Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Jesús skilgreinir fylgendur sína m.a. sem vini og lærisveina og býður þeim að fara um heiminn og boða hjálpræðisverkið sem hann gaf forðum daga með dauða sínum á Golgata. Þannig skil- greinir Jesús syndugt mannkyn sem heiðinn heim. Kristniboðarnir starfa á þessum heiðna akri, að vilja Guðs, en þar starfa líka margir „andlegir dópsalar og hryðjuverka- menn“, sem láta stjórnast af illu andavaldi. Baráttan er slungin og heiðnu öflin nýta sér óspart mann- lega veikleika eins og ofmetnað og ágirnd. Ef kristið fólk heldur ekki vöku sinni getur það veikst svo í trúnni að andskotinn gerir það að „burðardýrum“ sínum. Hver er staða þeirra sem telja sig kristna en hafna skilgreiningu Bibl- íunnar á hvað í því felst. Fólk getur verið skírt og fermt. Það getur ver- ið menntað í guðfræði en staða þess í kristninni er samt ekki sterkari en svo að það leikur sér að því að taka „karmalögmálið“, „þróunarkenn- inguna“, og guð múslíma, Allah, inn í sinn prívat kristindóm, svo lítið eitt sé nefnt. Úr þessu trúarsulli gerir þetta „kristna“ fólk svo trúar- velling sem það étur sjálft með góðri lyst og reynir með ýmsu móti að plata þeirri ólyfjan í aðra. Þetta umburðarlynda, kristna sér- trúarfólk er blint á merkingu og til- gang hjálpræðisverksins í Jesú Kristi. Fólk í þessari stöðu vill verja trúarheiminn sem það hefur gert sér með öllum ráðum. Ég þekki þetta af eigin raun og var sjálfur í þess sporum. Hin kristna sýn ESB stendur einmitt í sporum „burð- ardýrsins“. Þessi óraunsæu sjón- armið á kristindóminn eru stór- hættuleg og öll á áhrifasvæði Satans. Ef villuráfandi snúa sér ekki af einlægu hjarta til Jesú Krists, iðrast villu sinnar, og end- urnýja samband sitt við hann, í sannleika Orðsins, þá er því fólki ei- líf glötun búin. Guð kristinna manna, Jesús Kristur, er lifandi persóna og þráir að frelsa alla dauðlega menn. Að játa Jesú sem frelsara sinn er vilja ákvörðun sem hver og einn verður að taka fyrir sig af heilum hug og auðmjúku hjarta. Það gerir fólk á hvaða aldri sem er og hvar sem er þegar Guð kallar til fylgdar. Skírnin er svo sjálfstætt trúarskref. Lítið barn sem skírt er til krist- innar trúar og borið er fram af trú foreldranna, vex og Jesús vill heyra játninguna af vörum þess sem nú er fullorðinn. Ferming er trúarskref og fermingarfræðslan forsenda þess að unglingurinn öðlist skilning á sinni trú og staðfesti barnaskírnina. En Jesús Kristur myndar tengsl og kysi ef til vill stundum að hafa meiri tíma með unglingnum við undirbún- ing en dagsettur fermingardagur ákveður. Á fermingardaginn segja börnin JÁ við Jesú og meina það, en við forgangsröðun verkefna á yngri árum getur trúarlífið orðið út- undan og þá er hættan sú að viðkomandi hafni Guði eða geri sér sína eigin guðsmynd. Sterk barnatrú getur varð- veist sé hún ræktuð og að henni hlúð. Ferm- ingin á ekki að vera „lokapróf“ heldur „inn- tökupróf“ kristins lífs- máta þar sem Biblían er áttavitinn. Hver og einn er ábyrgur fyrir sínum trúarvexti og þeir sem ganga í trúnni með snuðið og pelann fram á elli ár geta í barnaskap sínum opnað fyrir óæskilegum áhrifum frá öðrum trúarbrögðum, sem leiðir til hjá- guðadýrkunar. Fólk sem slær slöku við bænir, lestur Biblíunnar og ræktar ekki kristið trúarsamfélag býður hættunni heim. Huggun er að í hvaða trúarlegri stöðu sem menn eru, er Jesús jafnan nálægur, að frelsa þá sem til hans leita í iðrun og bæn. Hjálpræðið í Jesú Kristi er einstætt fyrir kristna trú, Jesús gætir sjálfur dyranna og girðir lóð- ina. Jesús segir: „Ég er dyrnar, Sá sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga“ (Jh 10:9). „Hver sem ekki er með mér, er á móti mér,og hver sem safnar ekki saman með mér, hann sund- urdreifir“ (Mt 12:30). „ Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig“ (Jh 14:6). „Hvern þann sem kannast við mig fyrir mönnunum, mun ég við kannast fyrir föður mínum á himn- um. – En þeim sem afneitar mér fyrir mönnunum, mun ég afneita fyrir föður mínum á himnum“ (Mt 10:32-33). Jesús Kristur lét ekki krossfesta sig upp á grín. Hann var að gefa mannkyninu mótefni gegn banvæn- asta og hættulegast sjúkdómi sem á manninn herjar „SYNDINNI“. Þetta „lyf“ greiddi hann fyrir með blóði sínu og hvar er þetta lyf að finna, er það selt í apótekum? Nei, það er á „lyfseðli“ sem við fyllum út sjálf í játningu og trú, samfara iðr- andi hjarta og má vera bæntexti þessum líkur: „Drottinn Jesús, ég játa þig sem frelsara minn og lausn- ara og bið þig að gefa mér iðrun í hjarta svo ég geti í trú tekið við þeirri gjöf að þú varst krossfestur vegna synda minna svo að ég megi lifa með þér á himnum þegar jarð- vist minni líkur. Dauði þinn á kross- inum á Golgata er sú fórn sem ég játa mér til hjálpræðis og trúi í hjarta mínu að gefi mér nýtt líf“. Það eru engin grá svæði hjá Jesú. Hann kærir sig greinilega ekki um neitt samstarf við Allah eða Búdda. Hann einn getur boðið upp á veginn sem liggur til eilífs lífs. Jesús breyt- ist ekki til hlýðni við menn, en menn breytast til hlýðni við hann. Ég bið Íslendingum guðs friðar. Vík frá mér, Satan Eftir Ársæl Þórðarson Ársæll Þórðarson » Það eru engin grá svæði hjá Jesú. Höfundur er húsasmiður. Þann 30. ágúst sl. birtist grein í Morg- unblaðinu undir nafn- inu „„Vinir“ Ísraels mættu hugleiða varn- aðarorð Noams Chomskys“ eftir Ara Tryggvason, meðlim í Félaginu Ísland- Palestína. Vandinn sem Chomsky telur Ísrael vera í stafar hins veg- ar af aðgerðum Arabasambandsins OIC sem heildar, sem eru nú að leika þann sama leik og framinn var gagnvart Serbum að því er varðar Kósóvó, en það var að gera Kósóvó að sjálfstæðu ríki í gegn um samþykktir SÞ. En málum er nú orðið þar svo háttað að músl- íma- og kommúnistablokkin ræður öllu sem þar gerist. Það sem ekki tókst með hern- aðaraðgerðum araba og engar lík- ur eru til að gerist í náinni framtíð er að arabar hafi hernaðarsigur gegn Ísrael. Mennt- unarstigi þeirra er þannig háttað að þeir hafa lengst af verið ófærir um að standa í hátæknivæddu stríði, enda íslömsk hug- myndafræði ekki þekkt fyrir að byggja á rökrænum hugs- unum, sem eru lyk- ilatriði í nútímahern- aði. Vilja fá landið á silfurfati Með öðrum orðum, arabar vilja nú ná því landi aftur sem þeir töp- uðu í 6 daga stríðinu árið 1967 með aðgerðum SÞ fyrir tilverknað atkvæðablokka kommúnista og múslíma þar. Nýtt stríð þora þeir ekki að leggja í einfaldlega vegna óttans um að tapa stórum hluta Líbanons, Sýrlands, Jórdaníu og Egyptalands. Arabar hafa því látið sér nægja að láta eldflaugaregn dynja stöðugt á suðurhluta Ísraels nótt sem nýtan dag. Áhrifin eru fremur sálræn en hernaðarleg, þar sem sífelldar sprengingar halda vökum fyrir börnum, öldruðum og konum. En hver er annars þessi Noam Chomsky fyrir utan að vera mál- vísindamaður? Er hann vinur Ísr- aels og líklegur til að gefa þeim hollráð? Vinir Noams Chomskys óvinir Ísraels Um önnur áhugamál Chomskys ætla ég að leita í smiðju Melanie Phillips, rithöfundar bókarinnar „The World Tuned Upside Down“ sem kom nýlega út. Þar segir um Chomsky og sálufélaga hans á bls. 182: „Á meðan fordómar gegn Ísrael og gyðingum er hnattrænir, þá er það einnig og sér í lagi einkenni menntastéttarinnar. Það fer áber- andi saman við menntun og fé- lagslega stöðu. Því hærra, sem menn eru staddir í þeim skala því illskeyttari og öfgafyllri eru for- dómarnir. Í Bretlandi, sameinast þeir í íhaldssömum „Miðstéttar- Bretum“ og frjálslyndum sófa-, borgaralegum samfélögum. Í Bandaríkjunum nær það frá Noam Chomsky, öfga-vinstri-sinna, í gegnum fyrrverandi forseta Demó- krataflokksins, Jimmy Carter, til John Mearsheimer og Stephen Walt á hinum „nýja raunsæja“ hægri armi. Á blaðsíðu 214-215 segir Mrs. Phillips eftirfarandi um Chomsky: Sumir vinstrisinnar hafa ekki látið sér nægja að ganga samhliða íslamistunum, en hafa gengið bók- staflega í flokk þeirra. Þannig hef- ur hinn fyrrverandi öfga-vinstri- sinnaði borgarstjóri London, Ken Livingstone, opinberlega faðmað Sheikh Yusuf al-Qaradawi, hið lög- lega yfirvald Múslímska bræðra- lagsins, sem hefur opinberlega stutt íslamska hryðjuverka- starfsemi, haft í orði öfgafulla for- dóma í garð gyðinga og réttlætt aftöku samkynhneigðra undir ísl- amskri stjórn og heimilisofbeldi gegn konum. Í maí 2006, ferðaðist Noam Chomsky til Beirut og um- faðmaði Sheikh Hassan Nasrallah, yfirmann Hezbollah, sem hvað eft- ir annað hefur hvatt til eyðilegg- ingar Bandaríkjanna. Árið 1983 myrti Hezbollah 241 bandaríska sjóliða í Líbanon ásamt með fjölda Ísraelsmanna og gyðinga – en það voru atvik sem Chomsky skil- greindi sem „réttlætanlegar fæl- ingar gegn árás.““ Ég held að engir vinir Ísraels muni leita til Chomskys um holl- ráð. Hans ráð eru óráð, og engum til gagns nema arabískri heims- valdastefnu. Ari vitnar í fimm egypska lög- reglumenn sem féllu syðst í Ísrael við innrásaraðgerðir inn í Ísrael. Þessir „lögreglumenn“ reyndust vera nýsloppnir úr fangelsi Múb- araks, Egyptalandsforseta, fyrir landráðastarfsemi og höfðu stolið einkennisbúningum lögreglunnar og laumast inn í Ísrael undir fölsk- um forsendum. Þaðan létu þeir skothríð dynja á vegfarendum. Eftir Skúla Skúlason » Chomsky er vinur Nasrallah, forseta Hezbollah ásamt Sheikh Yusuf al-Qaradawi, lög- legu yfirvaldi Mús- limska bræðralagsins, báðir svarnir óvinir Ísr- aels. Skúli Skúlason Höfundur er þýðandi og bloggari. Noam Chomsky vinur Ísraels? smáauglýsingar mbl.is býður áskrifendum á völlinn A LANDSLIÐ KVENNA ÍSLAND – NOREGUR 17. september kl. 16:00 Laugardalsvöllur – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 Fyrstu 50 áskrifendur fá 2 miða á leik Íslands og Noregs. Sækja þarf miðana í afgreiðslu Morgunblaðsins í Hádegismóum 2. Framvísið moggaklúbbskortinu við afhendingu. KORTIÐ GIL DIR TIL 30.09.2011 – MEIRA F YRIR ÁSK RIFENDU RMOGGAKLÚB BURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.