Morgunblaðið - 16.09.2011, Page 37

Morgunblaðið - 16.09.2011, Page 37
Svava Björnsdóttir opnar sýningu á nýjum verkum í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi á laugardag kl. 15.00. Tvítug að aldri hóf Svava listnám í Listaháskóla Parísarborgar og stundaði síðan nám við Listahá- skólann í München. Hún vinnur verk sín í pappírsmassa, steypir þau úr hráu pappírsbeðmi. Fyrir vikið eru sum þeirra fyrirferðarmikil og hafa einkenni rýmisverka en önnur verk virka eins og sambland af skúlptúr og málverki. Aðspurð hvers vegna pappírinn hafi orðið fyrir valinu segir hún ekki gott að svara því afdráttar- laust, en það sé margt við pappír sem heilli hana, þar á meðal léttleiki og kæruleysi. „Einhvernveginn hefur pappírinn orðið mitt efni, einhvern- veginn höfum við orðið samferða.“ Svava segist yfirleitt vinna sýn- ingar inn í sýningarrými og þegar af- ráðið var með sýninguna í vor segist hún hafa byrjað að velta verkunum fyrir sér, hvernig þau ættu að vera og hvernig sýningin myndi falla inn í rýmið. Hún tekur það fram að það sé sérstaklega gaman að fá að sýna í Listasafninu, enda sé rýmið af- skaplega fallegt. Yfirskrift sýningarinnar er Hryggjarstykki. Svava rekur söguna svo að Birgitta Spur í Listasafni Sig- urjóns hafi spurt sig í vor hvað sýn- ingin ætti að heita og það hafi vafist aðeins fyrir henni að finna nafnið, enda þyki henni alltaf svolítið erfitt að nefna sýningar. „Einhvern veginn kom þetta nafn svo til mín. Það er náttúrlega nafn á gömlu glötuðu handriti sem Snorri Sturluson nefnir og mér hefur alltaf þótt það furðu- legt að munkarnir sem skrifuðu handritin skuli hafa nefnt kon- ungasögur Hryggjarstykki. Það er í raun jafn absúrd í dag og fyrir hundruðum ára og gaman að end- urvekja nafnið, en verkin eru líka sett saman úr stykkjum og hanga í snærum og gætu þess vegna eins verið hryggsúla.“ arnim@mbl.is  Svava Björnsdóttir sýnir ný verk í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Hryggjarstykki Svövu í Laugarnesinu Léttleiki Svava Björnsdóttir sýnir verk sem unnin eru í pappírsmassa. MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Í kvöld kl. 20.00 opnar Katrín Ól- ína Pétursdóttir sýningu sem hún nefnir Miklimeir, í Spark Design Space á Klapparstíg 33. Á sýn- ingunni er töframaðurinn Mikli- meir kynntur til leiks og frásögn af honum útfærð á teppi. Verk- efnið er unnið í samstarfi við hið konunglega dúskafyrirtæki Århus Possementfabrik A/S og teppa- framleiðandann EGE í Dan- mörku. Sýningin stendur til 16. nóv- ember. Opið verður virka daga frá 10.00 til 18.00 og laugardaga frá 12.00 til 16.00. Töframaðurinn Miklimeir birtist Teppasaga Frásögnin af töframann- inum Miklameir útfærð á teppi. Fólkið i Kjallaranum – 9 Grímutilnefningar Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Íslenski dansflokkurinn 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Fullkominn dagur til drauma Fös 30/9 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Sun 9/10 kl. 20:00 Sun 23/10 kl. 20:00 Sun 30/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Svanurinn (Tjarnarbíó) Sun 6/11 kl. 14:00 Sun 13/11 kl. 14:00 Sun 20/11 kl. 14:00 Sun 27/11 kl. 14:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Gróska 2011 Fös 16/9 kl. 19:30 Lau 17/9 kl. 14:30 Höfundahátíð Félags leikrita og handritshöfunda Eftir Lokin Lau 29/10 kl. 20:00 Fim 3/11 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 20:00 Fim 17/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Lau 26/11 kl. 20:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 3/12 kl. 20:00 Svanurinn Sun 6/11 kl. 14:00 Sun 13/11 kl. 14:00 Sun 20/11 kl. 14:00 Sun 27/11 kl. 14:00 23 sept fös frums.uppselt 24 sept lau kl 20 25 sept sun kl 21 07 okt fös kl 20 08 okt lau kl 20 uppselt 09 okt sun kl 2 Hjónabandssæla Jazzblússoul Sálgæslan; Einar Scheving, Þórir Baldursson, Andrea Gylfadóttir og Sigurður Flosason. Sálgæslan leikur á veitingahúsinu Munnhörpunni í Hörpu á laugardag, en þá verða haldnir sjöttu tónleik- arnir í jazztónleikaröð Munnhörpunnar. Á þessum tón- leikum skipa Sálgæsluna söngkonan Andrea Gylfadótt- ir, saxófónleikarinn Sigurður Flosason, Hammond-orgelleikarinn Þórir Baldursson og trommuleikarinn Einar Scheving. Sérstakur gestur á tónleikunum verður gítarleikarinn Andrés Þór Gunn- laugsson. Stefán Hilmarsson Sálgæslufélagi er staddur erlendis og verður því ekki með á þessum tónleikum. Sálgæslan sendi nýverið frá sér plötuna Dauði og djöfull. Tónlist sveitarinnar er á mörkum jazz-, blús- og soultónlistar. Tónleikarnir hefjast kl. 15.00 og standa til 17.00. Aðgangur er ókeypis. Sálgæslan á Munnhörpunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.