Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Hinn 15. maí 2010 var hið umdeilda skúffufyrirtæki í Svíþjóð, Magma Energy Sweden A.B., komið til sög- unnar og orðið aðili að samningum við stjórnvöld. Þannig sendi Ásgeir Margeirsson, starfsmaður Magma á Íslandi, iðnaðarráðuneytinu drög að sameig- inlegri viljayfirlýsingu iðnaðarráðuneytis og Magma Energy Sweden A.B. Í tölvupósti sem Ásgeir ritar Kristjáni Skarphéð- inssyni í iðnaðarráðuneytinu, með drögunum segir m.a.: „Sælir herramenn. Hér viðhengt er uppkast að MoU (Memorandum of Understanding – viljayfirlýsing – innskot blm.) eins og rætt hefur verið. Vinsamlegast rennið yfir. Ég er að velta fyrir mér hvort ekki sé ástæða til að koma þessu sem fyrst í hendur fjár- málaráðuneytisins, vegna þess sem RÚV er að reyna að grafa upp í dag.“ Ákveðnir viðmælendur Morgunblaðsins telja að Ás- geir með þessum orðum sé að vísa til þess að frétta- stofa RÚV hafi fengið veður af því að Íslandsbanki hafi lekið tölulegum upplýsingum úr tilboði Norðuráls í Geysir Green til forsvarsmanna Magma og Magma hafi af þeim sökum þurft að hækka tilboð sitt í Geysir Green um 10 milljónir dollara. Af þessu tilefni hafa viðmælendurnir spurt, hvers vegna ríkisstjórn Íslands ætti að hafa áhyggjur af því að Íslandsbanki læki upp- lýsingum um tilboð sem honum hafi borist í Geysir Green. Benda þeir á að vart geti verið um aðrar skýringar að ræða en þá að ríkisstjórnin hafi gefið bankanum fyrirmæli um að leka slíkum upplýsingum til Magma, svo traust mætti verða að Magma yrði með hæsta til- boðið. Í drögunum að hinni sameiginlegu viljayfirlýsingu segir m.a. undir liðnum „Áform samningsaðila“: „Aðilar munu gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að viðræður eigi sér stað við eigendur land- og jarðvarma á Reykjanesi, (einkum bæjarstjórn Reykja- nesbæjar) til að kanna til þrautar hvort hægt sé að breyta núverandi leigusamningum, þannig að samn- ingar verði í samræmi við ætlun ríkisstjórnarinnar.“ Gagnrýnendur þessarar viljayfirlýsingar hafa bent á að það hljóti að sæta nokkurri furðu, að ráðuneytið skuli vera aðili að slíkri yfirlýsingu, því þegar hún er samin, er í gildi orkusölusamningur til Norðuráls í Helguvík og spyrja hvers vegna iðnaðarráðuneytið var að skipta sér af samningum á milli hagsmunaaðila. Magma í Svíþjóð og iðnaðarráðuneytið Afskipti ráðuneytis af samningum Einar Karl Haraldsson, þáverandi upplýsingafulltrúi forsætisráðherra, ritaði minnisblað til Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra og Steingríms J. Sig- fússonar fjármálaráðherra hinn 30. mars 2010. Efni minnisblaðsins var „Staðan í málefnum Helguvík- urverkefnisins 30. mars 2010.“ Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þetta minnisblað ritað í kjölfar fundar sem Indriði H. Þor- láksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, og Einar Karl Haraldsson áttu með þeim Ross Beaty og Ásgeiri Margeirssyni upp úr miðjum marsmánuði, þar sem enn var verið að fjalla um hversu stóran hlut Magma fengi að kaupa. Samkvæmt sömu heimildum voru miklar áhyggjur af því hjá eigendum Geysir Green, að lokast inni í fé- laginu, ef Magma fengi að kaupa yfir 50% í HS Orku. Í upphafi minnisblaðsins segir Einar Karl að horf- ur séu á því að gengið verði frá 20 milljóna dollara hlutafjáraukningu (2,5 milljarðar ísl. króna) á stjórn- arfundi HS Orku þann dag sem minnisblaðið er rit- að, með þátttöku Geysir Green Energy og Magma. Þetta sé gert til að uppfylla skilyrði í lána- samningum um hlutafjáraukningu fyrir 1. apríl. Síðan segir orðrétt: „Ís- landsbanki mun halda áfram við- ræðum um sölu Geysis Green Energy og nú er stefnt að því að ljúka samningum við Magma Energy í apríl. Ekki standa yfir viðræður við aðra aðila að svo stöddu. Hugmyndir bæði Framtaks og Norðuráls um aðkomu að málinu (Norðurál og Framtak höfðu lýst yfir áhuga á að taka þátt í að kaupa hlut Geysir Green í HS Orku – innskot blm.) virðast bæði hafa verið of takmarkaðar og fjarri þeim verðtillögum sem uppi eru í viðræðum Íslands- banka og Magma. Rætt er um meirihluta Magma í HS Orku og ávöxtunarfélag íslenskra aðila sem hefðu ítakahlut í HS Orku …“ Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins höfðu ákveðnir talsmenn Íslandsbanka, sem fór með stjórn á Geysir Green frá því í árslok 2009 greint for- ráðamönnum Norðuráls frá því að Geysir Green yrði selt að undangengnu opnu söluferli. Þær upplýs- ingar voru veittar snemma árs 2010, á svipuðum tíma og Íslandsbanki var að ganga frá sölunni á Geysir Green til Magma, í endaðan mars 2010. Um þetta leyti upplýstu menn úr Íslandsbanka forsvars- menn Norðuráls um það að söluferlið á Geysir Green Energy gæti í fyrsta lagi farið fram eftir 6 til 9 mán- uði, eða seint á árinu 2010. Þetta hefur Morgunblaðið eftir ólíkum heimildum en eins og kunnugt er var gengið frá sölunni á Geysir Green til Magma í maí 2010 og ákvörðun þar að lútandi hafði verið tekin mun fyrr. Einar Karl Haraldsson Ljúka samningum við Magma í apríl Geysir Green gerði hluthafasamkomulag við Magma í nóvember 2009 sem sagt er hafa veitt Magma mjög sterk réttindi umfram hlutabréfaeign félagsins, án þess að nokkuð hafi komið í staðinn, að því er virðist. Ásgeir Margeirsson skrifaði undir fyrir hönd Geysir Green í nóvember 2009. Hann hætti svo störfum fyrir Geysir Green í desember 2009, og var orðinn starfsmaður Magma í ársbyrjun 2010. Eignarhlutur Magma Energy í HS Orku fór í um 41% í desember 2009 og þá átti Geysir Green 57%. GGE var þegar hér var komið sögu að mestu leyti í eigu Ís- landsbanka en að litlu leyti í eigu Landsbankans. Ofangreint hluthafasamkomulag hefur verið harðlega gagnrýnt af heimildamönnum sem rætt hefur verið við, sem spyrja m.a. hvort Íslands- banki hafi vitað af þessu og hvort þetta hafi verið gert með samþykki bankans. Jafnframt velta menn vöngum yfir því hvort þetta hafi verið með vitund og vilja lítilla hluthafa eins og Garðs og Grindavíkur, og hvort þessi sveitarfélög hafi verið með í ráðum við gerð hluthafasamkomulagsins. Í drögum að rammasamkomulagi rík- isstjórnarinnar og Magma frá því í ágúst 2009 kemur fram að Magma hafi í hyggju að bjóða stjórnendum hjá Geysir Green stjórnunarstöður hjá Magma. Það gekk eftir. Snemma árs 2010 hafði Ásgeir Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Geysir Green Energy, sem þar áður var for- stjóri Reykjavík Energy Invest (REI), verið ráðinn til þess að sinna málefnum Magma á Íslandi og jafnframt hafði Magma ráðið til sín fjóra tæknimenn sem áður störfuðu hjá Geysir Green Energy. Menn hafa velt vöngum yfir því hvers vegna þurfti að vera klásúla í rammasamkomulagi ríkisstjórnarinnar og Magma um það hvernig starfsmannamálum Magma yrði háttað. Á það er jafnframt bent að mörgum mán- uðum áður en Ásgeir Margeirsson undirritaði hluthafa- samkomulagið við Magma fyrir hönd Geysir Green, var hann „á kafi í viðræðum við Magma Energy og Reykjanesbæ um framtíðarmunstur orkumálanna á Reykjanesi“, eins og sagði í tölvupósti frá hon- um til Össurar Skarphéðinssonar, þáverandi iðn- aðarráðherra, hinn 27. apríl 2009. Þess vegna er ekki óeðlilegt að spurt sé hverra hagsmuna Ásgeir var að gæta, í hlutverki sínu sem forstjóri Geysir Green Energy allt árið 2009. Voru það hagsmundir Geysir Green? Voru það hagsmunir Íslandsbanka, eftir að stjórn félagsins fór í hendur bankans á seinni hluta ársins 2009? Eða voru hagsmunir Magma alltaf í fyrirrúmi hjá forstjóranum sem rúmum mánuði eftir að hann hætti sem forstjóri Geysir Green var orðinn starfs- maður Magma? Ásgeir Margeirsson Frá Geysir Green til Magma Ljósmynd/Þorkell Helguvík Brátt ræðst hvort framkvæmdir við álverið fara á fullt eða ekki. Jóhanna Sigurð- ardóttir og Einar Karl Haraldsson Steingrímur J. Sigfússon og Indriði H. Þorláksson Ásgeir Margeirsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.