Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 10
Mér virðist heimurinn stundum snúast meiraen góðu hófi gegnir um megrun, eða rétt-ara sagt útlit. Í kjölfar þess að ég las bókina Lýtalaus um daginn og skrifaði gagnrýni um fór ég að velta því fyrir mér hvort ungt kvenfólk hugsaði um fátt annað en megrun. En megrunartalið í umræddri bók fór alveg með mig eins og lesa má í dómnum sem birtist hér í blaðinu fyrir viku síðan. Ég fór að spyrja kvenfólk í kringum mig út í þetta og komst að því að heimur mjög margra yngri kvenna snýst um útlitið og að missa nokkur kíló. Dagurinn hefst á „feitunni“ eða „ljótunni“ og svo er byrjað að telja. Fyrst eru það kalóríurnar í morgunmatnum og svo há- degismatnum og áfram í hverri máltíð yfir daginn. Þá er farið í ræktina og talið hve miklu af kalóríum er brennt. Kvöldið fer svo í að fá samviskubit og ógeð á sjálfum sér yfir að hafa fengið sér eina súkkulaðikökusneið í sauma- klúbbnum. Þegar í rúmið er komið er því svo heitið að standa sig betur í megruninni á morgun. Vissulega eru þeir margir sem eru of feitir og þurfa að grenna sig og allir hafa gott af því að hugsa um heilsuna en ekki svo að það heltaki líf- ið. Það er líka ekkert samasemmerki á milli megrunar og hreysti eða hamingju. Megrunartal er eitt af því leið- inlegasta sem ég veit og fólk sem er gagntekið af því hvað það er mörg kíló og hvað það borðar finnst mér líka yfirleitt leiðinlegt. Það á að borða hollt og af skynsemi án þess að þurfa að hugsa út í það. Lífið er stutt og hver nennir að eyða því í að fá samviskubit yfir hverjum súkkulaðibita? Fjölmiðlar mega líka eiga það að þeir ýta undir þá ímynd að allir eigi að vera í sífelldri megrun. Það er farið í megrunarkeppni og hverja forsíðuna á eftir annarri prýða konur sem hafa misst þrjátíu kíló á þremur árum. Þetta virðist vera mikið les- ið en ekki þó af mér. Ég fæ hroll af fyrir og eftir mynd- um og megrunarráð stjarnanna gefa mér grænar bólur. Hef ég þá aldrei farið í megrun, fæ ég þá aldrei „fit- una“? Það kemur fyrir en ég slæ þá hugsun frá mér um leið og hún bankar uppá. Ég gæti örugglega verið fimm kílóum léttari með strangara mataræði og meiri hreyf- ingu. En mér finnst ég ekki þurfa á því að halda, ég er í kjörþyngd og ég borða það sem mér sýnist þegar mér sýnist. Ég kann ekki einu sinni að telja kalóríur og veit ekki hver eðlilegur dagskammtur af þeim er. Allt í kringum mig finnst mér konur stunda þá íþrótt að rífa sig niður og vilja fá alla í það með sér. Mér finnst ég stundum vera eina konan sem er ánægð með lík- ama sinn en það má ekki segja, því það er eins og það sé skömm að vera sáttur við sjálfan sig. Ég biðla því til kynsystra minna um all- an heim að hætta að hugsa um megrun og mat. Ekki vera samt með græðgi; hófsemi og heilbrigð skynsemi er lykillinn. Fáið ykkur eftirrétt þegar þið farið út að borða, bjór um helgar og mat í föstu formi í staðinn fyrir fljótandi í hádeginu. Ekki vera eins og þurrar kjúklingabringur, skemmtið ykkur aðeins. Lífið er of stutt til að telja kalóríur og kíló. »Allt í kringum mig finnst mér konurstunda þá íþrótt að rífa sig niður og vilja fá alla í það með sér. HeimurIngveldar Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Á vefsíðunni urbandictionary.com er að finna breskt slangur af ýmsu tagi. Sumt er kjánalegt, annað dónalegt en margt bara einfaldlega mjög fynd- ið. Það getur verið ágætt að slá um sig með skemmtilegu útlensku slangri t.d. á Facebook. Útlenskir vin- ir þínir eiga örugglega eftir að verða gapandi yfir fjölbreyttum orðaforða þínum. Svo má líka bara sletta þessu saman við íslenska orðaforðann og jafnvel þá íslenska slangrið. Það er jú alltaf best að hafa hið ástkæra, ilhýra í huga og reyna að vernda það. Eitt sem má finna á vefsíðunni er „bag texting“ eða tösku sms. Það er tilvalið að nota ef þú ert úti með vin- um, þarft að senda sms en vilt ekki vera dónaleg/ur. Þá er bara að þykjst vera að leita að einhverju ofan í tösk- unni en vera í raun að skrifa sms. Hér er ágætt að hafa hraðar hendur til að tösku smsið verði ekki of áberandi. Vefsíðan www.urbandictionary.com Dónaskapur Þessi ætti frekar að setja símann ofan í töskuna sína. Fyndið og dónalegt slangur 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fuglaáhugamenn Hér eru þeir Anton Ísak og Alex Máni á ljósmyndasýningu Fuglaverndar. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is V inirnir Alex Máni Guðríð- arson og Anton Ísak Óskarsson kynntust í gegnum sameiginlegt áhugamál sem er fugla- ljósmyndun. Þeir eiga báðir myndir á ljósmyndasýningunni Fuglablik sem nú er í Ráðhúsi Reykjavíkur og er á vegum Fuglaverndar en þeir eru meðlimir í félaginu. Þeir eru lang- yngstir þeirra sem eiga myndir á sýningunni. Alex er 14 ára og býr á Stokkseyri en Anton er 15 ára og býr í Reykjavík. Alex hefur haft mikinn áhuga á ljósmyndun frá því hann var mjög ungur en segist ekki hafa farið að mynda fugla „fyrr en“ hann var sjö ára. „Þá var ég að prófa mig áfram með litla filmuvél með lítilli linsu en ég fékk mér stóra góða vél fyrir nokkrum árum, enda er nauð- synlegt að vera með góðar græjur ef mynda á fugl svo vel sé. Við erum báðir búnir að koma okkur upp alveg eins vél og alveg eins linsu, Canon 7D og 400 mm linsu, en það hentar vel í fuglaljósmyndun.“ Erfitt að ná góðri mynd Anton hefur ekki verið eins lengi að í fuglaljósmyndum og Alex, hann byrjaði að mynda fugla fyrir einu og hálfu ári. „Ástæðan fyrir því að ég fór að mynda fugla er sú að mér finnst þeir vera skemmtileg dýr og áhugaverðir. Og það er ögrandi og erfitt að taka góðar myndir af fuglum. Ég verð mjög glaður ef ég næ mynd af sjaldgæfum fugli eða einhverjum sem er mjög erfitt að nálgast til að ná mynd. Því fylgir sig- urtilfinning að fanga flott augnablik þegar fuglarnir eru á mikilli hreyf- ingu og í einhverju ati. Eins og til dæmis þegar ég tók myndina af kríu með síli í gogginum, fljúgandi rétt yfir vatnsfletinum. Ég er rosalega ánægður með þá mynd og hún er Gaman og ögrandi að mynda fugla Þeir hafa óbilandi áhuga á fuglum og þeir hafa myndað hundrað tegundir íslenskra fugla. Þeir fyllast sigurtilfinningu þegar þeir fanga óskaaugnablik. Þeir eru yngstu þátttakendurnir á ljósmyndasýningu Fuglaverndar sem nú stendur yfir. Hin árlega Oktoberfest stendur nú yfir í Háskóla Íslands og í kvöld fer hin eiginlega Oktoberfest fram með mottu- og bún- ingakeppni. Nú er tæki- færið til að dressa sig upp og mæta í sem flottustum búningi. Í kvöld mun einn- ig Lúðrasveit verkalýðsins leika og frá klukkan 23 mun ofurbandið Tanzen gera allt vitlaust. Heldur gleðin síðan áfram fram eftir nóttu. Ættu skemmt- anaþyrstir einstaklingar að geta byrjað helgina með trompi á Oktober- fest. En gleðin heldur síð- an áfram annað kvöld með tónleikum og almennri gleði. Endilega ... ... skellið ykkur á Oktoberfest Morgunblaðið/Ernir Bjórhátíð Meyjar munu skenkja gestum öl. Það er spennandi árstími framundan í tískuheiminum en nú er kynnt vor- og sumartískan fyrir næsta ár, enda eru tískuhönnuðir alltaf nokkrum skrefum á undan okkur hinum. Tískuvikur eru nú haldnar í helstu stórborgum heimsins og nýverið var kynnt á tískuvikunni í New York nýj- asta línan frá hönnuðinum Tory Burch. Hún hannar fatnað jafnt sem fylgihluti, til að mynda skrautlegar töskur í ýmsum litum og mynstrum. Töskurnar eru í meðalstærð sem er gott fyrir dömurnar enda er algjört vesen að vera með of litla tösku. Burch er bandarískur hönnuður og varð fyrst þekkt árið 2004, en Op- rah Winfrey hefur meðal annars keypt hönnun hennar. Myndband af nýjustu línu Burch og fleiri myndir má sjá á vefsíðu hennar www.toryb- urch.com. Tískuvikur Litríkar töskur hönnuðarins Tory Burch kynntar í New York Reuters Litagleði Þessi samsetning er sumarleg þó hún sé úr haustlínunni. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.