línan er sparileg og flestir skórnir með hælum, misháum þó. Einnig fást í sama merki töskur og belti í sömu litum og skórnir. Þannig má para aukahluti og skó saman á smekklegan og flottan hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.