Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Eins og margir hafa eflaust áttað sig á er þessi fullyrðing notuð til þess að fá forráðamenn til að sveigja til útivist- arreglurnar. Nú er haustið komið og vert að benda for- ráðamönnum barna og unglinga á að frá og með 1. september breytast útivistarregl- urnar. Börn tólf ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eft- ir kl. 20 nema í fylgd með full- orðnum og unglingar þrettán ára og eldri ekki eftir kl. 22 með sömu skilyrðum „enda séu þau ekki á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu“ (92. grein Barnaverndarlaga nr. 80/2002) Opnunartími félagsmiðstöðva Íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur fyrir unglinga í 8.-10. bekk er til kl. 22 á virkum kvöld- um og jafnvel lengur í einstaka til- fellum. Það hefur í för með sér að unglingar geta verið á heimleið úr félagsmiðstöðvastarfi eftir kl. 22 á kvöldin en þar sem félagsmið- stöðvastarf telst til „viðurkenndr- ar æskulýðssamkomu“ fellur þessi opnunartími innan lagarammans. Til að koma í veg fyrir óæskileg- ar hópamyndanir unglinga seint á kvöldin og um helgar er mikilvægt að forráðamenn og aðrir sem koma að málefnum barna og ung- linga taki höndum saman og fylgi settum útivistarreglum. Það er mikilvægt að allir leggist á eitt og virði útivistarreglur og skapi börn- um og unglingum jafnframt að- stæður til að leiks og starfs í öruggu umhverfi og þar er starf- semi félagsmiðstöðva tilvalinn vettvangur. Við hvetjum börn, unglinga og forráðamenn til að kynna sér starfsemi félagsmið- stöðva ÍTR og til virkrar þátttöku í því starfi sem þar fer fram á komandi vetri. En allir mega vera lengur úti Eftir Guðrúnu Björku Freysteins- dóttur og Huldu Valdísi Valdimars- dóttur Guðrún Björk Freysteinsdóttir » Viðkvæðið hjá mörg- um börnum og ung- lingum þegar útivist- artíminn er til umræðu er að allir megi vera lengur úti. Höfundar eru deildarstjórar ung- lingasviðs í Frostaskjóli og Gufu- nesbæ. Hulda Valdís Valdimarsdóttir Eftir þrálátustu norðaustanátt og köld- ustu vormánuði sem elstu menn hér um slóðir minnast, reið sumarið loks í garð í júlíbyrjun. Að vísu með nýtilkomnum plágum, geitungum og bitmýi svo skæðu að flugnager eru að verða staðalbúnaður útivist- arfólks. Ísbjarna hefur ekki orðið vart hér nærlendis síðan í maíbyrj- un, en birnan sem þá var felld var aðeins 95 kg. eða eins og slök skjaldfönnsk meðalær í vikunni fyr- ir burð, en þyngstar verða þær 120 kg. En birnan var banhungruð, svo það var lán að hún rölti ekki hingað þar sem fólk var á ferð milli opinna fjárhúsa og bæjar allan sólarhring- inn og skotvopn sem duga á ísbirni ekki að jafnaði með í för. Þetta leiddi hugann að þörf á ísbjarn- artryggingu. Hver hefði svo átt til- kall til dýrsins ef það hefði verið fellt hér? Óneitanlega hefði verið gaman að fá bjarnarfeld á stofu- gólfið, að ekki sé nú talað um að geta glatt Jón Gnarr með lifandi ís- birni. Vesælar sveitarstjórnir Gestir úr Mývatnssveit litu hér við á fyrstu góðviðrisdögum og sögðu þau tíðindi úr þessari fræg- ustu fuglaparadís landsins og þó víðar væri leitað, að þar væri hreppsnefndarfólk orðið svo rislágt að telja það ekki lengur fjárhags- lega á sínu færi að halda uppi refa-, minka- og vargfuglaeyðingu. Í Súðavíkurhreppi ríkir sveit- arstjóri sem hafnar því að refir hafi eða geti valdið tjóni á sauðfé, en telur Mel- rakkasetur helstu skrautfjöður í sínum hatti. Þar fór þó ekki betur en svo í fyrra haust að yrðlingur beit forstöðukonuna svo aka þurfti henni í hasti á sjúkrastofnun til að- hlynningar. Hundar sem bíta fólk og fénað eru venjulega aflífaðir tafarlaust, en yrð- lingnum var ekið inn í Djúp og sleppt þar. Í Reykjavík hópast borgararnir niður að Tjörn til að gefa mávunum. Í mínu sveit- arfélagi, Strandabyggð, þar sem eintómir græningjar sitja við stjórnvölinn og íbúarnir stæra sig helst af framúrskarandi sauð- fjárbúskap erum við sem sinnum grenjavinnslu, á langtum lakari kjörum en unglingarnir sem reyta arfa, slá og raka í þorpinu. Nýút- gefinn taxti til okkar eru 7000 kr. á fullorðið dýr og 1600 kr. á yrðling, tímakaup 800 kr. og akstur 79. kr. per km. Í vetrarveiði fáum við að- eins greitt 7000 kr. fyrir skott að hámarki, þó aðeins fyrir 10 dýr, en sá er best gerði í vetur náði 71 tófu. Vargaverndarráðuneytið Yfir okkur í Strandabyggð flæðir ríkisverndaður refur sem hefur tímgast óáreittur síðan 1994 í svo- kölluðu Hornstrandarfriðlandi og fært þaðan út kvíarnar. Mun nú láta nærri að Vargaverndarráðu- neyti Svandísar Svavarsdóttur og fyrirrennara hennar hafi tekist með þessu hátterni að gjöreyða öllum fugli utan þverhníptra strand- bjarga, á um 1% af flatarmáli Ís- lands. Þessi „náttúruvernd“ hefur ekki enn náð hingað í Skjaldfann- ardal því frá síðustu viku apríl til og með fyrstu viku ágústs, njótum við allan sólarhringinn hins fjöl- breyttasta fuglasöngs og margar tegundir færast greinilega í aukana svo sem kría, lóa, maríuerlur og músarindlar. Hugsanlega á flótta undan tófunni hingað í öryggið undir okkar verndarvæng. En umboðsmenn vargsins geta ekki unnt okkur þessarar sum- ardýrðar því tvisvar hefur verið gerð tilraun til að færa hin svoköll- uðu friðlandsmörk út, allt að hlað- vörpum sauðfjárbænda hér og í Ár- neshreppi, en verið slegin út af borðinu í bæði skiptin. Ein er þó sú fuglategund hér sem á bágt, en það er rjúpan, enda býr hún við áþján rebba allan ársins hring. Nú má segja að hún sé aldauða norðan Djúps, því í grenjaleit sáum við þrír sem henni sinntum á gríð- arlega víðáttumiklu svæði, allt frá Mórillu í Kaldalóni og inn að Ísa- fjarðará, aðeins 4 karra og 1 rjúpu með 8 unga. Það er því hrein og klár og undanbragðalaus skylda Svandísar Svavarsdóttur að friða nú þegar rjúpuna í a.m.k. 3-5 ár. Enginn vafi er á að sú reg- inheimska hennar að fella niður fjárstuðning ríkisins við að halda rebba í skefjum á eftir að hafa geigvænleg áhrif á nytjafuglastofna svo sem rjúpu, gæs og æðarfugl. Aðgerðir „Viljum við tófugagg í stað fugla- söngs“ er spurt í Mbl. 28. júní sl. Svarið er að náttúruverndarsinnar verða að fara að hysja upp um sig brækurnar. Vilja þeir eðlilegt fugla- líf um land allt í framtíðinni, raddir vorsins, fylgjast áfram með fjöl- breyttri athafnasemi vorboðanna ljúfu og vexti og viðgangi margs- konar fiðraðs ungviðis – eða bara þögnina, æ oftar rofna af tófu- gaggi? Í ellefu aldir hefur þjóðin, lengst af fátæk og kúguð, haldið varginum í skefjum. Á þessum tækni- og ríki- dæmistímum er smánin því meiri ef við látum svo fram fara sem horfir. Til að snúa flóttanum í sókn þarf helst til að koma: 1) Lagabreytingar sem gera sveitarfélögum skylt, að við- urlögðum sektum eða sviptingu jöfnunarsjóðsgreiðslna, að sinna vargaeyðingu af fullri hörku. 2) Nægt fjármagn verði tryggt með því að fækka silkihúfum í Vargaverndarráðuneyti um 20-30. 3) Vargurinn eigi hvergi grið- land. 4) Þaulreyndir veiðimenn (ekki líffræðingar) verði ráðnir til skipu- lagningar og verkstjórnar. Erfir vargurinn landið? Eftir Indriða Að- alsteinsson » Í Súðavíkurhreppi ríkir sveitarstjóri sem hafnar því að refir hafi eða geti valdið tjóni á sauðfé, en telur Mel- rakkasetur helstu skrautfjöður í sínum hatti. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn við Djúp Landsliðið í brids keppir á ný um Bermudaskálina – þriggja daga æfingamót um helgina Um þessar mundir eru 20 ár liðin frá því landslið Íslands í brids hreppti Bermudaskálina eftirsóttu eða heimsmeistaratitil í sveitakeppni í brids. Nú hefur landsliðið unnið sér á ný rétt til þátttöku í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins og hefur því möguleika á að vinna Bermudaskál- ina á nýjan leik. Í þetta skiptið fer heimsmeistaramótið fram í Veldho- ven í Hollandi, rétt fyrir utan Eindhoven. Mótið hefst 15. október. Allt þetta ár hefur landsliðið stundað strangar æfingar til undir- búnings heimsmeistaramótinu og nær undirbúningurinn hámarki um helgina með þriggja daga æfinga- móti sem hefst í dag, föstudag, á Center Hotel Plaza í Reykjavík. Tíu þekktir landsliðsmenn frá Danmörku, Svíþjóð og Póllandi etja kappi við íslenska landsliðið en margir þeirra spiluðu við Íslendinga til úrslita í Yokohama árið 1991. Þeirra á meðal eru Tommy Gullberg og Per Olof Sundelin frá Svíþjóð og Pólverjinn Marek Szymanowski. Aðrir erlendir spilarar eru: Mor- ten Bilde og Jörgen Hansen, Jens Auken og Sören Christiansen, allir frá Danmörku og Piotr Walszak, Piotr Zak og Jerzy Zaremba. Auk æfingamótsins, sem landslið- ið spilar um helgina mun Bridgesam- band Íslands standa fyrir afmælis- móti til að minnast sigursins 1991. Það verður í tvímenningsformi og verður spilað í Hörpu. Mótið hefst klukkan 16 laugardaginn 17. septem- ber og lýkur um klukkan 19:15 og fer afhending verðlauna fram skömmu síðar. Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudagsklúbburinn hóf spila- mennsku miðvikudaginn 14. septem- ber. 16 pör mættu til leiks og var spilaður Monrad barómeter Efstu pör voru: Guðlaugur Sveinss. – Guðrún Jörgensen 36 Hanna Friðriksd. – Inga L. Guðmundsd. 27 Sturlaugur Eyjólfss. – Jón Jóhannsson 19 Halldór Ármannss. – Gísli Sigurkarlsson 18 Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þorvaldsson 14 Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37 og hefst spilamennskan kl. 19 og er búin fyrir 23. Það eru alltaf spilaður eins kvölds tvímenningur og tekið vel á móti óvönum spilurum. Öll úrslit og lifandi skor er að finna á heimasíðu félagsins, www.bridge.is/mid BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is ENN MEIRI m.mbl.is - V I L T U V I T A M E I R A ? Fleiri efnisflokkar, vefsjónvarp mbl, Smartland og margt fleira er meðal nýjunga sem þú getur nálgast í símanum þínum. Nú tekurðu vinsælasta vef landsins með þér hvert sem þú ferð og ert alltaf með nýjustu fréttirnar í símanum. Fáðu fréttirnar þegar þú vilt. www.m.mbl.is m.mbl.is var valinn farsímavefur ársins fyrir árið 2010. NÚ ÆTLUM VIÐ AÐ GERA ENN BETUR 2011.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.