Morgunblaðið - 09.09.2011, Síða 12

Morgunblaðið - 09.09.2011, Síða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Hjörtur J. Guðmundsson Anna Lilja Þórisdóttir „Þarna var verið að vinna drög að samningum, þetta var ekkert bak- tjaldamakk,“ fullyrti Katrín Júl- íusdóttir, iðnaðarráðherra, í um- ræðum á Alþingi í gærmorgun um fund Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, með Ross Beaty, forstjóra Magma Energy, í ágúst 2011 þar sem þeir komust að sam- komulagi um að fyrirtækið mætti eignast allt að helmingshlut í HS Orku. Um málið var fjallað í Morgun- blaðinu í gær og sagðist Katrín telja að dregnar væru rangar ályktanir af þeim gögnum sem umfjöllun blaðs- ins bygðist á. Heilmiklar umræður urðu um umfjöllun Morgunblaðsins undir liðnum óundirbúnar fyrir- spurnir á Alþingi í gærmorgun. Öðrum hnöppum að hneppa Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hóf umræðuna um málið og spurði Svandísi Svav- arsdóttur, umhverfisráðherra, út í umfjöllunina. Svandís svaraði með því að hafna því alfarið að umfjöllun Morgun- blaðsins gæti átt við rök að styðjast en sagðist ekki hafa kynnt sér hana. „Ég verð að virða háttvirtum þing- manni það til vorkunnar að þurfa að byggja málflutning sinn á frétta- skýringu í Morgunblaðinu,“ sagði Svandís. „Ég hef hins vegar ekki gefið mér tíma í það í morgun að lesa Morgunblaðið, hef haft öðrum hnöppum að hneppa, og tek þess vegna málflutningi þingmannsins með fyrirvara og áskil mér rétt til að kanna það sem liggur að baki.“ Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Framsóknarflokksins, kallaði þá eftir því að þau gögn sem umfjöll- unin studdist við yrðu gerð þing- mönnum aðgengileg. Fleiri þing- menn stjórnarandstöðunnar tóku undir þessa kröfu síðar í um- ræðunni. Ekki ástæða til pestar Ólöf Nordal, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins, krafðist þess að fjármálaráðherra svaraði fyrir mál- ið. „Það er alveg bráðnauðsynlegt að hæstvirtur fjármálaráðherra komi nú þegar til þingsins og (...) skýri það að hafa með svo beinum hætti, eins og þarna er lýst, beitt sér gegn nauðsynlegri erlendri fjárfestingu,“ sagði Ólöf. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG, sagðist ekki efast um að ráðherrann myndi bregðast við beiðninni. „Ég vil svo segja að þó að Agnes Bragadóttir hnerri er ekki ástæða til að þingheimur allur legg- ist í pest,“ sagði Álfheiður. Eftir þessi ummæli var Álfheiður áminnt af forseta Alþingis, sem bað þingmenn um að nafngreina ekki þá sem ekki gætu borið hönd fyrir höf- uð sér í þessari umræðu. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði fjarveru fjármálaráðherra einnig að um- ræðuefni og gagnrýndi viðbröð VG við umfjöllun Morgunblaðsins. „Og hvernig bregðast þingmenn Vinstri grænna við? Jú, með því að reyna að skjóta sendiboðann, ráðast á blaðamanninn. Það er nú stór- mannlegt eða hitt þó heldur.“ Heit umræða á þinginu um umfjöllunina  Ekkert baktjaldamakk  Óþarfi að leggjast í pest þótt blaðamaður hnerri Þing Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir tóku þátt í umræðunni. Morgunblaðið/Eggert Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Ef þessar upplýsingar sem koma fram í Morgunblaðinu eru réttar er það auðvitað áhyggjuefni að aðilar innan ríkisstjórnar séu að vinna gegn verkefninu, sérstaklega í ljósi þess að Norðurál og ríkisstjórnin skrifuðu undir fjárfestingarsamning fyrir Helguvíkurverkefnið í ágúst 2009, sem byggist á heimild í lögum frá Alþingi fyrr á því ári,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, um þær upplýsingar sem koma fram í gögnum fjármálaráðu- neytisins um samskipti stjórnvalda við Magma, HS Orku, Norðurál og Íslandsbanka. „Það er búið að eyða mikilli vinnu og miklum peningum í þetta verk- efni, í því trausti að ríkisstjórnin standi við sitt. Við hljótum að geta gert ráð fyrir því að hún muni gera það. Þetta breytir ekki því að við munum halda áfram að vinna verk- efninu farveg og koma því af stað eins hratt og mögulegt er,“ segir Ragnar en verið er að vinna með öllum hlutað- eigandi aðilum að því að koma byggingu Norð- uráls í Helguvík af stað á ný. Ragnar segir helst standa upp á HS Orku að standa við samninga um orkuöflun til álversins. Aðrir þættir liggi fyrir, búið sé að hanna verkefnið, gera samninga við alla helstu birgja og fjármögnun liggi fyrir. „Það er ekki eftir neinu að bíða hvað okkur varðar,“ segir Ragnar. Spurður hvort Norðurál hafi fund- ið fyrir þeirri andstöðu fjármálaráð- herra við verkefnið, sem fram kom í gögnum ráðuneytisins, segir Ragnar að upplýsingarnar hafi komið honum á óvart. Hins vegar hafi einstakir að- ilar unnið gegn álverinu í Helguvík, m.a. með greinaskrifum sem ekki hafi alltaf byggst á staðreyndum. „Kannski er þetta hluti af ein- hverri pólitík sem menn telja að sé sér hagfelld,“ segir Ragnar og bætir við að margt í þessu ferli hafi tekið langan tíma og erfitt að henda reiður á af hverju það sé. Ragnar segir fyrirtækið ekki hafa ákveðið hvernig brugðist verði við framkomnum upplýsingum. Áfram verði unnið að verkefninu og eðlileg- ast sé að gera það með iðnaðarráðu- neytinu, umsjónaraðila fjárfesting- arsamningsins frá árinu 2009. Morgunblaðið/Kristinn Helguvík Frá skóflustungu að álveri Norðuráls sumarið 2008. Þáverandi ráðherrar mættu og bjartsýni ríkti á Suðurnesjum um verkefnið. Enn er álverið ekki risið að fullu en Norðurálsmenn vona að stjórnvöld standi við sitt. Áhyggjuefni ef unnið er gegn verkefninu  Forstjóri Norðuráls vonast til að stjórnvöld standi við sitt Ragnar Guðmundsson Álverið í Helguvík » Unnið hefur verið að undir- búningi álvers í Helguvík frá 2004. Skóflustunga var tekin í júní árið 2008. » Vonast Norðurál til að taka álverið í notkun 2012 og það verði fullbúið árið 2016. Gunnar Þórarinsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, telur að fjármálaráðherra hljóti að íhuga afsögn í ljósi framkominna upplýs- inga varðandi mál tengd byggingu álvers í Helguvík. Gunnar sendi frá sér svohljóð- andi yfirlýsingu í gær: „Það eru al- varlegri tíðindi en orð fá lýst að háttvirtur fjármálaráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, hafi beitt sér bak við tjöldin til að tryggja að ekkert yrði af uppbyggingu álvers í Helguvík. Slík atlaga að atvinnu- málum á Suðurnesjum er afar ógeðfelld og með öllu ólíðandi. Málið er enn alvarlegra fyrir þær sakir að fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð á fjár- festingarsamn- ingi ríkisstjórn- arinnar og Norðuráls, þar sem því er heitið að veita verkefn- inu fullan stuðn- ing. Í ljósi þessa hlýtur ráðherra að íhuga taf- arlausa afsögn.“ Gunnar sagði í samtali við mbl.is að verkefninu hefði verið hrundið af stað með glæsibrag og núver- andi ríkisstjórn þá verið „í klapp- liðinu“. Síðan hefði hvorki gengið né rekið. Fjármálaráðherra hljóti að íhuga afsögn Gunnar Þórarinsson Alþingismennirnir Tryggvi Þór Herbertsson, Jón Gunnarsson og Gunnar Bragi Sveinsson hafa óskað eftir fundi í iðnaðarnefnd þar sem Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra útskýri mál sitt vegna Magma. Alþingismennirnir sendu Krist- jáni L. Möller, formanni iðn- aðarnefndar, svohljóðandi bréf: „Í tilefni af frétt í Morgunblaðinu í morgun um að hæstvirtur fjár- málaráðherra hafi ástundað ein- hverskonar baktjaldamakk í tengslum við Magma-málið svokall- aða óskum við undirritaðir eftir fundi í hæstvirtri iðnaðarnefnd þar sem fjármálaráðherra útskýrir mál sitt. Jafnframt óskum við eftir að fá aðgang að þeim gögnum sem rætt er um í fréttinni. Þá teljum við æskilegt að ráðu- neytisstjórar sem voru starfandi á þeim tíma í iðnaðar- og fjár- málaráðuneyti komi einnig fyrir nefndina.“ Vilja fá fund í iðnaðarnefnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.