Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Borgar sig að rannsaka svik  Bóta- og tryggingasvik fara vaxandi í Noregi og líklegt að sama sé að gerast hér Kristján Jónsson kjon@mbl.is Samtök fjármálafyrirtækja, SFF, efndu í gær til ráðstefnu um vátryggingasvik og voru frummæl- endur fjórir norskir sérfræðingar. Fram kom í máli Hans-Jacobs Anonsen, sérfræðings hjá syst- ursamtökum SFF í Noregi, að fjárhæðirnar skiptu tugmilljörðum ísl. kr. og norsk trygginga- félög hefðu fjölgað rannsakendum sínum úr 23 ár- ið 1997 í 65 á þessu ári. Alls hefðu verið upplýst um 802 svikamál í fyrra, flest á sviði líftrygginga. Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Trygg- ingastofnunar ríkisins, tók þátt í fundinum. Er vit- að hvert umfang svika er hér á landi? „Nei, en við getum dregið ályktanir af könn- unum og reynslu annarra,“ segir Sigríður Lillý. „Oft er talað um að hlutfall svika sé um 4% af heildinni, aðrir hafa farið alveg niður í hálft pró- sent. En hvor talan sem er notuð þá eru þetta miklir peningar. Norðmennirnir sögðu að fyrir hverja krónu sem varið væri í rannsókn á svikum fengjust fimm inn. Það er engin ástæða til að ætla að við séum ekki svipuð og aðrar þjóðir í þessum efnum. Við sjáum sífellt stærri tölur hjá okkur ár frá ári, með sífellt fleiri mál til rannsóknar.“ Sigríður sagði að verja þyrfti meiri vinnu í rann- sóknir á bóta- og tryggingasvikum hér. „Við erum núna með tvo í fullu starfi við þetta og einn í hálfu. Við komumst ekki yfir það sem við teljum að þyrfti að gera en það er auðvitað hagræðingarkrafa á öll- um stofnunum.“ „Norðmennirnir sögðu að fyr- ir hverja krónu sem varið væri í rannsókn á svikum fengjust fimm inn.“ Sigríður Lillý Baldursdóttir. „Loksins tókst þetta,“ sagði Ómar Þ. Ragnarsson fréttamaður um mynd sem hann náði úr flugvél í fyrradag. Hún sýnir Kollóttudyngju fremst, svo fjalladrottninguna Herðubreið og við hlið hennar Herðubreiðartögl. Fjærst rís Snæfellið, hæst íslenskra fjalla utan jökla. Kollóttadyngja er ein af mörgum dyngjum á einu mesta dyngjusvæði heims. Venjulega fellur hún inn í svart landslagið að sumri og hvítt að vetri en í fyrradag skar hún sig úr vegna fölsins sem fallið var á dyngjukollinn og sást mjög greinilega. Dagur íslenskrar náttúru er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, en hann ber upp á fæðingardag Ómars Þ. Ragnarssonar, 16. september. Deg- inum verður fagnað með fjölbreyttri dagskrá víða um land. »12 gudni@mbl.is Fjalladrottningin og hirð hennar Ljósmynd/Ómar Þ. Ragnarsson Bandaríkin munu ekki beita Íslend- inga viðskipta- þvingunum vegna hvalveiða, en áfram verður þrýst á að hval- veiðum verði hætt. Þetta kom fram í skýrslu Baracks Obama, forseta Banda- ríkjanna, til fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings í gærkvöldi. „Aðgerðir Íslendinga ógna vernd- un dýra í útrýmingarhættu og grafa undan fjölhliða tilraunum til þess að tryggja verndun hvala um allan heim. Hvalveiðar Íslendinga í at- vinnuskyni og viðskipti með hvala- afurðir draga úr gildi verndaráætl- ana,“ sagði forsetinn við þingmenn. Sagðist hann ekki ætla að fara fram á það við fjármálaráðherra Bandaríkjanna að setja við- skiptatakmarkanir á íslenskar vörur. Þess í stað beinir Obama því til embættismanna hvort rétt sé að ferðast til Íslands og ræða hvalveiði- mál við Íslendinga þegar þeir eru þar staddir. Gary Locke, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, benti sérstaklega á Ísland samkvæmt svonefndu Pelly- ákvæði, vegna hvalveiðanna. Pelly- ákvæðið er hluti af þarlendri löggjöf um friðun sjávardýra og samkvæmt því geta Bandaríkin beitt þau lönd viðskiptaþvingunum sem brjóta gegn því. Engar viðskipta- þvinganir Barack Obama Þó þrýst á Íslendinga Guðmundur Steingrímsson alþing- ismaður hefur að undanförnu átt í við- ræðum við ákveðna fulltrúa Besta flokksins og ákveðna meðlimi úr stjórnlagaráði um hugsanlega stjórn- málasamvinnu á landsvísu. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru þessar umræður ekki langt á veg komnar og þegar Morg- unblaðið spurði Guðmund Stein- grímsson um málið í gær, þ.e. hvernig viðræðurnar gengju, vildi hann hvorki játa því né neita að slíkar viðræður stæðu yfir. Hann sagði ótímabært að tjá sig um málið. agnes@mbl.is Viðræður við Besta flokkinn Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í utanríkis- málanefnd hafa tilkynnt forseta Al- þingis að þeir geti ekki tekið þátt í ferð nefndarinnar til Evrópulanda ef þingstörfum ljúki ekki fyrir helgi. Ferðin á að hefjast eftir helgi. Fleiri þingmenn ætla einnig út í næstu viku vegna Norðurlandaráðsfunda. Ragnheiður Elín Árnadóttir, for- maður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði að þing- menn hefðu skipulagt tíma sinn í næstu viku í sam- ræmi við starfsáætlun Alþingis. Búið væri að skipuleggja ferð utanríkismálanefndar, ferðin á að vara alla næstu viku. „Við fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í utanríkismálanefnd munum ekki fara í þessa ferð ef þingið er hér allt í hers höndum.“ Evrópuför í uppnámi? UTANRÍKISMÁLANEFND OG ÞINGSTÖRFIN Ragnheiður Elín Árnadóttir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra staðfesti á Al- þingi í gær blaðafregnir þess efnis að hann hefði sett fyr- irvara í ríkisstjórn við frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um breytingar á stjórnarráðinu. Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra gagnrýndi einnig frum- varpið í umræðunum í gærkvöld. „Það hefur áður komið fram og sá fyrirvari stendur enn,“ sagði Ögmundur. „Þetta mál hefur átt sér langan aðdraganda og það er að sannast í þessu máli eins og með ávextina að því betri verða þeir þeim mun betur sem þeir fá að þroskast. Og sú gagnrýni sem ég setti fram á sínum tíma við skýrslu Gunnars Helga Kristinssonar prófess- ors, sem þetta frumvarp er unnið upp úr, er þungamiðjan í minni gagnrýni á frumvarpið, það er að segja aukin mið- stýring innan stjórnarráðsins. Ég er andvígur henni og hef gagnrýnt það.“ Ráðherrann sagði að mjög mikilvægt væri að tryggja víðtæka sátt um skipan stjórnarráðsins og samskipti ríkisstjórnar og Alþingis. Ekki tókst að ljúka þingi í gærkvöld og stóðu fundir enn þegar blaðið fór í prentun. kjon@mbl.is Ögmundur gagnrýnir stjórnarráðsfrumvarpið  Segir það auka miðstýr- ingarvald forsætisráðherra NÝTT KORTATÍMABIL ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is einfaldlega betri kostur Brauð með hangikjöti. 490,- SMURT BRAUÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.