Morgunblaðið - 09.09.2011, Síða 41

Morgunblaðið - 09.09.2011, Síða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2011 Í gær leit afrakstur samstarfs hönnuðarins Nicola Formichetti og CCP dagsins ljós á opnunardegi New York Fashion Week. Nichola Formichetti, sem er þekktastur fyr- ir hönnun sína fyrir og í kringum poppdrottninguna Lady Gaga og listræna stjórnun fyrir franska tískuhúsið Mugler, vinnur nú með CCP að sýningu þar sem notast er við Carbon-tækni CCP og umhverfi tölvuleiksins EVE Online til að end- urskapa og bjóða hönnun Form- ichetti velkomna í nýjan stafrænan heim. Með samstarfinu er hátíska á sviði fatahönnunar sýnd við nýjar aðstæður. Sýningin er gagnvirk, þar sem gestir geta með hjálp spjaldtölvu haft áhrif á hvernig þeir upplifa hönnun Formichetti, þar sem fatnaður hans er sýndur af eftirmynd módelsins Rick Genest á stafrænni sýningarbraut sýnd- arheims EVE Online. Rick, sem einnig gengur undir nafninu Zom- bie Boy, hefur afar sérstakt útlit og er þakin húðflúrum, nú bæði í raun- heimi og sýndarheimi. Samstarfið hefur þegar vakið athygli í New York Times og á CNN. Skrautlegur Rick Genest. CCP vinnur með Nicola Formichetti Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Ungverski kvikmyndaleikstjórinn Béla Tarr hlýtur heiðursverðlaun RIFF 2011 fyrir ævistarf í þágu kvikmyndalistarinnar. Þetta var kynnt á blaðamannafundi Alþjóð- legrar kvikmyndahátíðar í Reykja- vík (RIFF) sem haldinn var í gær í nýjum húsakynnum hátíðarinnar við Tjörnina. „Hann er ekki mjög kunnur almenningi, en hefur samt sem áður getið sér mjög gott orð í evrópskri kvikmyndagerð og er af mörgum talinn einn sá besti í bransanum fyrir sinn sérstaka stíl,“ sagði Hrönn Marinósdóttir, stjórn- andi RIFF. Þrjár af myndum Tarr verða sýndar á hátíðinni, þar á meðal hans síðasta mynd, Hest- urinn í Tórínó, en Tarr lýsti því ný- verið yfir að hann væri hættur kvikmyndagerð. Myndir frá 30 löndum Kvikmyndahátíðin, sem nú er haldin í áttunda skiptið, fer fram dagana 22. september til 2. október. Í ár verða sýndar ríflega 100 kvik- myndir í 12 flokkum, en alls koma myndirnar frá 30 löndum. Sem fyrr verður heimildarmyndum gert hátt undir höfði í dagskránni. Aðspurð sagði Hrönn að um 25 þúsund gest- ir hefðu skilað sér á hátíðina í fyrra og reiknar hún fastlega með svip- uðum fjölda gesta í ár. Segir hún gaman að skynja gagnkvæman áhuga samfélagsins og hátíðarinnar. „Samfélagið hefur áhuga á hátíðinni og kvikmyndahátíðin hefur áhuga á samfélaginu, því þarna erum við að sýna myndir sem fjalla um það sem skiptir fólk máli,“ sagði Hrönn og tók fram að um 70% mynda hátíð- arinnar kæmu frá Evrópu. Mikil hagsbót fyrir íslenska kvikmyndamenningu Á fundinum voru kynntar þær myndir sem keppa um Gyllta lund- ann í flokki sem nefnist Vitranir, en mynd Rúnars Rúnarssonar, Eld- fjall, er fyrst íslenskra mynda til að keppa í þessum flokki. Auk þess voru kynntir úrvalsflokkarnir Kast- ljósið og Fyrir opnu hafi, en upplýs- ingar um allar myndir hátíðarinnar má finna á vef hátíðarinnar, riff.is. Þar fer einnig fram forsala á pöss- um og klippikortum. Sem fyrr verð- ur upplýsingamiðstöð RIFF í bóka- verslun Eymundssonar við Austurstræti. .„Við erum gríðarlega stolt og ánægð með þetta kvik- myndaprógramm okkar sem við er- um að kynna fyrir íslenskum áhorf- endum eftir hálfan mánuð,“ sagði Hrönn og tók fram að í hópi leik- stjóra í ár með nýjar myndir væru Aki Kaurismaki og Wim Wenders. „RIFF hefur skilað þúsundum gesta til landsins, fagfólki í kvik- myndaiðnaði, fjölmiðlafólki, áhuga- mönnun og ferðafólki, auk al- þjóðlegra kvikmyndaverkefna sem skilað hafa miklum gjaldeyr- istekjum inn í landið. Með sam- stilltu átaki má nýta RIFF til mik- illa hagsbóta fyrir íslenska kvikmyndamenningu,“ sagði Hrönn. Myndirnar fjalla um það sem skiptir fólk máli  Béla Tarr hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár  Ríflega 100 kvikmyndir sýndar Veisla Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, blæs til kvikmyndaveislu. Morgunblaðið/Kristinn Knús Filmundur, Filmünd Reel, einn einlægasti aðdáandi RIFF, faðmaður innilega af búningahönnuðinum Dóru Einarsdóttur í gær. EIN FLOTTASTA SPENNUHROLLVEKJA ÞESSA ÁRS MÖGNUÐ ÞRÍVÍDD 75/100 VARIETY 75/100 SAN FRANCISCO CHRONICLE 75/100 ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í 3D EIN BESTA MYND STEVE CARELL OG RYAN GOSLING TIL ÞESSA BESTA MYNDIN Í SERÍUNNI TIL ÞESSA MIÐASALA Á SAMBIO.IS ALGJÖR SVEPPI kl. 6 - 8 2D L FRIGHT NIGHT kl. 10:10 3D 16 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7 FINAL DESTINATION kl. 10:10 3D 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 6 2D L / AKUREYRI HHHH -BOX OFFICE MAGAZINE -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHHH -VARIETY HHHH ALGJÖR SVEPPI kl. 4 - 6 2D L RED CLIFF M. enskum texta kl. 5 2D 14 FRIGHT NIGHT kl. 10:20 3D 16 BAARÍA Með ísl. texta kl. 5 2D 7 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 2D 7 THE BEAVER Ótextuð kl. 8 2D 12 KVIKMYNDAHÁTÍÐ CASINO JACK Með ísl. texta kl. 8 2D 16 THE TREE OF LIFE Ótextuð kl. 10 2D 10 HESHER Með ísl. texta kl.10 2D 16 / KRINGLUNNI ALGJÖR SVEPPI kl. 6 - 8 2D L FRIGHT NIGHT kl. 10:10 3D 16 PLANET OF THE APES kl. 8 2D 12 BÍLAR 2 Með ísl. tal kl. 5:50 2D L FRIENDS WITH BENEFITS kl. 10:10 2D 12 / KEFLAVÍK HHHH - J.T - VARIETY HHHH - KA, FBL SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI JENNFIER ANNISTON JASON BATEMAN JAMIE FOXX JASON SUDEIKIS COLIN FARRELL KEVIN SPACEY CHARLIE DAY RYAN REYNOLDS BLAKE LIVELY MARK STRONG GEOFFREY RUSH FRÁÁÁBÆ R GAMANM YND 88/100 - CHICAGO SUN-TIMES 91/100 - ENTERTAINMENT WEEKLY 100/100 - ST.PETERSBURG TIMES ÞAÐ GETUR VERIÐ ERFITT AÐ LOSA SIG VIÐ LEIÐINLEGAN YFIRMANN EN ÞEIR ÆTLA AÐ REYNA... HHH M.M.J. - KVIKMYNDIR.COM á allar sýningar merktar með appelsínuguluSPARBÍÓ 750 kr. SÝND Í ÁLFABAKKA OG EGILSHÖLLSÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.