Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 11
einmitt á sýningunni,“ segir Anton og bætir við að hann þekki ekki al- veg eins marga fugla og Alex. „En ég er að vinna í því.“ Þekkir flesta fugla í Evrópu Alex hefur óbilandi áhuga al- mennt á fuglum. „Mér finnst bæði gaman að skoða þá og að mynda þá. Ég fer í fuglaskoðunarferðir bæði hér heima og í útlöndum og tek þá myndavélina alltaf með,“ segir Alex sem hefur lesið sér heilmikið til um fugla og þekkir flesta fugla í Evrópu, hann þekkir einnig vel til amerískra fugla. Hann segir það eflaust hafa haft áhrif hversu snemma kviknaði áhugi á fuglum og fuglaljósmyndun að nágranni hans er Jóhann Óli Hilmarsson formaður Fuglavernd- ar. „Hann er einn helsti fugla- ljósmyndari landsins. Stjúpfaðir minn er líka í þessu, svo þetta er ná- lægt mér. Ég hef tekið myndir af um 120 fuglum á Íslandi en skráðar teg- undir hér eru um 300 að meðtöldum flækingum, svo það er nóg eftir.“ Anton Ísak hefur líka verið iðinn og segist hafa náð að mynda 97 teg- undir íslenskra fugla. Sumir glápa á okkur Þeir segjast fá misjöfn viðbrögð við þessu óvenjulega áhugamáli, en ekki er mikið um að krakkar á þeirra aldri hafi áhuga á fuglaljósmyndun. „Fólk starir stundum á okkur þegar við erum með þessar stóru linsur einhversstaðar úti við. Og litlir krakkar koma oft til okkar og spyrja hvað þetta sé. En flestir í kringum okkur hrósa okkur.“ En eru þeir meira heillaðir af einum fugli en öðrum? „Allir fuglar eru fallegir og erfitt að gera upp á milli þeirra. En ég get alveg játað að mig langar til að ná mynd af haferni og fálka, ég á það eftir. En ég stefni að því að ná því á næsta ári,“ segir Alex en aftur á móti hefur Anton Ísak tekið mynd af fálka og er stolt- ur af því, enda sjaldgæfur fugl. „Ég náði mynd af honum í nágrenni við Mývatn, ég hafði séð hann á ákveðnum stað og fór nokkrar ferðir og sat fyrir honum áður en ég komst í færi til að ná góðri mynd.“ Steindepill Alex Máni tók þessa einstöku mynd af steindepli. Kría Anton Ísak náði að fanga augnablikið þegar krían nældi sér í síli. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Nemendafélag Verslunarskóla Íslands stendur nú fyrir uppskriftakeppni í tengslum við hátíðina Full borg matar. Keppnin var kynnt í hádegi nú í vik- unni en þá kom hinn nýútskrifaði kokkur Gísli Matthías Auðunsson í heimsókn í skólann og eldaði spenn- andi rétti úr íslensku hráefni sem nemendur fengu að smakka. „Krökkunum fannst spennandi að sjá hvað hann eldaði og fá síðan að smakka svona góðan mat,“ segir Sig- ríður Erla Sturludóttir, formaður nem- endafélagsins. Hún segir nemendur skólans vera fulla af góðri orku þessa dagana en nýtt eldhús hefur verið tek- ið í notkun í skólanum þar sem áhersla er lögð á hollan og góðan mat. Gísli eldaði blómkáls couscous með gulrót- um í forrétt, reykta ýsu með dilli og piparrót og nýuppteknum kartöflum í aðalrétt og loks skyrrétt með bláberj- um og deigmylsnu ofan á. Uppskriftakeppnin er nú í fullum gangi en uppskriftin getur verið að forrétti, aðalrétti eða eftirrétti, allt eftir því sem nemendum dettur í hug. Sigurvegarinn fær skemmtileg verð- laun að hætti matgæðinga, meðal annars út að borða fyrir tvo á Fisk- markaðnum ásamt. Þar að auki verður haldinn eins konar hátíðar-hádeg- isverður þar sem vinningsrétturinn verður eldaður fyrir nemendur skól- ans. „Full borg matar er spennandi há- tíð og okkur finnst skemmtilegt að taka þátt í henni. Hátíðin snýst um ís- lenska matargerð þannig að íslenskt hráefni og uppskrift er þemað í keppn- inni hjá okkur,“ segir Sigríður Erla. Full borg matar í Versló Vandvirkir Nemendur fengu að smakka girnilegan mat. Uppskriftakeppni nemenda Loðin Þessi taska minnir kannski helst á krúttlegt gæludýr. Smart Óvenjuleg lita- samsetning sem gengur vel upp. Sjóaraleg Þessi gengur við bæði hvítt og svart. Ljósmyndasýningin Fuglablik er tileinkuð Hjálmari R. Bárðarsyni sem lést í mars 2009. Í tilkynn- ingu segir að Hjálmar hafi verið brautryðjandi í fuglaljós- myndun hér á landi og hann gaf út fyrstu stóru ljósmyndabók- ina um íslenska fugla árið 1986. Hjálmar, ásamt Grétari Eiríks- syni, var af annarri kynslóð ís- lenskra fuglaljósmyndara en það var Björn Björnsson frá Norðfirði sem ruddi brautina. Hjálmar var gríðarlega áhuga- samur, iðinn, nákvæmur og list- rænn í ljósmyndun sinni. Ljósmyndarar sýningarinnar eru á aldrinum 14 til 87 ára. Sammerkt með verkunum er aðdáun og virðing á íslenskri náttúru og íslenskum fuglum. Í verkunum leika ljósmyndararnir sér að litum, ljósi og skugga, sýna fugla að leik og starfi, í aksjón eða kyrra, portrett eða sem hluta af náttúrunni. Efn- istökin eru jafn margbreytileg og ljósmyndararnir eru margir. Sýningin stendur til 25. sept- ember og er opin virka daga frá kl. 8-19 en um helgar frá kl. 12- 18. Fuglablik LJÓSMYNDASÝNING FUGLAVERNDAR Kæru landsmenn Til hamingju með Dag íslenskrar náttúru! Upplýsingar um dagskrá er að finna á www.umhverfisraduneyti.is Í aldanna rás hefur íslensk náttúra gefið okkur kraft og veitt innblástur um leið og hún hefur gert okkur kleift að lifa af í harðbýlu landi. Í náttúru landsins er falinn fjársjóður sem mikilvægt er að varðveita fyrir komandi kynslóðir. Höldum daginn hátíðlegan og njótum þess sem íslensk náttúra hefur að bjóða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.