Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 40
Listamaður „Svo er þetta líka hugleiðing um íslenska listamanninn sem lætur sig dreyma inni á kaffihúsinu.“ eftir Fellini sem fjallar líka um mann í bransanum. Svo er þetta líka hugleiðing um íslenska listamannin sem lætur sig dreyma inni á kaffi- húsinu.“ Lokametrarnir Elvar segir að þeir félagar hafi verið orðnir þreyttir á því að bíða eftir því að eitthvað myndi gerast upp á styrki og slíkt og ákváðu því að kýla á þetta og gera bíómynd fyr- ir sem minnst. „Þetta byrjaði a.m.k. mjög ódýrt en við fórum að geta fjármagnað betur eftir því sem á leið. Við byrj- uðum á ódýrustu tökunum og end- uðum á þeim dýrustu. Upptökur hafa staðið yfir síðan sumarið 2010.“ Elvar segir að framleiðandinn Valur Hermannsson sé nú genginn til liðs við þá á lokametrunum „Nú getum við sent grófklipp af myndinni til kvikmyndasjóðs, erum Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Elvar Gunnarsson hóf sinn listræna feril sem einn af stofnendum XXX Rottweilerhunda en síðar meir átti hann eftir að verða hluti af Af- kvæmum guðanna, einni allra bestu rappsveit sem hér hefur starfað. Það var svo árið 2003 sem hann hóf nám í kvikmyndaskóla Íslands og nú, átta árum síðar, hillir undir fyrstu mynd hans í fullri lengd. Elvar hefur áður leikstýrt tónlistarmyndböndum, m.a. fyrir aðila eins og Mugison, Maus og Benna Hemm Hemm. „Eftir að ég kláraði skólann fór ég að kenna í honum og endaði sem deildarstjóri yfir kjarnanámi,“ segir Elvar. „Ég kynntist Guðfinni í skól- anum og við byrjuðum að vinna að mynd sem kallast Glæpasaga en hún er ókláruð. Við erum báðir atvinnu- lausir og fórum að skrifa Einn árið 2009 til að hafa eitthvað fyrir stafni. Myndin fjallar um mann sem er að skrifa kvikmynd, byggða á sinni eig- inn ævi. Hann er svo beðinn um að breyta ákveðnum hlutum af fram- leiðandanum og þegar hann gerir það þá fer líf hans að breytast í sam- ræmi við það. Þetta er svört kó- medía og titillinn er nett vísun í 8 ½ orðnir styrkhæfir. Við getum sýnt fram á að við getum gert mynd, en það höfðu ekki margir trú á þessu í upphafi. Enginn reyndar og margir hafa helst úr lestinni. Ég, Guðfinnur, aðalleikarinn Arnþór Þórsteinsson og harðsnúið lið tökufólks höfum verið að draga vagninn undanfarna mánuði.“ Hugur í mönnum Elvar er þriggja barna faðir og hann viðurkennir að oft sé þetta mikið púsluspil. „Þetta er kannski erfiðast fjöl- skyldulega séð. Að ráðstafa tím- anum. Þetta endaði líka stærra en maður ætlaði sér. En það hefur aldr- ei verið nein krísa, það hefur verið hugur í okkur allan tíma.“ Stefnt er að frumsýningu í febr- úar eða mars á næsta ári. Eftir það verður stefnt á að klára Glæpasögu, sem er stærri í sniðum en Einn, að sögn Elvars og hann segist vera orð- inn ansi óþreyjufullur eftir því að klára það dæmi. „Ég verð að viðurkenna það, að fólk á það til að mikla þetta fyrir sér. Þetta er ekki það mikið mál. Á tækniöld snýst þetta dálítið um föndur, iðnaðurinn er ekki eins rosa- lega þunglamalegur og áður.“ Allir eiga sér drauma  Kvikmyndin Einn fjallar um mann sem er að vinna að kvik- mynd Elvar Gunnarsson og Guðfinnur Ýmir eru höfundar Hugsi Elvar og Guðfinnur Ýmir. facebook.com/einnkvikmynd 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 HHHH „ALLIR Á SVEPPA!“ - A.E.T MORGUNBLAÐIÐ DRIVE kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 16 LARRY CROWNE kl. 8 2D 7 DRIVE kl. 3:40 - 8 - 10:10 2D VIP HORRIBLE BOSSES kl. 5:50 VIP- 8 -10:10 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 3 - 4 - 4:30 - 6 - 6:30 - 8:30 2D L GREEN LANTERN kl. 10:20 2D 12 FRIGHT NIGHT kl. 10:30 3D 16 BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 3 - 5:30 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:30 2D 7 DRIVE kl. 5:30 - 8 - 10:20 2D 16 FINAL DESTINATION 5 kl. 8 - 10:20 3D 14 ALGJÖR SVEPPI kl. 5 2D L BÍLAR 2 Með ísl. tali kl. 5:30 2D L CRAZY, STUPID, LOVE kl. 8 - 10:40 2D 7 HARRYPOTTER7 kl. 5 3D 12 FRIGHT NIGHT kl. 8 - 10:30 3D 16 / EGILSHÖLL/ ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK á allar sýningar merktar með grænuSPARBÍÓ 3D 1.000 kr. SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLLI, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS „DRIVE ER SANNKALLAÐ MEISTARAVERK“ - TIME OUT NEW YORK „DRIVE ER BESTA MYND ÁRSINS 2011“ - FILMOPHILIA.COM MEÐ TÆPLEGA 9 Í EINKUNN Á VIRTASTA KVIKMYNDAVEF HEIMS - IMDB.COM SÝND Í KRINGLUNNI HHHH „EIN SÚ BESTA SEM ÉG HEF SÉÐ Á ÞESSU ÁRI“ -KVIKMYNDIR.IS HHHH „ÞESSI MYND ER ROSALEG OG ENGINN ÆTTI AÐ FARA ÚT ÓSÁTTUR“ -SCENE.IS Að hlusta á geisladiskinnSagan með hljómsveit-innni 1860 er dálítið einsog að sitja í rútu á leið út í sveit og virða fyr- ir sér íslenskt landslagið fyrir ut- an. Hoppa síðan út á rykugum vegi og tjalda í fallegri, grænni lautu, grilla, spila á gítar og syngja fram á nótt. Líklegast er þessi tilfinning af tónlistinni nokkuð eðlileg í ljósi þess að eitt lagið heitir „Snæfellsnes“ og fjallar jú um ferða- lag á það ágæta landsvæði. Þeir fé- lagar slá líka afar þjóðlegan tón í fyrsta lagi plötunnar „Lausamjöll“ sem hljómar einfaldlega eins og rammíslenskt þjóðlag. Fyrstu lögin á plötunni eru sungin á íslensku en síðan tekur enskan við og þar er að finna nokkur hugljúf lög eins og „For you, forever“ og „Alunde“. Á plötunni er að finna skemmtilegt sambland af lögum sem mætti flokka sem klassísk, íslensk lög í anda Spilverksins og svo önnur dálítið poppaðri. Hljómsveitin er óhrædd við að blanda saman ólíkum stefnum á þennan hátt og það gerir plötuna mjög áhugaverða og áheyri- lega. Þjóðlegt popp í sveitarferð Geisladiskur 1860/Sagan bbbmn MARÍA ÓLAFSDÓTTIR TÓNLIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.