Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 ✝ Anna BjörgBjörnsdóttir fæddist á Dalvík 16. júní 1938. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 30. ágúst 2011. Foreldrar henn- ar voru svarf- dælsku hjónin Björn Zophonías Arngrímsson for- maður, f. í Tjarn- argarðshorni 7. maí 1900, d. 28. janúar 1950, og Sigrún Júl- íusdóttir húsmóðir, f. á Dalvík 25. júlí 1911, d. 22. desember 1979. Systkini Önnu Bjargar eru Hörður Björnsson, f. 30. október 1927 á Dalvík, tvíbur- arnir Hrönn Arnheiður, f. á Dalvík 18. september 1931, og Alda Hildigunnur, er dó 3. ágúst 1935, og tvíburarnir Garðar og Gylfi, f. á Dalvík 23. júní 1936. Á gamlársdag 1964 giftist Anna Björg Hjalta Þorsteins- syni málarameistara og áttu þau fjögur börn: 1) Sigrúnu, f. 26. des- ember 1956. Sam- býlismaður hennar er Sævar Sigmars- son og eiga þau þrjú börn, a) Söru Hrönn, f. 4. janúar 1977. Hún á dótt- urina Sigrúnu Önnu, f. 3. ágúst 2006 með Agli Þór Valgeirssyni. Önn- ur börn Sigrúnar og Sævars eru b) Gunnhildur Anna, f. 23. september 1983 og c) Sævar Örn, f. 30. desember 1990. 2) Jón, f. 24. janúar 1959. Eig- inkona hans er Lovísa Björk Kristjánsdóttir og eiga þau þrjár dætur, a) Önnu Rut, f. 28. desember 1980, sem á með Kristjáni Þóri Kristjánssyni dótturina Lovísu Marý, f. 14. febrúar 2001, b) Höllu Dögg, f. 26. febrúar 1985, sem á með sambýlismanni sínum, Kára Valtýssyni, dótturina Hönnu Björk, f. 23. júlí 2010. Þriðja dóttirin er c) Kristín Arna, f. 22. júní 1990. 3) Hrönn, f. 7. júlí 1960. Hún á með Brynjari Að- alsteinssyni, a) Telmu Ýrr, f. 26. ágúst 1980. Telma á þrjú börn, Anítu Hrund Brynj- arsdóttur, f. 13. september 2001, og með sambýlismanni sínum Elmari Þór Björnssyni á hún Aðalstein Mána, f. 13. des- ember 2003 og Önnu Björgu, f. 6. júlí 2006. Með fyrrverandi eiginmanni sínum, Eini Erni Einissyni, á Hrönn tvö börn, þær a) Tinnu Ýr, f. 26. maí 1989, og b) Tönju Ýr, f. 7. júní 1992. 4) Þorsteinn, f. 1. maí 1963. Eiginkona hans er Hrafnhildur Björnsdóttir og eiga þau tvo syni, a) Hjalta, f. 21. mars 1991, og b) Hörð, f. 11. júní 1993. Auk þess á Þorsteinn eina dóttur, c) Ingibjörgu, f. 20. júlí 1988, með Guðrúnu Gauksdóttur. Seinni maður Önnu Bjargar var Gísli Jónsson mennta- skólakennari. Þau gengu í hjónaband 12. apríl 1984. Gísli fæddist á Hofi í Svarfaðardal 14. september 1925 og andaðist 26. nóvember 2001. Anna Björg verður jarð- sungin frá Akureyrarkirkju í dag, 16. september 2011, og hefst athöfnin kl. 13.30. Anna Björg er farin. Hún kvaddi á fallegum síðsumarsdegi. Það átti ekki að koma á óvart en gerði það samt. Við Anna Björg kynntumst ár- ið 1990 þegar ég, þá tiltölulega ný- flutt til Akureyrar, gekk til liðs við félagsskap þar sem hún var fyrir. Við unnum saman að ýmsum við- fangsefnum þar innan dyra, sem kölluðu á samskipti þess á milli, en umgengumst ekki að öðru leyti. Frá fyrstu tíð var hún mér einstaklega velviljuð og á milli okkar spannst þráður sem styrkt- ist með árunum og enn frekar styrktust vináttuböndin eftir að hún sagði mér frá þeim sjúkdómi sem hún greindist með. Það var á sumardaginn fyrsta fyrir nokkr- um árum. Við stöllurnar, Önnurn- ar þrjár, Anna Björg, Anna Blön- dal og Anna Þóra og Helga og Jóhanna, sem lengi höfum fylgst að í þessum félagsskap, brallað margt saman, unnið að hinum ýmsu verkefnum, ferðast saman og átt gleðistundir, ætluðum að baka vöfflur fyrir gesti og gang- andi þennan dag eins og svo oft áður. Í fyrsta skipti ætlaði Anna Björg ekki að vera með og það eiginlega án haldbærrar skýring- ar eða sýnilegrar ástæðu að því er okkur stöllum hennar fannst. Ég fór að finna hana í lok dags. Þá kom skýringin. Anna Björg hafði fengið það verkefni að glíma við alvarlegan sjúkdóm. Við tvær ræddum það oftlega hvernig hægt væri að tak- ast á við slíkt verkefni, lásum okk- ur til, og veltum vöngum yfir við- brögðum, okkar eigin og annarra. Viðhorf hennar var alveg skýrt. Hún hefði átt sín góðu ár, séð börnin sín vaxa úr grasi og barna- börnin komast á legg, auðnast að verða langamma, átt góðan vinnu- stað, hún hefði margt að þakka. Það væri því engin ástæða til þess að kvarta. Hún tók hlutskipti sínu af æðruleysi og bar sig alltaf vel, líka þegar veikindin ágerðust. Kæmi það fyrir að hún kveinkaði sér, var ljóst að þá var meira en full ástæða til. Anna Björg hélt reisn sinni, glæsileika og jákvæðu lífsviðhorfi allt til hins síðasta. Já- kvætt lífsviðhorf hennar átt sér djúpar rætur í trú hennar, sem hún ræktaði og hafði fyrir sig. Samverustundir okkar voru ófáar, einkum hin síðari ár. Þar var margt skrafað, margs var minnst, að mörgu spurt og flestu svarað. Með okkur, í góðu yfirlæti var ætíð heimiliskötturinn Dimma, en með tengslum þeirra Önnu Bjargar var bæði notalegt og skemmtilegt að fylgjast því hvorugt mátti af hinu sjá. Anna Björg var næm á líðan samferða- manna sinna og vildi velferð fjöl- skyldu sinnar og vina sem mesta. Þar var kötturinn Dimma ekki undanskilinn. Ég minnist vinkonu minnar með hlýju og söknuði, hún hafði góða nærveru, einstaka nærveru. Með henni var gott að vera. Hvíl í friði, vinkona mín. Við Önnurnar tvær, Anna Blöndal og Anna Þóra, Helga og Jóhanna, þökkum samfylgdina og sendum öllum ástvinum Önnu Bjargar innilegar samúðarkveðj- ur. Anna Þóra Baldursdóttir. Anna Björg Björnsdóttir ✝ Sveinn Guð-mundsson raf- magnsverkfræð- ingur fæddist í Reykjavík 15. sept- ember 1929 Hann lést á Landspít- alanum 7. sept- ember 2011. Foreldrar hans voru Guðmundur Sveinsson frá Hvilft í Önundarfirði, skipstjóri í Rvk, f. 12. sept. 1886, d. 8. des. 1952, og kona hans. Ingibjörg Guðrún Björnsdóttir, verslunarmaður í Reykjavík, f. 6. júní 1886 á Syðri-Þverá í Vest- urhópi, V-Hún., d. 3. ágúst 1973. Systkini Sveins eru Ása, Jóhann- es, Þórunn, Harald, Sigríður, f. 1923, býr í Arizona. Sveinn gekk að eiga þann 13. okt. 1957, Ingrid Gisela Bauer, f. 21. maí 1938 í Richtenberg Kreis Königsberg, Þýskalandi. For- eldrar hennar voru Kurt Bauer og kona hans Hedwig Badke. Börn þeirra: 1) Sólveig, f. 8. febr. 1958, m.h. Thierry Clairiot, f. 21.1. 1956, synir þeirra eru Bertrand Snorri, f. 5.8. 1983, Er- ik Sveinn, f. 16.5. 1985, Matthias Theodor, f. 12.5. 1991. 2) Guð- mundur, f. 4. júní 1959, k.h. Ari- anne Gaehwiller, f. 2.3. 1972, börn þeirra eru a) Senía, f. 14.4. 1999, b) Andreas, f. 21.1. 2001, c) Júlía, f. 5.11. 2003. 3) Sigrún, f. 30. ágúst 1960 og m.h. Yoshihiko Iura, f, 26.5. 1954, börn þeirra eru a) Sveinbjörn Jun, f. 1.9. 1989, b) Berglind Aya, f. 28.4. 1992, b.h. Sara Izumi f. 6.12. 2008, c) Hafdís Shizuka, f. 23.2. 1994, d) Sóley Saki, f. 21.4. 2000. 3) Sveinn Ingi, f. 11. maí 1964, k.h. Sigrún Ásta Gunnlaugs- dóttir, f. 20.4. 1958, börn þeirra eru Hlynur Orri, f. 19.4. 2004, Ír- is Lind, f. 14.8. 1997. 4) Rík- harður, f. 28. des. 1966, k.h. Jóna Kristjana Halldórsdóttir, f. 2.12. 1966, sonur þeirra er Halldór, f. 8.5. 2007. 5) Benedikt, f. 3. jan. 1976, k.h. Anna White, f. 24.12. 1974, synir þeirra eru Snorri, f. 16.1. 2005, Kári, 17.11. 2006. Sveinn varð stúd- ent frá MR 1949. Fór til München, og lauk prófi í raf- eindaverkfræði frá Technishe Hochsc- hule 1960. Endur- menntun hjá The George Washington University, Mis- souri, 1983, gervi- hnattafjarskipti og ljósleið- aratækni. Nemandi HÍ í frönsku, rússnesku og ítölsku. Sveinn starfaði við Írafossvirkjun og Áburðarverksmiðjuna í Gufu- nesi. Sveinn var verkfræðingur hjá sjóher Bandaríkjanna á Keflavíkurvelli frá 1964, og yf- irverkfræðingur frá 1968. Sveinn hætti störfum um tíma á Keflavíkurvelli en kom aftur til fyrri starfa á Keflavíkurvelli allt til ársins 2000. Sveitarstjóri á Eyrarbakka 1982, hjá Raf- magnseftirliti ríkisins (1982 til 1986). Sveinn fékk snemma brennandi áhuga á radíói sem hann kallaði vak. Sveinn var vakhugi og einn af stofnendum félagsins Íslenskir radíó- amatörar. Hann fagnaði því að hafa verið vakhugi í 60 ár og handhafi leyfisbréfs nr. 24. Var um tíma formaður í félaginu ÍRA og heiðursfélagi. Á Keflavík- urvelli var hann (1978-1979) for- seti Kiwanisfélagsins Brú. Hann stofnaði Sjálfvirkni og Hverf- itóna 1963, flutti inn Quad og hljómplötur frá DG. Hann var í hollvinur fyrir stofnun tónleika- húss. Sveinn hafði mikinn áhuga á þjóðmálum. Málefni flugvall- arins í Reykjavík voru honum hugleikin og skrifaði hann marg- ar greinar um flugumferð yfir Reykjavík. Sveinn hafði mikinn áhuga á málum tengdum stjórn- arskrá Íslands. Sveinn vann að framboði aldraðra til Alþingis. Útför Sveins fer fram frá Dómkirkjunni í dag, 16. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Minn kæri faðir, Quo Vadis? Þú varst margbrotinn, flókinn og vandaður og hafðir þín prinsip. Það var stranglega bannað að keyra yfir á rauðu ljósi eða beygja inn í innakstursgötu. Þú varst óþrjótandi viskubrunnur allt fram á síðasta dag sem hægt var að sækja í. Þú hafðir til að bera metn- að sem sem fáum var gefinn. Ég var svo lánsamur að vera þér sam- ferða. Faðir, far þú í friði, ég er þér þakklátur fyrir allt sem þú hefur mér um lífið kennt. Ég mun minn- ast þín og þess sem þú sagðir mér. Á himnum fá aumir og stórhuga uppreisn æru. Nú þjónar þú lög- máli Guðs með huga þínum. Megi Guð blessa þig og varð- veita. Þinn sonur, Guðmundur Sveinsson. Félagi okkar, Sveinn Guð- mundsson, rafeindaverkfræðing- ur, er fallinn frá. Útför hans verð- ur gerð frá Dómkirkjunni 16. september kl. 13. Sveinn stundaði nám við Tækniháskólann í München, Tec- hnische Universität, TUM, og lauk Dipl.Ing-námi þar 1960. Á námsárunum var Sveinn virkur félagi í Félagi Íslendinga í München og var einn af stofnend- um TUM Alumni á Íslandi, félagi hollvina Tækniháskólans í Münc- hen. Sveinn var hugmyndaríkur verkfræðingur og starfrækti eigin verkfræðistofu í mæli- og stýri- tækni frá 1960 og eigið innflutn- ingsfirma, Sjálfvirkni. Þá stofnaði hann og rak með eiginkonu sinni verslunina Hverfitóna frá 1963. Hverfitónar buðu á sínum tíma upp á nýtt og aukið úrval hljóm- platna, bæði með klassíska tónlist og dægurlögum. Sveinn var heiðursfélagi í Fé- lagi íslenskra radíóamatöra. Hann starfaði í áratugi hjá sjóher Bandaríkjanna á Keflavíkurflug- velli. TUM Alumni á Íslandi votta eiginkonu Sveins, Ingrid Guð- mundsson, og börnum þeirra dýpstu samúð. F.h. TUM Alumni á Íslandi, Gunnar Torfason. Sveinn Guðmundsson ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALGEIR ÁSBJARNARSON, Brekkugötu 38, Akureyri, lést mánudaginn 5. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 19. september kl. 13.30. Ásta Axelsdóttir, Axel Valgeirsson, Hanna Guðrún Magnúsdóttir, Ásbjörn Árni Valgeirsson, Harpa Hrafnsdóttir, Kristjana Valgeirsdóttir, Ríkarður G. Hafdal, Gunnlaug Valgeirsdóttir, Ríkharður Eiríksson, afa- og langafabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, GUNNARS DAL skálds og rithöfundar. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Hafnarfirði. Gunnar D. Halldórsson, Jónas G. Halldórsson, Guðvarður B. Halldórsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, ást og hlýhug við andlát og útför UNNAR STEFÁNSDÓTTUR, Kársnesbraut 99, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunarfólki krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut, starfsfólki líknardeildarinnar í Kópavogi og öllum þeim sem aðstoðuðu Unni í veikindum hennar. Við þökkum þeim sem sendu okkur samúðarkveðjur og þeim sem heiðruðu minningu Unnar við útför hennar í Hallgrímskirkju föstudaginn 19. ágúst. Einnig viljum við þakka prestinum Sigurði Arnarsyni og fyrrver- andi félögum í Pólýfónkórnum fyrir þeirra framlag í athöfninni. Hákon Sigurgrímsson, Finnur Hákonarson, Rósa Birgitta Ísfeld, Grímur Hákonarson, Halla Björk Kristjánsdóttir, Harpa Dís Hákonardóttir, Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐFINNA BETSÝ HANNESDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn 13. september. Útför hennar mun fara fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 27. september kl. 13.00. Jens Sörensen, Kolbrún Svala Hjaltadóttir, Oddur Sigurðsson, Kristbjörg Stella Hjaltadóttir, Sigurður Ingi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI ÁRNASON fyrrv. forstjóri, Sóltúni 10, Reykjavík, lést á Landspítalanum í Fossvogi þriðju- daginn 13. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 20. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsons-samtökin. Guðrún Pálsdóttir, Árni Þór Árnason, Guðbjörg Jónsdóttir, Þórhildur Árnadóttir, Valdimar Olsen, Guðjón Ingi Árnason, Sigríður Dögg Geirsdóttir og barnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR BENEDIKTSSON, Stekkjargötu 7, Hnífsdal, andaðist á heimili sínu miðvikudaginn 14. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ragnheiður Ragnarsdóttir, Jón Ólafur Ragnarsson, Sigurður Hólm Ragnarsson, Júlíus Sigurbjörn Ragnarsson. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, systir og mágkona, SIGRÍÐUR J. GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. september. Útförin fer fram frá Bústaðakirku miðvikudaginn 21. september kl. 13.00. Börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.