Morgunblaðið - 16.09.2011, Side 33

Morgunblaðið - 16.09.2011, Side 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Dýrahald Enskur springer spaniel – Ættbók frá HRFÍ Hvolpar til sölu undan frábærum foreldrum. Ræktunarlínur frá einum fremsta ræktanda Svíþjóðar. Bólusettir, örmerktir og afhendast í lok sept. Sími 695 1714, eddajanette@hotmail.com. Geymslur Upphitað mjög gott húsnæði Tökum í geymslu í vetur fellihýsi, hjólhýsi, pallhýsi og tjaldvagna. Erum á Suðurnesjum (Garður). Sími 867 1282. Ferðavagnageymsla Borgarfirði Geymum tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi, báta og fleira í upphituðu rými. Gott verð.S: 612-6130 E-mail solbakki.311@gmail.com. Gónhóll Eyrarbakka Geymslur og gisting Geymdu gullin þín í Gónhól. Uppl., geymsla, s. 771-1936. Uppl., gisting, s. 771-1940. Pantanir og skráning mttp://www.gonholl.is Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. Fjarstýrðar innanhússþyrlur í úrvali Erum með mikið úrval af fjarstýrðum inni- og útiþyrlum, flugvélum, bátum og fl. Kíktu á síðuna Tactical.is og skoðaðu úrvalið. Netlagerinn slf. Sími 517 8878. Verslun Fallegu silfurskeiðarnar eru smíðaðar í smiðjunni okkar ásamt borðsilfrinu íslenska. Skeiðarnar kosta 17.500,- og við getum áletrað ef vill með stuttum fyrirvara. ERNA, s. 552 0775, www.erna.is Óska eftir Kaupi gamla mynt og seðla Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Met og geri tilboð á staðnum. Áralöng reynsla. Kaupi einnig minnispeninga og orður. Gull- og silfurpeninga. Sigurður, s. 821 5991. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Bókhald Bókhald og reikningsskil Ársreikningar, bókhald, laun, ráðgjöf og stofnun félaga. Reynsla, þekking, traust. Viðskiptaþjónustan, Dalvegi 16d, Kópavogi. vth.is / arni@vth.is / s. 517 0100. Við bjóðum alla bókhalds- þjónustu. Traust og gagnkvæmur trúnaður. www/fsbokhald.is. Fyrirtæki og samningar ehf, Suðurlandsbarut 46, 108 Reykjavík. S. 5526688 Bílar Mazda Rx-8, ek. aðeins 54 þ. km Mjög vel með farinn, nýskoðaður án athugasemda, ssk., pedalaskipting í stýri, 18" felgur, heilsársdekk, xenon- ljós, hraðastillir, leður, hiti í sætum, glertopplúga, loftkæling, smurbók, þjónustubók. Verð 2.490 þús. Skoða skipti á ódýrari. Uppl. jon@talnet.is, 777-4164. Bílalíf • Kletthálsi 2 • www.bilalif.is bílasala ...í bílum erum við sterkir! ☎ 562 1717 Skráðu bílinn þinn frítt hjá bilalif.is Bílaþjónusta                      ! "       #                            !  !!      ! Fjórhjól Can Am RENEGADE 800 GÖTUSKRÁÐ 08/07. Ek. ca. 6000 þús. km. Sérsmíðuð grind að aftan - hiti í handföngum og bensíngjöf - upphækkað stýri –GPS festing. Verð 1790 þús. Uppl. í s. 822 3600. Húsviðhald Laga ryðbletti á þökum. Hreinsa þakrennur og tek að mér ýmis smærri verk. Upplýsingar í síma 847 8704 eða manninn@hotmail.com. Stigateppi Strönd ehf., Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. S. 533 5800, www.strond.is MÓÐUHREINSUN GLERJA Er komin móða eða raki á milli glerja? Móðuhreinsun ÓÞ. Sími 897-9809. Þjónusta ✝ Elvar ÞórValdimarsson fæddist á Ísafirði 17. mars 1941. Hann lést á heimili sínu, Hörðukór 2 í Kópavogi, 29. ágúst 2011. For- eldrar hans voru Valdimar Valdi- marsson, f. 11. ágúst 1905, d. 11. júlí 1988 og Sigríð- ur Ísaksdóttir, f. 25. október 1901, d. 24. nóvember 1949. Systkini Elvars eru Íslaug Að- alsteinsdóttir, f. 25. mars 1926, Kristína Jakobína Valdimars- dóttir, f. 10. september 1932, d. 13. júlí 1935, Erla Valdimars- dóttir, f. 8. júní 1934, d. 29. september 2008, Kristján Ísak Valdimarsson, f. 3. maí 1936, drengur Valdimarsson, f. 16. júní 1942, d. 7. september 1942. Elvar gekk að eiga Eddu Ragnhildi Erlendsdóttur, f. 25. febrúar 1950, þau skildu. Þau eignuðust tvö börn, þau eru 1) Ásdís, f. 25. maí 1969, hún á einn son, Tómas Bjarka Tryggvason Hübner, f. 18. febr- úar 1993. 2) Erlendur Þór, f. 5. og var háseti á varðskipinu Óðni og var einn þeirra sem komu með skipið nýsmíðað heim til Íslands frá Danmörku þann 27. janúar 1960. Hann lauk „farmannaprófi“ frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 5. maí 1966 og fékk þann sama dag „Hið meira stýrimanna- skírteini á verslunarskipi“. Í júní sama ár réð hann sig þriðja stýrimann á farþegaskipið Esj- una sem var í eigu Skipaútgerð- ar ríkisins. Um 1969 flyst hann til Skagastrandar og stundar sjósókn um skeið á fiskiskipum. Á árunum 1970 til 1971 lætur hann smíða fyrir sig 21,49 brúttólesta eikarbát hjá Guð- mundi Lárussyni mági sínum sem þá átti og rak Skipa- smíðastöð Guðmundar Lár- ussonar. Fékk báturinn nafnið Ásdís HU 10 og gerði Elvar bát- inn út sjálfur í eitt ár eða þar til hún fékk á sig brot og hvolfdi út af Þorlákshöfn 3. desember 1971. Fjögurra manna áhöfn komst í gúmmíbjörgunarbát og var bjargað um borð í Jón Ví- dalín. Eftir þetta hóf hann aftur störf fyrir Ríkisskip. Haustið 1976 réð hann sig til Eimskipa- félags Íslands og hafði hann siglt flestum skipum hjá félag- inu þegar hann hætti störfum 1997. Útför Elvars fór fram frá Fossvogskirkju 6. september 2011. júní 1971, hann á þrjú börn, þau Eddu Margréti, f. 22. júní 1993, Arn- ór, f. 13. júlí 1997 og Elísu Ýrr, f. 26. júlí 1998. Unnusta Erlendar er Jóna Fanney Svav- arsdóttir, f. 1. sept- ember 1974, dóttir hennar er Magnea Rut Gunnarsdóttir, f. 22. maí 1999. Elvar fæddist á Ísafirði og ólst þar upp til 8 ára aldurs en þá lést móðir hans og eftir veik- indi föður síns fer hann í vist á Skarð við Akureyri til móð- ursystur sinnar Guðlaugar Jensínu Guðmann og eig- inmanns hennar Jóns Guðmann Gíslasonar. Hann lauk ung- lingaprófi bóknámsdeildar Gagnfræðaskóla Akureyrar 15. maí 1956 og Gagnfræðaprófi Verknámsdeildar Gagnfræða- skóla Akureyrar 31. maí 1958. Eftir nám í gagnfræðaskólanum gerðist hann sjómaður og átti eftir að vinna við það alla sína starfsævi. Hann starfaði meðal annars hjá Landhelgisgæslunni Nú þegar hann Elvar móður- bróðir er lagður af stað í sinn síð- asta túr og ljóst að ekki hittum við hann í þessum heimi oftar, streyma fram ljúfar minningar um liðnar samverustundir. Hann var frændinn sem sigldi á stórum skipum til útlanda, en útlöndin voru þá svo mikið lengra í burtu en nú er. Það var alltaf tilhlökkun hjá okkur krakkahópnum í Herðubreið og seinna á Hóla- brautinni þegar von var á Elvari og næsta víst að hann kæmi fær- andi hendi. Það voru sko engar hversdagsvörur sem hann kom með, heldur vörur sem ekki feng- ust í verslunum á þeim tíma. Hann kom með gos í dós, niður- soðna ávexti og fleira sem sett var á efstu hillu í búrinu og tekið fram þegar mikið stóð til hjá fjöl- skyldunni. Elvar missti móður sína ungur en þá fór hann í fóstur að Skarði á Akureyri. Uppeldisárin á Akur- eyri voru Elvari hugleikin. Þær minningar hans þaðan voru góð- ar. Það var afar kært milli Elvars og foreldra okkar, fyrrum dvaldi hann oft á heimili okkar. Því mynduðust sterk tengsl og ekki var sá fjölskylduviðburður að Elvar tæki ekki þátt í honum. Hann var skemmtilegur en gat verið stríðinn á stundum og þótti sumum nóg um. Alltaf samt vænn og góður. Við litum meira á hann sem „stóra bróður“ en frænda, svo sterk voru tengslin. Hann hefur líklega verið tækjaóður og heimili okkar naut góðs af því. Þegar hann kom úr siglingum birtist hann ósjaldan með ný- tískuleg tæki og tól sem áttu að létta móður okkar vinnuna við heimilið og eru sum tækin enn í notkun. Það var ekki lítil spennan þeg- ar fréttist að Elvar væri kominn með kærustu. Þau Edda bjuggu í nokkur ár á Skagaströnd. Þau eignuðust tvö börn, Ásdísi og Er- lend Þór. Elvar keypti fyrsta eik- arbátinn sem smíðaður var í skipasmíðastöð föður okkar á Skagaströnd, Ásdísi HU 10. Í kjölfarið fluttist Elvar suður með fjölskylduna þar sem hann gerði bátinn út. Elvar bjó lengi á Vest- urgötunni og þar áttum við systk- inin ævinlega afdrep hjá honum. Hann var góður heim að sækja og höfðum við aðsetur þar til lengri eða skemmri tíma. Mesta auðlegð Elvars og ham- ingja voru börnin hans og fjöl- skyldur þeirra. Það sá hver mað- ur hversu vænt honum þótti um börn sín og barnabörnin og hvergi naut hann sín betur en með barnabörnunum. Elvar var duglegur að rækta sambönd við fólkið sitt og ættmenni. Hann fræddi okkur hin um fjölskyldu- tengslin og færði fréttir af hvort öðru. Elvar var duglegur að taka þátt í viðburðum í fjölskyldunni. Hann spjallaði á glaðlegum nót- um við unga fólkið sem hafði gaman af. Sérstaklega er okkur minnisstæð ferð sem við systk- inin og fjölskyldur okkar fórum með móður okkar og Elvari til Ísafjarðar árið 2005 á hundrað ára afmæli Valdimars afa. Þar lék Elvar á als oddi og naut þess að fræða okkur um uppruna þeirra systkina. Elvar glímdi við veikindi síð- ustu árin, hann tókst á við þau af styrk, æðruleysi og kvartaði aldr- ei. Honum var alltaf meira um- hugað um líðan annarra en sína eigin. Elsku Ásdís, Erlendur og fjöl- skyldur, okkar dýpstu samúðar- kveðjur vegnar fráfalls ykkar yndislega föður og afa. Blessuð sé minning hans. Fyrir hönd barnahóps Erlu og Guðmundar, Þórdís Elva Guðmundsdóttir. Ævi manns eru 70 ár og þegar best lætur 80 ár, segir í heilagri ritningu. Frávikin eru mörg og sjúkdómar og annað sem breytir því. Við eigum það eitt víst að ganga á Guðs fund að lokum. 41 árgangurinn fyllir 70 árin um þessar mundir og það hafði Elvar Þór Valdimarsson gert á þessu vori. Það eru tímamót og dögum vorum fækkar. Elvar lést 29. ágúst síðastliðinn. Góðu lífi er lokið og gegn maður genginn. Hann er kominn norður og heim. Alltaf þegar ungar rætur upp úr moldu blöðin teygja flýgur hugur heim og norður, hnígur regn í gljúpan svörð. Veistu hvernig vorið kemur, vefur grasi laut og þúfu meðan nóttin bláa, bjarta breiðir slæðu á sofna jörð? Svo kveður Hjörtur Pálsson skólabróðir okkar Elvars í barna- skóla. Þar er eins og hvur maður sjái sjálfan sig. Ekki man ég Elv- ar í skóla fyrr en í 14. stofu hjá Tryggva Þorsteinssyni. Tryggvi var skátahöfðingi og góður kenn- ari í bestu merkingu þess orðs. Hann kom á ró og festu í hugum ærslafullra nemenda. Ekki segi ég að hann hafi barið menn til bókar en hann var strangur kennari, samanrekinn og göngu- lagið fjaðurmagnað. Elvar var góður námsmaður og um áramót í 6. bekk voru hann og Gústi í Litla-Garði forframaðir í betri bekk. Eftir fullnaðarpróf lá leiðin í Gagnfræðaskólann. Þar vorum við aftur saman og vináttan söm og áður. Elvar gegndi trúnaðar- störfum fyrir skólann og var um- sjónarmaður í frímínútum. Það fórst honum vel úr hendi í hví- vetna og félagarnir nutu engra forréttinda. – Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig, segir frelsarinn í dæmisögu um hinn stranga húsbónda. Hann lauk hinu meira stýrimannaprófi og sigldi mörgu fleyi heilu í höfn. Mannbjörg varð, er bátur hans fórst fyrir suðurströndinni. Hann missti aldrei mann eins og þar stendur og gæfa var yfir störfum. Í 2. bóknáms B unnum við fræki- legan sigur í sundkeppni skólans og hömpuðum „Bauknum“ eins og Akureyringar kalla það. Nokkrir dugmiklir strákar voru sendir upp í Hlíðarfjall einn góð- an vordag og steyptum við gólfið í bíslaginu. Hraustlega var tekið til höndum og sumir hrærðu steypuna og sumir óku hjólbör- um. Þar var Elvar fremstur í flokki, vel að burðum, samanrek- inn, meðalmaður á hæð og glett- inn til augnanna. Alla jafna var hann stríðinn og gamansamur, en nú var alvaran í fyrirrúmi. Verk- lagið bar vitni um fyrri störf að Skarði, þar sem hann ólst upp frá 8 ára aldri. Kom allajafna í skóla beint úr verkum á Skarði og hvarf til sömu verka að skóla loknum. Kjörin settu á manninn mark og það nýttist honum ævina á enda. Það var stoltur faðir, afi og tengdafaðir sem í okkar síðasta samtali fyrr í sumar sagði mér frá Erlendi syni sínum og Fann- eyju Svavarsdóttur sem hafa dvalið við söngnám og störf á Ítalíu um árabil, frá Ásdísi dóttur sinni og afkomendum öllum. Við útför hans heyrðu viðstaddir fagran söng þeirra. Ásdís tók á móti kirkjugestum, falleg og hlý, virðuleg og stolt föður síns. Ég sakna vinar í stað og þakka Elvari Þór Valdimarssyni sam- fylgd og góða vináttu. Þar fór góður maður, þar sem hann fór. Guðjón Jónasson. Meira: mbl.is/minningar Elvar Þór Valdimarsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út- gáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn- ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, "Senda inn minningargrein", valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu- degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein- göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.