Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag. Hugmyndin kom fram í útvarpsþætti í fyrra þar sem rætt var um hvernig best færi á því að heiðra Ómar Ragn- arsson sjötugan. Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra greip ábendinguna á lofti og hrinti henni í framkvæmd. Svandís minnir á að Íslendingar eigi sinn þjóðhátíðardag og dag ís- lenskrar tungu. Þrennan sé full- komnuð með degi íslenskrar náttúru. ,,Þetta er það sem skilgreinir okkur sem þjóð – menning, tunga og nátt- úra. Náttúran hefur mótað sjálfs- mynd okkar frá upphafi. Hún hefur veitt kraft og innblástur um leið og hún hefur gert okkur kleift að lifa af í harðbýlu landi. Við höfum vanist því að lifa við duttlunga hennar en á sama tíma er hún það sem við erum einna stoltust af.“ Hún segir árstíðina henta sérlega vel til þess að heiðra íslenska náttúru. Nú sé uppskerutími, lokahnykkurinn á frjósamasta tíma náttúrunnar. „Þetta er tími til þess að vera þakklát og auðmjúk. Náttúran er að hluta til forðabúr en um leið er hún einn af þeim þáttum sem skilgreina okkur sem þjóð.“ Réttur náttúrunnar Umhverfisráðherra segir mikilvægt að styrkja stöðu náttúruverndar, bæði í löggjöf og í almennri umræðu. Í Bóli- víu sé unnið að því að breyta lögum í þá veru að náttúran verði jafnrétthá manninum, að hún hafi tilverurétt án afskipta mannanna. „Þetta er mjög áhugaverð sýn og ekki síst þegar við erum vön þeirri umræðu að náttúran hafi fyrst og fremst þann tilgang að þjóna manninum og vera honum upp- spretta farsældar.“ Áhersla er lögð á sem víðtækasta þátttöku í dagskrá dagsins. Dag- skráratriði koma víðs vegar að enda segir Svandís hugsunina þá að þjóðin upplifi daginn sem sinn, „að þetta sé dagur sem þjóðin víki huganum að gildi íslenskrar náttúru“. Hún áréttar að á Íslandi séu yfir 100 friðlýst svæði og því gefist sérstakt tilefni í dag fyr- ir sveitarfélögin að huga að nátt- úruperlum sínum. „Þetta er tilefni til þess að skoða okkur í samhengi við náttúruna og landslagið í heild.“ Svandís segir að náttúruupplifun sé oft tilfinningatengd og margir tengi náttúruna einhverjum minn- ingum, ekki síst frá barnæsku. Hún segir að Breiðafjörðurinn sé sér til dæmis endalaus uppspretta þess að gleðjast yfir því hvað íslensk náttúra hefur upp á að bjóða. „Þar er ótrúlegt samspil lands og sjávar og gnótt líf- ríkis en Flatey á Breiðafirði skipar sérstakan sess í mínu hjarta.“ Hún bendir á að erfitt sé að nefna einn stað frekar en annan því landið sé gjöfult fyrir náttúruunnanda. Víð- átturnar séu miklar og sterkt samspil ljóss og skugga geri það að verkum að náttúran tali til manns á nýjan og nýjan hátt eftir því hvernig birtan sé hverju sinni. Svandís segir að eitt stærsta við- fangsefni aldarinnar sé að mannkynið beri gæfu til þess að umgangast nátt- úruna með sjálfbærum hætti. „Mikilvægast er að nálgast náttúr- una af virðingu þannig að hún eigi rétt á eigin forsendum,“ segir Svan- dís. „Að við lítum á hana fyrst og fremst sem hluta af heildarsamheng- inu og að við séum alltaf minnug þess að maðurinn getur ekki án hennar verið en hún getur án mannsins verið. Við erum algerlega háð því að nýting náttúrunnar sé sjálfbær og ekki sé gengið meira á hana en við getum gefið henni aftur til baka.“ Hvítbókin mikilvæg Nefnd um endurskoðun náttúru- verndarlaga skilaði af sér tillögum í liðinni viku, svonefndri hvítbók, um löggjöf til verndar náttúru Íslands. Svandís segir að verið sé að brjóta blað í undirbúningi íslenskrar lög- gjafar með því að leggja þennan sterka, faglega grundvöll fram áður en frumvarp sé lagt fram og þetta sé í anda þess sem hafi verið gert á Norð- urlöndum. „Ég er mjög stolt af því að það er náttúruverndin sem brýtur blað í þessum efnum og auðvitað ætti þetta að verða verklagið í öllum mála- flokkum.“ Svandís vonar að bókin verði mikið rædd og að um hana verði fjallað sem víðast í samfélaginu en hún verði helsta umfjöllunarefni um- hverfisþings á Selfossi 14. október. Á grundvelli umsagna og umfjöllunar setji hún síðan í gang vinnu við nýtt frumvarp um heildarendurskoðun náttúruverndarlaga. Línudans Vegir yfir hálendið hafa verið þrætuefni um langa hríð. Svandís segir að ráðuneytið láti málið til sín taka og akstur utan vega hafi verið sérstakt viðfangsefni. Í október leggi hún fram breytingartillögu á tveimur lagagreinum í náttúruverndarlög- unum. Önnur lagagreinin snúist um skýrari skilgreiningu á vegi og sterk- ara lagaumhverfi gegn utanvega- akstri. Hún bendir á að viðhald á há- lendisvegum sé mjög mikilvægt í baráttunni við utanvegaakstur. Verið sé að vinna í því að setja „umferð- arreglur“ á hálendinu með það fyrir augum að allir geti notið Vatnajökuls- þjóðgarðsins óháð ferðamáta. Þjóð- garður verði að fela í sér skýra sam- gönguáætlun en gangi samgöngur á sérkenni landsins missi það aðdrátt- araflið. Fólk missi víðerni og þögn með fjölförnum, uppbyggðum há- lendisvegi. „Þetta er mjög við- kvæmur línudans,“ segir hún og áréttar að þjóðgarður snúist um nátt- úruvernd og möguleika almennings til þess að njóta náttúrunnar. „Í meg- inatriðum er ég frekar íhaldssöm í þessum efnum og við verðum að gæta mjög vel að því að glata ekki vernd- argildi svæðanna með ágangi.“ Rammaáætlun um vernd og nýt- ingu náttúrusvæða er í umsagnar- ferli. Svandís segir hana mjög mik- ilvægt skref í því að reyna að ná sátt um grundvöll náttúruverndar og nýt- ingar. ,,Í fyrsta skipti er verndargildi ákveðinna náttúrusvæða á Íslandi viðurkennt með þessum hætti. Tekist hefur verið á um tiltekna staði en með rammaáætlun er búin til ákveðin sáttargjörð um tugi náttúrusvæða. Það er löngu kominn tími til að skapa ró í kringum það álitaefni hvað eigi að nýta og hvað eigi að vernda.“ Svandís leggur jafnframt áherslu á mikilvægi þess að friðlýsingu fylgi fjármagn, að aðstaða sé byggð upp við náttúruvætti. Óspillt íslensk náttúra sé grundvöllur ferðaþjónustunnar og því þurfi að sinna þessari auðlind. Tryggja þurfi að tekjur af ferðamönn- um fari að hluta til í uppbyggingu ferðamannastaða. „Ég held að það sé betri leið en að hafa aðgangseyri að ferðamannastöðunum,“ segir hún. Svandís segir að Íslendingar séu að stíga sín fyrstu skref í því að læra umgengni við þjóðgarða og í raun við náttúru landsins. „Við áttum okkur æ betur á því að við verðum að standa vörð um náttúruna. Hún er ekki botn- laus uppspretta heldur auðlind sem þarf að ganga um af varkárni og hóf- semd. Sjálfbærni og auðmýkt eru lykilorð og til að draga þetta fram er mikilvægt að sameinast á degi ís- lenskrar náttúru.“ Náttúruna þarf að umgangast með auðmýkt og þakklæti Morgunblaðið/Golli Dagur íslenskrar náttúru Svandís Svavarsdóttir segir mikilvægt að styrkja stöðu náttúruverndar.  Dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag að frumkvæði umhverfisráðherra Svandís Svavarsdóttir segir að ágeng nýting og óvarleg umgengni séu helstu ógnirnar sem steðja að nátt- úrunni. Þegar gengið sé á fiskistofna og villidýrastofna og skógum eytt sé við manninn að sakast. Mengun og losun gróðurhúsalofttegunda sé einnig á ábyrgð hans. Með brennslu jarðefnaeldsneytis sé náttúrunni um all- an heim ógnað. „Um leið og hlýnun jarðar eykst breyt- ast forsendur lífríkis alls staðar á jörðinni.“ Umhverfisráðherra bendir á að Íslendingum sé tamt að tala um náttúruna sem hreina, tæra og bjarta og hafi ekki áhyggjur af stöðunni. „Þó það sé glannalegt að segja það er það gæfa Íslands hvað Íslendingar eru fáir vegna þess að við erum umhverfissóðar.“ Í þessu sambandi bendir Svandís á útrýmingu geirfuglsins og þá staðreynd að náttúruvernd og vistkerfisnálgun hef- ur ekki verið höfð að leiðarljósi við ákvarðanatöku. Meðvitundin um veiðiþol fiskistofna sé stöðugt við- fangsefni fiskveiðistjórnar á Íslandi. Öflugar rann- sóknir og þekking á vistkerfi sjávar séu því nauðsyn- legar. „Staðreyndin er sú að helsta ógn náttúrunnar er maðurinn,“ segir Svandís. „Með vitundarvakningu, aukinni þekkingu, virðingu og breyttri hegðun drögum við úr þessari ógn og berum vonandi gæfu til þess að ganga inn í framtíðina án þess að ganga á gæði náttúr- unnar.“ Í tilefni dagsins verða veitt fjölmiðlaverðlaun í þeim tilgangi að hvetja til umfjöllunar um íslenska náttúru, vekja athygli á einstakri náttúru landsins, mikilvægi þess að varðveita hana og vernda í þágu komandi kyn- slóða og benda á ógnirnar sem steðja að henni. Svandís segir mjög mikilvægt að fjölmiðlar fjalli um íslenska náttúru og umhverfismál í víðu samhengi. Óm- ar Ragnarsson hafi verið einn öflugasti fréttamaðurinn við að hjálpa Íslendingum að skilja og sjá landið og með verðlaununum væri vakin athygli á mikilvægi fjölmiðla í því að draga landið nær almenningi. „Ég vona að þetta verði til þess að draga þennan málaflokk ennþá meira inn í fjölmiðlana á Íslandi og efla þar með umræðu um hann,“ segir Svandís. Maðurinn helsta ógn náttúrunnar ÍSLENSKA NÁTTÚRAN OG UMHVERFIÐ, FJÖLMIÐLAUMFJÖLLUN OG VIÐURKENNINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.