Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 18
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Unnendur góðs bjórs hafa ástæðu til að kætast í dag því nú má finna nýj- an íslenskan bjór í kælum vínveit- ingahúsa. Þrír Bandaríkjamenn standa að baki Einstök Beer og stefna á heimsyfirráð. „Föstudaginn 16. desember á bjórinn að vera fáanlegur á völdum stöðum. Við vonumst til að hafa lokið samningum við ÁTVR innan skamms og að hægt verði að fá Ein- stök í vínbúðum 1. október,“ segir Jack Sichterman, talsmaður hóps- ins, og bætir við að áður en árið er á enda verði búið að setja þrjár teg- undir af Einstök-bjór á markað. Upphafið að bjórævintýrinu var að einn þremenninganna, Bernard LaBorie, lagði af stað í heimsreisu til að finna heimsins besta vatn. „Hann langaði að búa til nýtt vörumerki í drykkjarvatnsbransanum og varði mörgum árum í að leita, bókstaflega út um allan heim, að besta vatninu. Leitin endaði á Íslandi, og í fram- haldinu hafði Bernard samband við mig og David Altshuler um að taka þátt í að framleiða nýtt hágæða drykkjarvatnsmerki,“ útskýrir Jack. „Þetta var árið 2006, en áætlanir okkar breyttust í lok árs 2007 þegar fór að bóla á samdrætti á öllum helstu mörkuðum. Við sáum fram á að væri ekki lengur fýsilegt að koma með lúxusvatn á markað við þær að- stæður. Það getur vel verið að við tökum aftur upp þráðinn síðar, en í bili var vatnið lagt á hilluna.“ Við undirbúning vatnssölunnar höfðu félagarnir m.a. heimsótt Víf- ilfell og Víking-brugghúsið á Akur- eyri. „Við smökkuðum hjá þeim bjórinn og vorum hissa á að fyrir- tækin væru ekki að leggja meiri kraft í útflutning. Íslenskur bjór býr nefnilega yfir mörgum einkennum sem aðrir bjórframleiðendur falsa. Oft er t.d. lítil innistæða fyrir full- yrðingum bjórframleiðenda um hreinleika vatnsins eða þeirri karl- mannlegu ímynd sem þeir reyna að skapa í kringum bjórtegundina sína, en hér á Íslandi er þetta allt til stað- ar og meira til.“ Bjór fyrir smekkmenn Jack segir þremenningana hafa séð mikil tækifæri fyrir íslenskan bjór á erlendum mörkuðum og ákveðið að láta slag standa. Þeir ætla samt ekki að keppa við risa eins og Carlsberg og Budweiser: stefnan er sett á svokallaðan craft beer- markað, sem á íslensku mætti kalla handverksbjór. Framleiðslan er í hlutfallslega litlu magni en nostrað við bjórinn og reynt að höfða til þeirra sem hafa ástríðu fyrir góðum og blæbrigðaríkum bjór. Að sögn Jacks eru margir þættir sem munu styðja við markaðssetn- ingu Einstök. „Gæði vatnsins hafa sitt að segja með gæði bjórsins og það spilar með öðrum innihaldsefn- um til að skapa gott bragð. Þá er næsta víst að Einstök verður eini bjórinn fáanlegur á mörkuðum okk- ar erlendis þar sem ekki hefur þurft að dauðhreinsa vatnið fyrir fram- leiðslu,“ segir Jack en bruggunin fer fram hjá Víking á Akureyri. „Upp- skriftin er í höndum Baldurs Kára- sonar, bruggmeistara Víking. Hon- um hefur tekist ákaflega vel til og nýtt alla sína víðtæku þekkingu við bruggunina.“ Sterkasti meðbyrinn segir Jack samt að komi til af þeirri ímynd sem Ísland hefur. „Bjórframleiðendur reyna t.d. iðulega að tengja tegundir sínar við fallegt fólk. Oftast er þar um algjöra glansmynd að ræða, en í tilviki Íslands er mikil innistæða fyr- ir þess konar tengingu. Ekki aðeins er fólkið í landinu ákaflega mynd- arlegt, heldur líka með gott innræti, almennilegt og ævintýragjarnt.“ Með augastað á vaxandi geira Góð ástæða er fyrir því að fram- leiðendur Einstök einblína á hand- verksbjórs-markaðinn. Síðustu ár hefur mátt sjá mikinn vöxt í þeim hluta bjórgeirans og sístækkandi hópur neytenda sem sækist eftir öðruvísi bjór og meiri fjölbreytni í drykkjarúrvali. „Þetta er ekki fólk sem kaupir alltaf sama bjórinn og á kippu inni í ísskáp, heldur hefur þessi hópur gaman af að halda upp á margar tegundir með ólíka eigin- leika. Þetta er fólk sem ber saman bækur sínar við bjórunnendur í vinahópnum og hreykir sér jafnvel af að vera fyrst til að uppgötva spennandi nýja tegund á markaðin- um.“ Jack segir líka mikilvægt að geta farið hægt í sakirnar með smárri framleiðslu fyrst um sinn. Félagarn- ir vilja ekki fara fram úr sjálfum sér og geta staðið við allar skuldbind- ingar. Ekki er samt þar með sagt að markið sé sett lágt. „Við byrjum á Íslenska markaðinum enda finnst okkur Íslendingar eiga það skilið að vera fyrstir til að gefa álit sitt á þes- um nýja bjór. Fljótlega munum við hefja sölu á Bretlandsmarkaði og í október mun Einstök fást í Kaliforn- íu og í framhaldinu í Illinois á Chi- cago-svæðinu. Bara á þessum fyrstu markaðssvæðum sem við veljum náum við til um 40 milljóna manns,“ segir Jack. „Spár gera ráð fyrir að við munum fyrst um sinn nota um þriðjung af framleiðslugetu Víking- verksmiðjunnar, en ef markaðurinn tekur mjög vel við vörunni er senni- legt að við þurfum að gera aðrar ráð- stafanir – en það verður seinni tíma vandamál.“ Jack reiknar með að verkefnið dæli nokkrum tugum milljóna króna inn í hagkerfi Íslands næstu mánuði, en gangi allt að óskum býst hann við að framleiðslan verði mun umfangs- meiri. „Við ætlum okkur að búa til vörumerki sem verður þekkt um all- an heim. Eftir þrjú til fimm ár vilj- um við að Einstök Beer sé orðin þekktasta útflutningsvara Íslands. Við ætlum að kenna öllum heiminum að segja „skál“.“ Byggja á ímynd Íslands  Bandarískir viðskiptamenn brugga íslenskan bjór til útflutnings  Bjórinn verður kominn til 40 milljóna neytenda á næstu mánuðum  Hyggjast gera vörumerki sem verður þekkt um allan heim 18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011                                          !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +.0-0/ ++1-++ 2+-3.0 24-//5 +1-30 +02-1+ +-,+22 +.2-13 +/4-4+ ++/-+3 +.0-.+ ++1-3, 2+-,3/ 24-10 +1-3.+ +00-4. +-,+// +.0-2. +/4-3/ 2+,-1,3. ++/-32 +.3-2/ ++1-15 2+-/45 24-15+ +1-,02 +00-3, +-,2+ +.0-.2 +/4-5+ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Þremenningarnir sem standa að framleiðslu Einstök eru engir aukvisar á sviði viðskipta. Bernard LaBorie er mikill reynslubolti úr lúxusvörugeir- anum. Hann hefur m.a. starfað mikið við markaðs- setningu úrvalsvína, var í stjórn einnar virtustu víngerð- ar Kaliforníu og var þar áður hjá konínaksframleiðandanum Rémy Martin. David Altshul er er lögfræðingurinn í hópnum. Hann þyk- ir útsmoginn viðskiptamaður, með góðan skilning á mörkuðum og fjárfestingarmöguleikum, enda á hann að baki langan feril við ráðgjöf sprotafyrirtækja. Jack Sichterman er auglýsingagúru. Hann rekur eigið auglýsingafyrirtæki og hefur m.a. sinnt verkefnum fyrir bjórrisann Miller og vínrisann Gaja Wines. Auk þess að leggja eigið fé og tíma í verkefnið njóta þeir Jack, Bernard og David liðssinnis öflugs fjárfestis, konu sem ekki vill láta nafns síns getið. Stórhuga Félagarnir Bernard, Jack og David vonast til að gera Einstök að þekktustu útflutningsvöru Íslands. Föstudaginn 30. september kemur út glæsilegt sérblað um hannyrðir, föndur og tómstundir sem fylgja munMorgunblaðinu þann dag –– Meira fyrir lesendur SÉ R B LA Ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 26. eptember Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Han nyrð ir, fö ndur & tó mstu ndir MEÐAL EFNIS: Hannyrðir Skartgripagerð Jólakortagerð Útsaumur Prjón og hekl Málun Bútasaumur Módelsmíði Rætt við fólk sem kennir föndur Rætt við þá sem sauma og selja föndurvörur Föndur með börnunum og þeim sem eldri eru Ásamt fullt af öðru spennandi efni Hannyrðir, föndur & tómstundir Mennirnir á bak við bjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.