Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Að undanförnu hef- ur nokkuð verið fjallað í fjölmiðlum um sjón- varpsmóttöku í Reykjavík og þá sér- staklega móttöku á ríkissjónvarpinu, RÚV. Fyrir tveimur árum var afnotagjöld- um RÚV breytt í nef- skatt sem allir Íslend- ingar verða að greiða sem orðnir eru 16 ára gamlir. Árgjaldið á ein- stakling er um 17.200 kr. sem er greiðsla fyr- ir Sjónvarpið og hljóð- varpsrásirnar Rás 1 og Rás 2 sem allt eru opn- ar rásir. Ljósnetið Tilefni þessarar greinar er að á und- arförnum misserum hefur fjarskiptafyr- irtækið Síminn boðið sjónvarpsnotendum að tengjast sjón- varpskerfi sem þeir kalla Ljósnet. Um Ljósnetið getur notandinn mót- tekið fjölda sjónvarpsrása bæði inn- lendra og erlendra. Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja hafa aðgang að fjölda sjónvarpsrása en ekki fjár- hagslega hagstæður kostur fyrir þá sem einungis sækjast eftir móttöku á RÚV. RÚV ekki lengur frítt Til að sjónvarpsnotandinn geti nálgast RÚV um Ljósnetið þarf hann tengibúnað sem kostar 3.650 kr. pr. mánuð (43.800 kr./ár). Fram að þeim tíma að Síminn hóf rekstur Ljósnets- ins buðu þeir sömu þjónustu um ann- að dreifikerfi sem þeir kölluðu Breið- band. Þar var móttaka á RÚV frí. En nú hefur rekstri Breiðbandsins verið hætt og í staðinn bjóða þeir Ljós- netið. Heildarkostnaður einstaklings til að móttaka RÚV fer þá úr 17.200 kr./ár í 61.000 kr./ár (17.200 kr. + 43.800 kr.). Útvarp og sjónvarp um loftnet En áhorfendur RÚV eiga val um annan og ódýrari kost, sem er loftnetið. Í áratugi var loftnetið eina flutnings- leiðin fyrir sjónvarp. Tækniframfarir hafa ekki síður átt sér stað á sviði loftnetsmóttöku og býðst flestum lands- mönnum í dag að mót- taka stafrænt merki um loftnet sem hefur sömu mynd- og hljóðgæði og sjónvarpsefni um streng. Enn er því full ástæða til að hafa sjón- varps-loftnet á húsum. Sjónvarpsloftnet kostar á bilinu 5-10 þús. kr. Annað sem loftnetið býður upp á er dreifing á FM-hljóðvarpi, en til að ná suðlausri FM-móttöku þurfa flest hágæða hljómflutningstæki að tengjast loftneti. Þetta er atriði sem oft vill gleymast í loftnets-um- ræðunni. Gamla góða loftnetið … Án efa eigum við eftir að hafa að- gang að ljósleiðaraneti í flestum hús- um í framtíðinni um allt land, en það er þröngsýni að reikna ekki með loft- netsmóttöku einnig. Loftnets- móttaka verður áfram ódýrasti kost- urinn. Fyrirtæki innan SART – Samtaka rafverktaka, bjóða loftnets- þjónustu, búa yfir mikilli reynslu á þessu sviði og veita ráðgjöf um góðar lausnir. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á vefsíðunni www.sart- .is. Eftir Ásbjörn Jóhannesson Ásbjörn Jóhannesson » Tækni- framfarir hafa ekki síður átt sér stað á sviði loftnets- móttöku. Enn er því full ástæða til að hafa sjón- varpsloftnet á húsum. Höfundur er framkvæmdastjóri SART – Samtaka rafverktaka. Loftnetsmóttaka á RÚV – ódýrasti kosturinn Sé litið yfir völl stjórnmálanna á Ís- landi í dag blasir við raunaleg sjón. Við völd situr veik stjórn sem er ómarkviss í aðgerðum sínum en þegar þær hitta fyrir eitthvað bitastætt þá er það oftar en ekki samstarfsflokkurinn sem gjarnan fær það óþvegið. Þetta gengur auð- vitað ekki og þó að ef- laust megi finna mál sem þokast hafa í rétta átt í tíð þessarar ríkistjórnar sem ekki fékk góð spil á hendi vantar mikið upp á að hún vinni með þjóðinni, telji í hana kjark og ávinni sér með því traust. Það er mjög slæmt að svona mikil óvissa ríki um aðgerðir næstu missera. Óvissan veldur fyr- irtækjunum og fólkinu í landinu tjóni á hverjum degi sem líður. Fólkið í landinu á kröfu á að stjórnvöld viti hvert þau eru að fara. Setja þarf raunhæf og mæl- anleg markmið fremur en hjakka endalaust í óleystum ágreinings- málum og setja með því allt í loft upp. Akkúrat núna er tíminn til að fókusera á að reisa efnahag þjóð- arinnar við þannig að fólk og fyr- irtæki nái vopnum sínum á ný. Við félagarnir töluðum um í fyrri grein að Sjálfstæðisflokk- urinn þyrfti að vera tilbúinn þegar kallið kæmi og jafnframt að ekki þýddi neitt orðagjálfur heldur raunverulegar lausnir sem fólk gæti séð og trúað að muni bera ár- angur. En hvernig? Sjálfstæðisflokk- urinn hefur kraft og þor til að sýna frumkvæði og koma nauðsyn- legum hlutum í verk, það hefur hann ávallt sýnt í gegnum tíðina og mun gera áfram. Málflutningi og gerðum Sjálfstæðisflokksins þarf því að fylgja trúverðugleiki. Traust og trúnað er í reynd ein- ungis hægt að vinna til baka með verkum og slíkt tekur tíma. Tíma sem þjóðin hefur ekki of mikið af núna. Því vantrausti sem ríkir í samfélaginu verður að mæta með trúverðugum lausnum sem líklegt verði að Sjálfstæðisflokkurinn geti og muni standa við. Skýrum og á mannamáli. Einskonar sáttmála við þjóðina þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn leggur trúverðugleika sinn að veði líkt og núverandi stjórn- arflokkar hafa gert. Munurinn verður að vera sá að Sjálfstæð- isflokkurinn standi undir verkefn- inu öfugt við núverandi stjórnvöld. Hvað þarf þá til að ná fram þessum trúverðugleika:  Í stefnumörkun á landsfundi miðist landsfundarályktanir við mælanlegri markmið en áður. Flokkurinn setji skýrt fram hvað hann hyggst gera og álykti fyrst og fremst um forgangsmál sem við ætlum að framkvæma og vitum að við getum komið í verk.  Við byrjum á að taka til í eigin ranni hvað varðar ágreinings- mál. Flokkurinn beini kröftum sínum að þeim málum sem aug- ljóst er að munu fleyta þjóðinni fram á við en sitji á sér hvað varðar mál sem um ríkja mjög ólíkar skoðanir í okkar röðum. Með öðrum orðum drögum öll vagninn í sömu átt. Biðjum síð- an þjóðina að leggjast á árar með okkur á þeirri vegferð.  Flokkurinn setur fram áætlun með verklista um þau mál sem við viljum koma í verk á næstu misserum.  Slíkum verklista fylgi útskýr- ingar á mannamáli hver líklegur árangur verði af aðgerðum og af hverju. Ekki er líklegt að fólk trúi á eða fylki sér á bak við til- lögur Sjálfstæðisflokksins geti hann ekki skýrt þær út á ein- faldan hátt. Forysta flokksins og fram- kvæmdastjórn setji í gang öfl- uga vinnu meðal sjálfstæðisfólks og í flokksfélögum um allt land til að standa að baki þessum lausnum sem ýmist eru þegar til eða líta dagsins ljós fram yfir landsfund.  Sjálfstæðisflokkurinn þarf í þessari vinnu að sýna heið- arleika og einurð sem er for- senda trausts. Forysta flokks sem gengur þannig til verks og hefur að baki sér slíkt afl sem grasrótin í Sjálfstæðisflokknum er verður ekki léttilega sökuð um spillingu eða hagsmunapot. Slíkt stjórnmálaafl mun skila raunverulegum árangri sem hef- ur verið og verður áfram mark- mið sjálfstæðisfólks á Íslandi. Það er kominn tími til að þjóðin horfi fram á við, verum minnug þess að það eru 3 ár frá hruni. Sjálfstæðisflokkurinn á og vill taka ábyrgð á fortíðinni, en hann vill ekki festast í henni. Hann þarf og mun taka til hjá sér, eftir lýðræð- islegum leiðum og það hreins- unarstarf er raunar löngu byrjað. Sjálfstæðisflokkurinn á líka að sýna frumkvæði og horfa til fram- tíðar. Nauðsynlegt er að unga fólk- inu okkar sé boðið upp á bjarta framtíð í okkar góða landi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn að spila lyk- ilhlutverk og mun gera það nái hann að stilla strengina saman við hjartslátt þjóðarinnar og vinna trúnað hennar. Sjálfstæðisflokkurinn – frumkvæði og ábyrgð Eftir Jóhann Ísberg, Jón Atla Kristjánsson, Sigurð Þor- steinsson og Aðalstein Jónsson »Málflutningi og gerðum Sjálfstæð- isflokksins þarf því að fylgja trúverðugleiki til að mæta því vantrausti sem ríkir í samfélaginu. Jóhann Ísberg Jóhann er útgefandi, Jón Atli og Sigurður eru ráðgjafar, Aðalsteinn er bæjarfulltrúi í Kópavogi. Jón Atli Kristjánsson Aðalsteinn JónssonSigurður Þorsteinsson - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Ársalir fasteignamiðlun og fyrirtækjasala Ef þú vilt selja, leigja eða kaupa fasteign eða selja eða kaupa fyrirtæki í rekstri, hafðu samband. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5, 105 Rvk 533 4200 Ársalir ehf fasteignamiðlun 533 4200 og 892 0667 arsalir@arsalir.is Engjateigi 5, 105 Rvk Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali FiðrildaáhrifHafðu Skráðu þig núna á www.unwomen.is eða hringdu í síma 552-6200 og styrktu systur þínar. Bjóddu systur þinni í hádegismat! Fyrir aðeins 1500 krónur á mánuði getur þú bætt kjör kvenna og barna þeirra í fátækustu löndum heims.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.