Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 ✝ Þórey Jóns-dóttir fæddist á Þorvaldsstöðum í Breiðdal hinn 5. maí 1936. Hún lést á Sjúkrahúsi Akra- ness hinn 10. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin á Þorvaldsstöðum, Jón Björgólfsson, fæddur í Snæ- hvammi í Breiðdal 5. mars 1881, d. 10. maí 1960 og Guðný Jón- asdóttir frá Hóli í Breiðdal, fædd 30. október 1891, d. 7. janúar 1956. Þórey var yngst þrettán systkina, þau eru: Sigurður f. 1916, d. 1986, Kristín Björg f. 1917, d. 1993, Árni Björn f. 1918, d. 2010, Björgólfur f. 1919, d. 2001, Helga Björg f. 1920, d. 2010, Einar Björgvin f. 1922, d. 2006, Oddný Aðalbjörg f. 1923, d. 2005, Hlíf Þórbjörg f. 1924, d. 2009, Jónas f. 1926, d. 1980, Hlíf- ar Pétur f. 1929, Guðmundur Þ. f. 1930 og Óskar Sigurjón f. 1932. Dætur Þóreyjar og manns hennar Ólafs Jóns Þórðarsonar f. 24. 9. 1930, d. 8.4. 2004 eru: 1) Guðný Jóna f. 3.2. 1957, gift eyri við Dýrafjörð. Þaðan flutti hún 1960 suður á Akranes þar sem hún vann við fiskvinnslu, þrif, næturvörslu og ýmis önnur störf. Á Akranesi bjó hún til 1984 en flutti þá til Reykjavíkur. Fljótlega eftir að til Reykjavíkur kom hóf hún nám í fótaaðgerða- fræði á Hótel Sögu. Hún lauk því námi og fékk löggildingu sem fótaaðgerðafræðingur og starf- aði sem slík á Grund, dvalar- og hjúkrunarheimili, þar til hún fór á eftirlaun árið 2006. Þórey var mikil félagsmálamanneskja og sat m.a. í stjórnum og tók virkan þátt í starfi; Skagaleikflokksins á Akranesi, Kirkjukórs Akra- ness, Kvennadeildar Verkalýðs- félags Akraness, Alþýðu- sambands Vesturlands og Félags fótaaðgerðafræðinga. Hún var mikil listakona; leikkona og söngkona, auk þess sem eftir hana liggur mikið safn ljóða, málverka, leir- og gler- listaverka. Ljóða- og greinaskrif hennar hafa verið gefin út í bók- um og blöðum. Hún hélt síðast einkasýningu á fjölbreyttu hand- verki sínu á Selfossi 2009. Útför Þóreyjar verður gerð frá Akraneskirkju í dag föstu- daginn 16. september 2011 og hefst athöfnin kl. 14. Þórey verð- ur jarðsett á Þorvaldsstöðum í Breiðdal mánudaginn 19. sept- ember 2011 kl. 11. Guðjóni Guðmunds- syni, þau búa á Akranesi. Börn þeirra eru a) Eyþór Ólafur, í sambúð með Rúnu Björg Sigurðardóttur og eiga þau soninn Bjart Ólaf, b) Krist- jana, í sambúð með Sigmari Stef- ánssyni, c) Erla Þóra, í sambúð með Valentínusi Þór Valdimarssyni. 2) Daðey Þóra f. 15.7. 1959, býr á Akranesi. Dóttir hennar og Ólafs Stefáns Schram er Ólöf Vala, í sambúð með Valgerði Ásu Kristjánsdóttur. 3) Erla f. 29.9. 1961, gift Fjölni Þorsteins- syni, þau búa í Reykjavík. Börn þeirra eru Fanndís og Þorsteinn Freyr. Dóttir Þóreyjar og seinni manns hennar Gilberts Más Skarphéðinssonar, f. 22.2. 1942, d. 29.1. 2000 er: 4) Eygló Peta f. 30.5. 1972, er við nám í Þýska- landi, unnusti hennar er Óskar Ingi Ágústsson. Þórey gekk í farskóla í fjóra vetur í Breiðdal. Veturinn 1954-́55 stundaði hún nám í Húsmæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Fyrstu búskaparár sín bjó Þórey á Þing- Ástkær móðir okkar hefur nú kvatt þessa jarðvist eftir erfið veikindi. Okkur langar til að minnast hennar með ljóði sem hún samdi um sína eigin móður og okkur finnst eiga jafn vel við um hana sjálfa. Á köldum morgnum kveiktir hússins eld, af kærleik vermdir smáa barnafætur. Ég ennþá man þau kyrru rökkurkveld er kvæði og sögur entust fram á nætur. Í töfraveröld hugur flogið fékk, sá feiknatröll í hamrastáli búa. Um borgir álfa bláklætt lið þá gekk. – En börn þín lærðu samt á guð að trúa. Þú fyrirleist allt fals og undirmál, hvert fátækt barn stóð nærri hjarta þínu. Þú vissir gerla að heimsins braut er hál og hver einn stýrir gæfufleyi sínu. Í návist þinni ríkti mildi og ró sem raunalega margir aldrei fanga. Minning þín mér fylgdi og frið mér bjó er fór ég síðar ein um vegu stranga. Þér fylgi guð, var fararóskin þín, úr föðurgarði er hélt ég út á veginn. Er fætur þyngjast fram undan hún skín sú fyrirbæn af móðurvörum þegin. (Þ.J.) Elsku mamma, hvíldu í friði. Guðný, Daðey, Erla og Eygló. Tengdamóðir mín Þórey Jóns- dóttir er látin eftir stranga bar- áttu við illvígan sjúkdóm. Ég kynntist Þóreyju fyrir rúmum þrjátíu árum þegar við Guðný Jóna, elsta dóttir hennar, hófum búskap. Þó Þórey byggi lengst af í Reykjavík en við á Akranesi var samgangur alltaf mikill og umhyggja hennar fyrir fjöl- skyldu okkar var takmarkalaus. Þórey var mjög listræn. Hún var afbragðs hagyrðingur og samdi ljóð og vísur við hin ýmsu tilefni. Fyrir nokkrum árum gaf Félag ljóðaunnenda á Austur- landi út bók með ljóðum hennar. Þá hafði hún mikla ánægju af að mála og sýndi verk sín á mál- verkasýningum. Einnig fékkst hún við glerlist síðustu árin og náði þar frábærum árangri. Þá var hún góð hannyrða- og saumakona og nutu dætur okkar þess á yngri árum þegar amma þeirra saumaði á þær pelsa og fleiri flottar flíkur. Þórey hafði mikla unun af söng. Hún söng með Kirkjukór Akraness um langt árabil og eignaðist þar marga af sínum bestu vinum. Hún hélt mjög upp á Hauk Guðlaugsson kórstjóra sem hafði mikinn metnað fyrir kórinn og fór með hann í ógleymanlegar söngferðir, m.a. til Jerúsalem og Rómar. Talaði Þórey jafnan um kórstarfið og kórfélagana af mikilli hlýju. Einnig hafði hún mikla ánægju af leiklist og lék í fjölda leikrita með Skagaleikflokknum. Við Þórey áttum ekki samleið í pólitík. Samt var það nú svo, þegar ég átti sæti í bæjarstjórn og síðar á Alþingi, að henni var afskaplega umhugað um að mér gengi vel og brást hin versta við ef hún heyrði illa talað um tengdasoninn og störf hans. Lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá Þóreyju og ýmislegt var henni mótdrægt. Allt stóð hún það af sér, enda stolt kona sem bar jafnan höfuðið hátt. Hún var mjög náin systkinum sínum, ekki síst Hlíf, en þær hittust nánast daglega. Það var henni þungbært þegar Hlíf féll frá fyrir tæpum tveimur árum. Þórey var yngst 13 systkina, fædd og uppalin á Þorvaldsstöð- um í Breiðdal og hafði miklar taugar til átthaganna. Hún náði að heimsækja sveitina sína og hitta bræður sína, frændfólk og sveitunga í síðasta mánuði þrátt fyrir veikindi sín þegar Daðey Þóra dóttir hennar skrapp með hana austur. Naut Þórey mjög þeirrar ferðar. Ég vil að leiðarlokum þakka Þóreyju öll hennar elskulegheit við mig og mína fjölskyldu. Góð kona er gengin. Guð blessi minningu Þóreyjar Jónsdóttur. Guðjón Guðmundsson. Að mörgu leyti var amma mín eins og flestar aðrar ömmur. Þegar ég borða rjúpur á jólunum eru þær eldaðar eftir hennar uppskrift, í hvert skipti sem ég sé loftkökur tengi ég þær við hana og hún dekraði alla tíð við okkur. Eftir að ég flutti að heim- an bjó ég meira að segja svo ná- lægt henni að ég gat gengið til hennar á nokkrum mínútum og þau voru ófá skiptin sem hún bauð mér yfir í kaffi og kvöld- mat. Ég vissi líka alltaf að amma studdi mig í hverju því sem ég tók mér fyrir hendur og hjálpaði til hvernig sem hún gat. Fyrir nokkrum árum, þegar ég var að klára lokaverkefnið mitt í Háskólanum í Reykjavík og gaf mér varla tíma til að borða, var bankað upp á hjá mér. Þar stóð amma, í svartamyrkri og kulda, með nýeldaðan mat og poka fullan af snarli og drykkjum – búin að elda fyrir mig og versla. Næstu daga ýmist mætti hún á staðinn eða bauð mér yfir á Flyðrugrandann í mat. Ekta amma – hún sá um sína. En amma mín var líka frá- brugðin öðrum ömmum – hún var hálfgerð ævintýraamma. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengum við að heyra sög- ur frá Austfjörðunum hennar, kórferðinni til Ísrael og fríinu í Búlgaríu. Eintóm ævintýr. Hún var svo listræn að henni nægði ekki að syngja bara heldur teiknaði hún líka, málaði, orti ljóð og gerði glerlistaverk. Allt hæfileikar sem ég vildi óska að ég byggi yfir og dáðist að henni fyrir. Þegar ég hugsa um hana sé ég líka fyrir mér algjöra gellu – í doppóttum skóm, rauðri peysu og með hatt – keyrandi um syngjandi á útvarpslausum bíl. Fataskápurinn og skartgripa- skrínið voru sko ekki eins og hjá flestum ömmum og það er ekki langt síðan ég fékk síðast að stelast í bæði hjá henni. Einu sinni þegar við amma vorum að keyra upp á Akranes horfði hún á himininn og sagði: „Himinninn er svo fallegur að ef ég málaði hann myndi fólk horfa á myndina og segja að þetta væri óraunverulegt – himinninn sé aldrei svona fallegur í alvöru.“ Amma var svipuð – það er erfitt að lýsa því hversu mikilvæg hún var mér og hversu frábær hún var. En þó það tækist myndu margir líklega ekki trúa mér. Það var margt sem ég átti eft- ir að ræða við hana og læra af henni og það er ósanngjarnt og sárt að hún sé tekin frá okkur allt of snemma. En sem betur fer eru minningarnar óteljandi og góðar – fagur himinn, jóla- rjúpurnar, málverkin, ljóðin, föt- in sem hún hjálpaði mér að sauma, Austfirðirnir, góða sam- bandið við ömmufjölskylduna, meira að segja nafnið á bróður mínum minna mig á sterka og fallega konu sem ég var svo heppin að fá að kalla ömmu. Kristjana. Það var ekki lítil eftirvænting okkar systranna þegar von var á honum Óla Jóni, stóra bróður okkar heim í sveitina, heim að Auðkúlu með kærustuna sína hana Þóreyju, eða Lillu Jóns eins og hún var stundum kölluð. Þessi unga kona stóðst allar okk- ar væntingar. Hún var falleg, broshýr, skemmtileg og hafði einstaklega dillandi hlátur og féll auðveldlega inn í fjölskylduhóp- inn. Hún flutti austan af fjörðum vestur á Þingeyri þar sem þau settust að og bjuggu sér fallegt heimili. Það var gott að eiga þar vísan stað til að koma við á þeg- ar skroppið var í kaupstað eða dvalið til lengri tíma. Alltaf var tekið vel á móti okkur. Þegar ferðast er milli Auðkúlu og Þing- eyrar er farið yfir Hrafnseyrar- heiði, þar er stundum þoka. Þór- ey talaði stundum um að ekki væri hún minni þokan fyrir vest- an en fyrir austan. Þórey var afar listræn og fjöl- hæf kona. Hún kunni þá list að teikna og setja fallega liti á blað, tjá tilfinningar sínar og hugsanir í ljóði svo og að syngja vel og leika. Við systur eigum margar góð- ar minningar um Þóreyju mág- konu í okkar sjóði. Það er okkur dýrmætt að rifja upp ferð sem við systur ásamt mökum og Óla Veturliða bróður okkar fórum fyrir nokkrum árum til Barce- lona. Í þá ferð kom Þórey með okkur. Það var góður tími sem við áttum þar, margt skrafað, skoðað og hlegið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Við þökkum Þóreyju fyrir samfylgd í gegnum árin, hún var góð og gefandi. Við vottum Guð- nýju, Döddu, Erlu, Eygló og þeirra fjölskyldum okkar inni- legustu samúð. Nanna, Rósa og Halla. Tóta frænka eins og við á Melabrautinni kölluðum hana, var heimagangur á mínu æsku- heimili. Það var oft glatt á hjalla þegar við vorum í eldhúsinu heima og margt rætt. Tóta hafði gjarnan sterkar skoðanir á hlut- unum, enda var Tóta sterkur persónuleiki sem lá ekki á skoð- unum sínum. Tóta var mjög listræn, bæði í myndlist, ljóðagerð, söng og seinni árin fór hún að vinna með gler. Það var sama hvað Tóta tók sér fyrir hendur hún gerði allt að alúð. Ég og Tóta frænka vorum alltaf mjög góðar vinkonur og gátum rætt um allt en list og föndur ræddum við mikið um því það var sameiginlegt áhugamál okkar. Minningar um Tótu eru marg- ar og skemmtilegar. Það er af mörgu af taka. Ein af góðu minningunum er þegar við fór- um í Breiðdalinn í fyrrasumar ásamt pabba, Döddu og Arnari mínum. Breiðdalurinn var þeim systkinunum hugleikinn það var gaman að sjá þegar við nálg- uðumst Þorvaldstaði, þá lifnaði yfir þeim, þau voru komin heim. Tóta frænka var glæsileg kona í alla staði, ég man þegar ég var lítil þá gat ég setið og horft á Tótu og ég dáðist að öll- um skartgripunum hennar. Nú er komið að kveðjustund, þetta eru fátækleg orð um stórkost- lega konu sem hefur alltaf verið fastur punktur í lífi mínu. Nú er hún farin. Engin Tóta sem kem- ur og við förum að spjalla um daginn og veginn. Eftir sitja dásamlegar minningar um ynd- islega konu sem var einstök á allan hátt. Ég var ein af þeim heppnu sem fengu að njóta ná- vistar við Tótu. Fyrir það er ég þakklát. Ég votta Guðnýju Jónu, Döddu, Erlu, Eygló og fjölskyld- um þeirra mína samúð. Hlíf Berglind Óskarsdóttir. Listakonan og listunnandinn Þórey Jónsdóttir hefur nú kvatt sína jarðvist og langar okkur sem áttum hana sem félaga og vin í myndlistinni að minnast hennar með kærri kveðju. Í gegnum árin erum við mörg sem höfum setið með Þóreyju, marga vetur í myndlistartímum. Þar sem andi glaðværðar hefur ríkt og uppörvunar- og hvatning- arorð ganga á milli félaganna. Þórey kunni vel að lifa og hrær- ast í þeim alúðaranda og var nýj- um félögum góð fyrirmynd. Mörg okkar sem kveðjum Þórey hér áttum hana sem félaga, ár- um saman, í „Myndlistaklúbbi Hvassaleitis“ og síðar í „ Málun og teiknun á Seltjarnarnesi“. Þórey var glaðvær og góður félagi sem skilur eftir bjartar minningar um sanna sómakonu. Henni var margt til lista lagt, gaf út ljóðabók og myndskreytti einnig ljóðabók sem systir henn- ar gaf út. Þórey var góður mál- ari og sérstakleg laginn með vatnsliti og prýða myndir, mál- aðar eftir hana, veggi margra heimila. Yfir myndum hennar er sérstakur blær, hlýleika og fág- unnar. Þegar við félagarnir í áhugamannaklúbbnum okkar komum saman til hátíðarbrigða lét Þórey sig ekki vanta og var jafnan gleðigjafi á góðum stund- um. Við félagarnir í „Málun og teiknun á Seltjarnarnesi“ sökn- um vinar í stað og vottum að- standendum innilega samúð okk- ar og biðjum þeim Guðs friðar. F.h. vina í myndlist, Sigurður Konráðsson. Ársæll Þórðarson. Eygló Karlsdóttir. Þórey Jónsdóttir Hér ætla ég að skrifa nokkrar línur og minnast kærrar ömmu minnar, hennar Kristjönu Bjargar Gyðríðar Halldórsdótt- ur. Amma Jana eins og hún var kölluð var dugnaðarforkur alla sína ævi. Aðeins 18 ára gömul eignaðist hún sín fyrstu börn og voru það tvíburar sem fædd- ust aðeins fyrir tímann og finnst manni það alveg nóg í dag, en amma hélt áfram og eignaðist 7 börn í allt. Hún var mikið ein með börnin sín þar sem Haddi afi var sjómaður og kannski lengi frá í einu. En amma gat þetta. Hún eignaðist Kristjana Björg Gyðríður Halldórsdóttir ✝ Kristjana BjörgGyðríður Hall- dórsdóttir fæddist 17. september 1927. Hún lést 30. ágúst 2011. Útför Kristjönu fór fram frá Ás- kirkju 8. september 2011. mörg barnabörn og enn fleiri barnabarnabörn og svo voru komin 2 barnabarna- barnabörn. Amma Jana var alveg fram á það síðasta dugleg að spyrja frétta af afkomendum sín- um og fylgjast með hvað gerðist í lífi þeirra. Hún var dugleg að rækta tengslin við fjölskylduna og þótti gaman að þegar við barnabörnin héldum hópinn og héldum t.d. barnabarnapartí. Amma Jana stóð sig vel með já- kvæðni sinni en hún varð ekkja ung að árum eða aðeins 49 ára. Lífið hefur ekki alltaf verið dans á rósum fyrir hana, en áfram hélt hún. Hún hefur einnig verið dugleg að sinna þeim sem gengu í gegnum ein- hverja erfiðleika. Hún missti dóttur eftir erfið veikindi fyrir 11 árum og tók það mikið á. En amma Jana var orðin þreytt og lúin og síðastliðinn mánuð hrakaði henni jafnt og þétt. Hún var tilbúin að fara og fá hvíldina. Ef amma Jana hefði verið ung í dag, hefði fæðst 6 eða 7 áratugum síðar, hefði amma líklega fundið sér frama innan hönnunar og lista. Hún var al- veg ótrúleg í höndunum, hvað sem hún tók sér fyrir hendur varð hálfgert listaverk. Hún var mjög klár að sauma og hannaði oft hinar fallegustu flíkur, prjónaskapinn var hún einnig afar myndarleg við. Svo á seinni árum fór hún líka að leika sér með keramik, gler, vefa og mála á textíl, allt sem hún gerði var mjög fallegt og hún gat verið tímunum saman að framleiða gjafir fyrir afkom- endurna, því allt þetta var fyrir barnabörnin og barnabarna- börnin. Amma Jana fór að búa með Eggerti vini sínum árið 1993 og náðu þau nokkrum góðum ár- um saman, þar sem hann sat og horfði á fótboltann og amma vann í höndunum, þau voru góður félagsskapur fyrir hvort annað og var mikil væntum- þykja hjá þeim. Síðustu fundir okkar ömmu voru fyrir rúmu ári síðan og þá héldum við ekki að þetta yrði okkar kveðjustund. En þar sem ég bý erlendis og hef ekki get- að komið til Íslands vegna fjöl- skylduaðstæðna finnst mér skrítið að hugsa til þess að amma sé farin, en haldin verð- ur kveðjustund næsta sumar þar sem jarðneskar leifar henn- ar verða lagðar í gröfina hans afa og þar ætla ég og fjölskylda mín að vera með. Nú er komið að því að kveðja ömmu Jönu sem var mér afar kær og minni fjölskyldu, hún var merk kona og það er margt sem ég hef lært af henni, að minnsta kosti tel ég hennar helstu mannkosti hafa verið hve jákvæð hún var og tók líf- inu eins og það kom og gerði eins gott úr því og hægt var. Ég sendi samúðarkveðjur til barna hennar og barnabarna og fjölskyldna þeirra og sendi saknaðarkveðjur héðan frá Ár- ósum. Ingveldur Erlingsdóttir. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 – www.utforin.is – Allan sólarhringinn Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Jón G. BjarnasonHermann Jónasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.