Morgunblaðið - 09.09.2011, Side 44

Morgunblaðið - 09.09.2011, Side 44
FÖSTUDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Ömurlegt að vera einstæð móðir 2. Leynimakk með Magma Energy 3. Sneru við á Víkurskarði 4. Þráinn rekinn úr ræðustól »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Bjúddarinn 2011 er heiti á skemmt- un sem KF Mjöðm, knattspyrnufélag skipað frammámönnum í neðan- jarðarrokki, stendur að. Munu liðs- menn og aðrir skemmta sér á Faktorý við undirleik hljómsveita í kvöld. Fótboltafélagið KF Mjöðm skemmtir sér  Ge9n er kvik- mynd um níu þátttakendur í pólitískri aðgerð á pöllum Alþingis 8. desember 2008. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís í dag og verður í sýningum þar næstu vikur. Leikstjórn og klipp- ing var í höndum Hauks Más Helga- sonar sem framleiddi myndina ásamt Boga Reynissyni. Heimildarmyndin Ge9n frumsýnd  Á morgun stendur RVK Under- ground fyrir eins árs afmælisveislu á Faktorý þar sem margir af bestu plötusnúðum Ís- lands þeyta skífum. Þeir sem koma fram eru DJ Margeir, Grét- ar G, Karíus&Baktus Impulze, Exos, Oculus, Introbeats og break- beat.is. Afmælisveisla RVK Underground Á laugardag Norðaustan 8-13 m/s og skýjað með köflum, en 13- 18 og fer að rigna suðaustanlands um kvöldið. Hiti 5 til 12 stig, hlýj- ast suðvestantil. Á sunnudag Ákveðin norðaustanátt og víða rign- ing, en úrkomulítið suðvestantil. Fremur hlýtt veður, einkum syðra. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðan og norðaustan 8-13 m/s og víða bjartviðri, en skúrir austanlands. Hiti yfirleitt 6 til 8 stig. VEÐUR Yohan Blake, nýbakaður heimsmeistari í 100 metra hlaupi, spretti heldur betur úr spori á Demantamótinu í Zürich í Sviss í gærkvöldi. Blake, sem er 21 árs gamall og frá Jamaíka, kom fyrstur í mark á 9,82 sekúndum og setti um leið persónulegt met í greininni. Asafa Pow- ell keppti að nýju eftir nokk- urt hlé og varð að sætta sig við annað sætið. »1 Blake hafði betur gegn Powell „Ég hef oft hugsað til baka og þakkað guði fyrir að hafa ekki hætt. Það er alltaf möguleikinn, ef þú heldur áfram, að eitthvað frábært gerist. Það er oft ekki auðvelt að halda áfram en efinn er líklega verri,“ segir Hannes Þór Hall- dórsson, mark- vörður KR og ís- lenska landsliðsins, í viðtali en hann var kominn að því að hætta knatt- spyrnuiðkun fyrir fáeinum árum. »3 Þakkar guði fyrir að hafa ekki hætt „Ég fór í aðgerð þar sem fjarlægður var stór hluti úr efsta rifbeininu. Það var opnað í kringum brjóstvöðvann og tekinn stór hluti af rifbeininu. Það var það sem olli þessu og pressaði á æð í öxlinni sem orsakaði blóðtapp- ann,“ segir Geir Guðmundsson, hand- knattleiksmaður með Akureyri hand- boltafélagi, sem mætir til leiks á komandi leiktíð. »2 Hluti úr efsta rifbeini fjarlægður úr Geir ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Enn fæðir kría unga sína í Grímsey, þótt um þriðjungur sé af september, en vafamál er hvort þeir dafna nægj- anlega til þess að hafa kraft til að fljúga suður á bóginn. Lífslíkur þeirra eru því ekki miklar, að sögn Freydísar Vigfúsdóttur, dokt- orsnema í dýravistfræði. Fyrir um þremur vikum hélt krían áleiðis til Suðurskautslands, þar sem hún hefur vetursetu, eftir vægast sagt slæmt varp í sumar. Mælingar sýna að krían stendur vel undir nafni sem farfugl en hún flýgur um 70.000 km á ári, að sögn Ævars Petersen. Freydís hefur rannsakað kríuvarp á Snæfellsnesi síðan 2008 en mældi einnig kríuvarp á Melrakkasléttu í sumar. Hún bendir á að varpið á Snæfellsnesi í ár hafi hafist um mán- uði seinna en árin 2008-2010 eða upp úr miðjum júní og ungafæða hafi ver- ið af skornum skammti. Vörpin hafi verið gisin og færri egg í hreiðri en á fyrri árum. Mikill meirihluti unga hafi drepist úr hor og afar fáir ungar orðið fleygir. Viðkomubrestur hefur verið árleg- ur viðburður frá 2008 og vísbend- ingar eru um svipaða stöðu árlega frá 2005. Rannsóknir Freydísar hafa sýnt að um 90% unga í stóru kríu- vörpunum á Snæfellsnesi hafa drep- ist og hún er ekki bjartsýn fyrir hönd unganna í Grímsey. „Lífslíkur unga, sem verða fleygir í árferði þegar varpárangur er almennt mjög slakur, eru líklega mjög litlar,“ segir hún. Freydís segir að þeir fáu ungar, sem urðu fleygir á rannsóknarsvæð- inu á Snæfellsnesi í sumar, hafi flogið illa á sig komnir út í umhverfi sem hafi verið lítt fallið til ungauppeldis og góðs varpárangurs. „Lífslíkur þeirra eru því ekki miklar,“ segir hún. Freydís bætir við að unganna í Grímsey bíði langt og strangt ferða- lag til Suðurskautslands. Þar sem meirihluti kríanna hafi þegar hafið þetta langa farflug sé óvíst hvort þessir fuglar í Grímsey nái að fylgja hinum farfuglunum eftir, en árangur síðbúins fars sem þessa sé ókann- aður. Flýgur allt að 70.000 km á ári  Mikill meirihluti kríuunga drapst úr hor og afar fáir ungar urðu fleygir  Lífslíkur unga í Grímsey ekki taldar miklar enda langt ferðalag framundan Morgunblaðið/Ómar Lífslíkur Rannsóknir Freydísar hafa sýnt að um 90% unga í kríuvörpum á Snæfellsnesi hafa drepist og hún er ekki bjartsýn fyrir hönd unganna í Grímsey. Ævar Petersen, fuglafræð- ingur og sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, segir að kríustofninn sé mjög sterkur, þrátt fyrir áföll, og varpstaðir um 1.500 um allt land. Varp hafi oft misfarist vegna slæms veðurs og skorts á æti. Meðalaldurinn sé 10 til 15 ár en þær elstu nái vel á fer- tugsaldurinn. Því sé stofninn vart í hættu. Krían langlíf EINN ALGENGASTI FUGLINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.