Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.09.2011, Qupperneq 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SJÁÐU ÞENNAN HAMINGJUSAMA GULLFISK HANN SYNDIR UM Í FISKABÚRINU SÍNU, ÁHYGGJULAUS EN ÞARNA KEMUR VONDI KÖTTURINN LOKSINS FER EITTHVAÐ SKEMMTILEGT AÐ GERAST ÉG HEITI KALLI BJARNA!! Á ÉG AÐ SEGJA ÞÉR FRÁ SVOLITLU SÆTU SEM SYST- IR MÍN GERÐI? HÚN HEITIR SALKA. ÞÚ VEIST AÐ... ER EFTIRRÉTTURINN INNIFALINN Í AÐALRÉTTINUM EÐA ÞARF ÉG AÐ FARA AÐRA FERÐ TIL AÐ NÁ Í HANN? HVER ER ÞETTA SEM ELTIR ÞIG UM ALLT MEÐ BLAÐ OG PENNA? ÉG MISSTI HUNDALEYFIÐ MITT ÉG MÁ EKKI GERA NEITT HUNDALEGT FYRR EN ÉG ER BÚINN AÐ STANDAST PRÓF ÉG VIL AÐ ÞÚ BYRJIR AFTUR Á ÞESSU SAMTALI, ÞÚ GLEYMDIR AÐ ÞEFA AF RASSINUM Á HONUM ÞEGAR ÞIÐ HITTUST! EN ÞETTA ER RUNÓLFUR, VINUR MINN! KONUNNI MINNI FINNST VANTA RÓMANTÍK Í SAMBANDIÐ OKKAR ÉG ER SÉRFRÆÐINGUR Í RÓMANTÍK KOMDU KONUNNI ÞINNI Á ÓVART, KVEIKTU Á KERTUM, SPILAÐU LJÚFA TÓNLIST, ELDAÐU GÓÐAN MAT... EN HVAÐ Á ÉG AÐ GERA VIÐ KRAKKANA? ÉG ER SÉR- FRÆÐINGUR Í RÓMAN- TÍK EN ÞÚ ÞARFT AÐ FARA EITTHVAÐ ANNAÐ TIL AÐ FÁ RÁÐ VARÐANDI KRAKKA HEIMA HJÁ PARKERHJÓNUNUM EINN MORGUNINN... MÉR ÞYKIR LEITT AÐ ÞÚ SKILDIR SJÁ ÞETTA SAMA HÉR... KANNSKI ÞARF NEW YORK Á MÉR AÐ HALDA EN SABRETOOTH GÆTI SETIÐ FYRIR ÞÉR IRON M AN BJARG AR RIS AEÐLU - HAUSK ÚPU Í NEW Y ORK Strunsarar í gönguferð Hefurðu farið eitt- hvað? spurði ég kunningja minn. Hvað meinarðu, í fjallaloftið? Jú, það er það, sem sameinar okkur, áhugi á slíkum ferðum. Hann hafði þá reyndar farið ný- lega með ferðafélagi daglanga göngu nið- ur með miklu ár- gljúfri og niður í byggð. Ég vildi heyra meira og minntist með ánægju göngu sömu leið fyrir allmörgum árum. Þessi ganga var ekki eins ánægju- leg. Þarna voru strunsarar, sagði hann. Ég hafði ekki heyrt orðið. Í upphafi sammæltust menn um að njóta ferðarinnar með því að halda hópinn, æja og líta niður í gljúfrið. Þegar til kom strunsuðu samt all- margir, voru á kappgöngu, og teygðist mjög úr hópnum. Þarf ekki að lýsa því hvernig andinn í ferðinni verður þá. Svona eru Ís- lendingar, sagði kunninginn og fannst ekki meira um það að segja. Það getur verið að Íslendingar séu svona en þeir voru ekki alveg svona. Reyndar hefur viljað brenna við í gönguferðum, þegar áð er, að hóp- urinn rís á fætur til að halda áfram um það bil, sem sá síðasti er nýsestur, þótt ekki séu strunsarar með. Það er eins og struns- ararnir séu í ræktinni. Í þetta sinn gafst einn upp. Björgunarsveit sótti hann og þurfti að bíða eftir honum í klukkutíma á bens- ínstöð. Eitt sinn þurfti ég að dveljast nokkra mánuði í Stokkhólmi vegna vinnu. Í dagblöðunum þar var tilkynnt gönguferðir um skógana á sunnudagsmorgnum. Þær stóðu fram eftir degi. Ég fór nokkrum sinnum. Þær voru vel skipulagðar fyrir ókunnuga. Far- arstjóri gerði í upphafi grein fyrir því, sem til stóð, og hélt það, og enginn var látinn heltast úr lest- inni. Fararstjórar þurftu ekki að stríða við strunsara. Ég finn til með stillta göngufólkinu og far- arstjórum, sem þurfa að eiga við strunsara og því skrifa ég þetta. Björn S. Stefánsson. Ást er… … eins og freyðandi kampavín. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa og myndlist kl. 9, bingó kl. 13.30. Árskógar 4 | Smíði/útskurður kl. 9. Bingó kl. 13.30. Boðinn | Vatnsleikfimi kl. 9.15 (lokaður hópur). Félagsvist/paravist hefst í dag kl. 13.30, hún verður annan hvern föstu- dag, línudans byrjar 23. sept. Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, kaffi/ dagblöð. Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14, um- sjón Lýður Benediktsson. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist FEBK spiluð í Félagsh.Gullsmára á mán. kl. 20.30 og Félagsheimilinu Gjá- bakka á miðvikudögum kl. 13 og fös. kl. 20.30. Félagsvist í Félagsheimilinu Boð- anum kl. 13.30. Bingó í Gullsmára kl. 13.30. Skvettuball verður í félagsheim- ilinu Gullsmára 13 laugard. 10. sept. kl. 20. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Aðgangur 1.000 kr. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans- leikur sunnudagskvöld kl. 20-23, Klassík leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl. 9.30, málm- og silfursmíði kl. 9.30/13, jóga kl. 10.50, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn- aður og jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, leik- fimi kl. 10.30. Bingó kl. 13.30. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Vatnsleikfimi kl. 9/11, félagsvist kl. 13, kynning á aðventuferðum til Kaup- mannahafnar kl. 14, Jónshús opið kl. 9.30-16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Skólabraut: Kaffispjall í krók kl. 10.30, jóga kl. 11, spil kl. 13.30. Syngjum saman í salnum kl. 14. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9, prjónakaffi. Stafganga kl. 10.30, frá hádegi er spilasalur opinn. Mán. 12. sept. kl. 13.30 er fundur hjá Gerðuberg- skórnum, nýir félagar velkomnir. Hraunsel | Leikfimi Bjarkarhúsi kl. 11.30, brids kl. 13. Hvassaleiti 56-58 | Opnað kl. 8. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður, miðdags- kaffi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50. Gangan Gönuhlaup kl. 9. Thachi kl. 9. Listasmiðja kl. 9. Myndlist kl. 13. Gáfu- mannakaffi kl. 15. Hæðargarðsbíó kl. 16. Handavinnuhorn kl. 9 og prjónahorn kl. 13. nk. mánudag. Norðurbrún 1 | Myndlist kl. 12. Út- skurður kl. 9. Bingó í dag kl. 14. Vesturgata 7 | Enska kl. 10.15. Hádeg- isverður kl. 11.30, sungið v/flygil kl. 13.30. Dansað kl. 14.30. Veislukaffi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Ferð um Suðurland fim. 15. sept kl. 13, fararstjóri. Safnið Tré og list verður skoðað og kaffi- hlaðborð í Hafinu bláa, uppl. og skrán. í síma 4119450. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja. Leir- mótun/handavinnustofa kl. 9. Morg- unstund kl. 9.30, bingó kl. 13.30. Leitum að píanóleikara til að spila einu sinni í viku undir fjöldasöng, uppl. í s. 411 9450 og 822 3028. Dómstóll í Nice í Frakklandidæmdi eiginkonu 51 árs karl- manns skaðabætur upp á 10.000 evrur eða um 1,6 milljónir króna, samkvæmt fréttum Mbl.is. Bæt- urnar sem konan krafðist voru fyrir „skort á kynlífi í 21 árs hjónabandi“. Sigrún Haraldsdóttir orti um þetta. Mikið þætti mér það ljótt með þetta að spauga, sjálfsagt er að sekta fljótt svona letihauga. En yrkisefnin eru fleiri. Hryss- ingslegt veður í gær varð Sigrúnu tilefni að vísu: Fölna rósir, frjósa ber, framundan er kalsahríð, ó, hve ég sé eftir þér yndislega sumartíð. Friðrik Steingrímsson svaraði: Bítur kuldinn, birtan dvín, blíðu frá er snúið. Svon’er lífið, Sigrún mín, sumarið er búið. Þá Sigrún: Brátt mun Kári að kveða sínar kuldalegu aríur og ég fer að fara í mínar fínu ullarnaríur. Pétri Stefánssyni líst vel á að klæða veðrið af sér: Er í vetur á mig ræðst illur hríðarfjandi, gott er þá að geta klæðst góðu föðurlandi. Sigrún klykkir út með: Annað kemur ei til greina elskulegi Pétur en þrjóskast áfram, þrauka og reyna að þola nýjan vetur. Pétur klykkir út með: Þó að frysti og fari að hríða, fjúki í skafla og ýfi sæ, vetrinum þarftu vart að kvíða, það vorar aftur strax í maí. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af skorti á kynlífi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.