Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Sýning á ljómyndaverkum eftir bandaríska myndlistarmanninn Philip Van Keuren verður opnuð í sal Íslenskrar grafíkur á laugardag kl. 15.00 og verður listamaðurinn viðstaddur opnunina. Philip Van Keuren hefur unnið sem myndlistarmaður frá árinu 1971, haldið fjölmargar einkasýn- ingar og tekið þátt í fjölda samsýn- inga bæði í Bandaríkjunum og á al- þjóðavettvangi. Hann hefur unnið til fjölda verðlauna og styrkja. Nýlega voru verk hans á pappír sem hann hefur unnið við sl. fjörutíu ár sýnd í samtímasafninu í Dallas í Texas og bók hans, Four Ways to Say Fare- well er í eigu Borgarbókasafnsins í New York. Ljósmyndirnar í Night Cometh eru hugsaðar sem einar og sér eða sem hluti af stórri heild en verkefn- inu lýkur ekki fyrr en með dauða listamannsins. Titill sýningarinnar, Night Cometh, er úr Biblíunni og er letraður á kirkjuklukku þar sem Van Keuren ólst upp, en textinn minnir hann á dauðleika mannsins. Heild Philip Van Keuren Það kem- ur nótt á laugardag  Ljómyndaverk eft- ir Philip Van Keuren Á sunnudaginn leggja þeir sam- an í púkk ten- órsaxófónleik- ararnir Ólafur Jónsson og Stef- án S. Stefánsson á Café Rosen- berg á Klapp- arstíg 25. Þeir fé- lagar hafa leikið saman lengi, lengst af með Stórsveit Reykja- víkur. Á dag- skránni er swing ættað frá Sonny Stitt, Sonny Roll- ins, Dave O’Higgins, Eric Alexander og fleiri saxófón- jöfrum. Meðleik- arar þeirra Ólafs og Stefáns eru píanóleikarinn Agn- ar Már Magnússon, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og trommuleik- arinn Einar Scheving. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Tenórarnir tveir á Rosenberg Stefán S. Stefánsson Ólafur Jónsson Signý Gunnarsdóttir signyg@mbl.is Gustaovo Dudamel er að öllum lík- indum sá maður sem hefur vakið mestan áhuga ungs fólks á klassískri tónlist um allan heim síðastliðin ár. Hann hefur útlit poppstjörnu og hreyfingar hans samræmast því. Hrokkið hár hans sveiflast í takt við tónlistina og ástríða hans fyrir starfi sínu er áhorfendum innblástur. Dudamel er á leið til Íslands og mun halda tónleika í Hörpu 18. sept- ember ásamt Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar. Hversu skært stjarna hans skín kom vel í ljós þegar um- boðsmaður hans athugaði símalín- una tvisvar áður en Morgunblaðið fékk viðtal við hann og blaðamanni var tilkynnt að viðtalið skyldi verða stutt og laggott þar sem herra Dudamel væri afar upptekinn. Í sím- ann kom aftur á móti rólyndislegur og ljúflyndur maður sem virtist geta gefið Morgunblaðinu allan sinn tíma. Efst í huga Íslendinga er oftast að fá sýn þeirra sem hingað koma á land og þjóð og því ekki úr vegi að falast eftir áhuga Dudamel á Íslandi. „Mér líst afskaplega vel á að koma til Íslands og er mjög spenntur yfir því. Það er mikill heiður fyrir okkur að fá að spila í Hörpu og að fá að deila tónlistinni okkar, sem við erum svo stolt af, með Íslendingum.“ Efn- isskrá tónleikanna hér á landi er af- ar forvitnileg og fengum við Duda- mel til að segja okkur örlítið frá henni. „Við erum með mjög fallega dagskrá með nýju sænsku verki sem að við munum frumflytja á morgun (14. sept.) í Gautaborg. Dagskráin okkar samanstendur af klassískri, rómantískri og nútímalegri tónlist. Það er að sjálfsögðu sænsk sál í tón- listinni sem við spilum en auðvitað örlítil rómönsk sál líka, frá mér kom- in. Ég hef líka alveg afskaplega gaman af klarinettleikaranum Mart- in Fröst. Hann er stórkostlegur tón- listarmaður og bara einstakur lista- maður á allan hátt.“ Þrjár fjölskyldur í þremur hljómsveitum Þar sem Dudamel er stjórnandi í þremur stórum hljómsveitum, Sin- fóníuhljómsveit Gautaborgar, Fíl- harmóníunni í Los Angeles og Sim- ón Bolívar Sinfóníunni er ekki úr vegi að spyrja hvort hann eigi sér ekki eftirlætishljómsveit. „Nei, ég á enga eftirlætishljómsveit, fyrir mér eru þetta fjölskyldur mínar þrjár. Ekki einungis tónlistarlega séð held- ur líka vegna mannlegra tengsla. Í raun og veru er ég mjög stoltur af því að vera hluti af öllum þessum hljómsveitum og þær eru auðvitað allar tengdar. Simón Bolívar er sprottin upp úr El Sistema og nú hefur El Sistema verið komið á fót bæði í Los Angeles og Gautaborg, þar sem ég hef starfað. El Sistema gefur hljómsveitunum svo mikla dýpt, félagsleg ábyrgð verður ekki eingöngu tónlistartengd heldur eru þátttakendur að deila lífsgildum, fegurð og næmi. Tengslin milli þess- ara hljómsveita eru því sérstök.“ Þegar Dudamel er inntur eftir því hvort hann langi aldrei til að setjast meðal hljómsveitarinnar og spila á fiðluna aftur hlær hann en svarar, „Ég get spilað á fiðlu en það hljómar ekki vel hjá mér. Ég spilaði reglu- lega þar til fyrir sjö árum en núna spila ég bara á hljómsveitirnar mín- ar.“ En skyldi þessi stórstjarna eiga sér eftirlætisminningu tengda tón- listinni? „Ég get ekki gert upp á milli þeirra, þær eru svo margar. Upp í hugann kemur fyrsta skiptið sem ég fór á tónleika, fyrsta skiptið sem ég spilaði með sinfóníuhljóm- sveit, fyrsta skiptið sem ég stjórnaði hljómsveit, þegar ég var útnefndur tónlistarstjóri í Venesúela eða þegar ég spilaði fyrst með Fílharmóníunni í Los Angeles. Ég á alveg hreint fullt af minningum. En sú sem er sér- stökust og líklegast mér kærust er þegar ég spilaði fyrst með sinfón- íuhljómsveit. Þegar ég sat í miðri hljómsveitarþvögunni og spilaði á fiðluna var þetta fyrir mig eins og að synda í hafsjó af ástríðu og draum- um. Maður lítur óneitanlega reglu- lega til upphafsins og hugsar; þetta er ástæðan fyrir því að ég er að þessu. Á þessum tíma létu mörg börn sig dreyma um að geta gert svona stóra hluti sem mér var kleift að gera.“ Spilar á hljómsveitirnar  Gustavo Dudamel og Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar spila í Hörpu á sunnu- dag  Klassísk, rómantísk og nútímaleg tónlist á tónleikadagskránni Ljósmynd/Anna Hult Spenntur Gustavo Dudamel líst afskaplega vel á að koma til Íslands. Elvar segir að þeir félagar hafi verið orðnir þreyttir á því að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast 40 » Þrátt fyrir að vera rétt þrítugur er honum lýst sem skærustu stjörnu klassískrar tónlistar í heiminum í dag. Gustavo Duda- mel er fæddur og uppalinn í Venesúela, var 10 ára þegar hann hóf fiðlunám. Fljótt byrj- aði hann að nema tónsmíðar og aðeins fjórtán ára byrjaði hann að læra tónlistarstjórn. Það er ógerlegt að telja upp alla sigra hans á tónlistarsviðinu en til að stikla á afar stóru er hægt að nefna að árið 1999 tók hann við Simón Bolívar sinfóníunni í Venesúela, 2006 bættist síðan Sinfóníuhljómsveit Gautaborg- ar við og 2009 Fílharmónían í Los Angeles. Gustavo Dudamel HLJÓMSVEITARSTJÓRINN Eftir að hafa horft upp á samlanda sína berjast við fátækt og skort á menntun fékk píanóleikarinn, hag- fræðingurinn og stjórnmálamað- urinn José Antonio Abreu þá hug- mynd að beita klassískri tónlist sem félagslegu hjálpartæki. Þetta var árið 1975 og setti Abreu á lagg- irnar El Sistema (Kerfið) sem byggðist á þeirri hugmyndafræði að gefa börnum úr fátækrahverfum færi á fríu tónlistarnámi, byggja tónlistarnámið á samspili fremur en einkakennslu og ná þannig fram aga, metnaði, samkennd og virð- ingu hjá börnunum. Það er skemmst frá því að segja að það sem byrjaði sem lítil og samfélags- lega falleg hugmynd hefur blómstr- að í öll þessi ár og breiðst út til fjölda annarra landa. Fyrir utan hversu mikið gott þetta hefur gert fyrir börnin, sem í dag eru mörg hver fullorðin og enn að spila, hef- ur þetta vakið áhuga almennings á klassískri tónlist svo um munar. Á vegum El Sistema eru 125 ungliða- hljómsveitir, 31 atvinnuhljóm- sveitir og 250.000 börn sem eru í reglubundnu tónlistarnámi. 90% af nemendunum koma úr heimi fá- tæktar og vegna aðstæðna sinna geyma þau hljóðfærin í skólunum svo þeim verði ekki stolið af heim- ilum þeirra. Simón Bolívar sinfóní- an samanstendur af afburða- nemendum El Sistema sem hefur farið sigurför um heiminn. Hvar sem hljómsveitin spilar undir stjórn Gustavo Dudamel er henni fagnað sem popphljómsveit og Dudamel er klárlega poppstjarnan. El Sistema – Kerfið Ljósmynd/Alfonso Ocando Sigurför Gustavo Dudamel og Símon Bólivar hljómsveitin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.