Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 1
HEIMILI OG HÖNNUN HUGMYNDIR AÐ LAUSNUM FYRIR HVERN SEM ER Í 40 SÍÐNA SÉRBLAÐI Egill Ólafsson egol@mbl.is Sextíu kennurum frá Brekkubæjarskóla á Akranesi hefur verið gert að greiða rúmlega fjórar milljónir króna vegna pöntunar á hót- elgistingu í Boston, en hópurinn kemst ekki á áfangastað vegna þess að Iceland Express felldi niður flugferðir til Boston. Ekki tókst að finna aðra leið til að koma farþegum á áfanga- stað; því var námsferð kennaranna felld niður. Hildur Björnsdóttir, talsmaður kennaranna, segir að sér hafi verið bent á að samkvæmt reglugerð um réttindi flugfarþega beri flug- félagi skylda til að koma flugfarþegum til áfangastaðar með öðrum leiðum ef flug er fellt niður. Iceland Express hafi ekki virt þessa Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Flugmálastjórnar, segir að á síðasta ári hafi Flugmálastjórn fengið úrskurðarvald í málum af þessu tagi. Hún segir að öll málin eigi það sammerkt að ekki hafi náðst samkomulag milli farþega og flugrekenda, en mörg mál leysist án formlegs úrskurðar. Valdís segir að réttur farþega sé sterkur og flest þessara mála falli þeim í vil, en þó ekki öll. Hægt er að áfrýja úrskurði til innanríkisráðuneytisins og Valdís segir að nokkur mál hafi farið þangað. Hún segir að allmargar kvartanir séu enn óaf- greiddar, en málin taki oft talsverðan tíma. Flugfélögin hafa þurft að greiða milljónir króna í bætur til farþega. MÞurfa að greiða hótelinu 4 milljónir »4 reglugerð. „Við höfum farið fram á að flug- félagið borgi þennan kostnað en þeir neita því.“ Hótelkostnaður er ekki inni í umræddri reglugerð en Hildur segir augljóst að kostn- aðurinn sé tilkominn vegna þess að flugfélagið kom þeim ekki á áfangastað. „Við erum nú að leita ráða hjá lögfræðingum um næstu skref.“ 44 kvartanir vegna Iceland Express Það sem af er þessu ári hefur Flugmála- stjórn afgreitt 62 kvartanir frá farþegum vegna þess að flugi hefur verið aflýst, vegna seinkana á flugi eða af öðrum ástæðum. Í flest- um tilvikum hefur flugfélögunum verið gert að greiða bætur. Af þessum 62 kvörtunum eru 44 vegna Iceland Express, 17 vegna Icelandair og ein vegna Flugfélags Íslands. Fjórar milljónir í súginn  Hópi fólks gert að greiða kostnað vegna pöntunar á hótelgistingu í Boston en hann komst ekki á áfangastað þar sem Iceland Express felldi niður flugið Ferðamenn í hvalaskoðun á Ömmu Siggu, báti Gentle Giants á Húsa- vík, brostu allan hringinn í gær þegar stór hnúfubakur lék listir sínar við bátshliðina. Amma Sigga var kyrr þegar hvalurinn kom upp í um tíu metra fjarlægð. Það var líkt og hann væri að skoða ferðafólkið, að sögn Stefáns Guðmundssonar, eiganda Gentle Giants. Mikið er af hval á Skjálfanda og verður hvalaskoðun haldið áfram út mánuðinn. Ljósmynd/Stefán Guðmundsson Hnúfubakur heillaði ferðamenn við Húsavík Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nokkrir einstaklingar, um fimm talsins, sem ekki hafa fengið endurreiknuð gengistryggð lán vegna þess að þau hafa verið gerð upp fyr- ir yfirfærslu eigna og skulda viðskiptabank- anna í ný félög hafa leitað til umboðsmanns skuldara. „Ef þeir eru ekki fleiri ætti að vera auðveldara fyrir bankana að sýna sanngirni og end- urreikna þessi lán,“ segir Svan- borg Sigmars- dóttir, sviðsstjóri kynningarsviðs umboðsmanns skuldara. Svanborg segir að sumir þeirra sem þangað hafi leitað hafi verið hræddir um að krónan myndi falla meira og séð fram á að geta ekki staðið í skilum með erlendu lánin. Þeir hafi tekið lán í íslenskum krónum í staðinn og séu nú að borga af þeim í þessum bönkum. Starfsmenn umboðsmanns skuldara hafa haft samband við fjármálafyrirtækin og reynt að fá þau til að endurreikna lánin og endur- greiða. Bankarnir hafa vísað þessum málum frá sér, á skilanefndir gömlu bankanna, eins og fram kom í viðtali við Boga Ragnarsson kennara í Morgunblaðinu í gær. Þeir segjast hafa tekið við tilgreindum eignum og skuld- bindingum og þar á meðal séu ekki kröfur vegna viðskipta sem gerð voru upp í tíð gömlu bankanna. Svanborg segir að þessi afgreiðsla sé ósanngjörn gagnvart þessum fáu einstak- lingum en segir ekki hægt að fullyrða að hún gangi gegn lögunum. „Þetta hefur ekki borið árangur en við höfum ekki gefist upp og höld- um áfram.“ Mál hjá umboðs- manni  Telja ósanngjarnt að endurreikna ekki lánin Bílalán » Þeir sem skuld- uðu bílalán hjá dótturfélögum bankanna hafa fengið endurreikn- ing og eftir atvikum endurgreiðslu þótt þau hafi verið gerð upp fyrir yfirfærslu eigna og skulda til nýju bankanna. Sala á nýjum íslenskum bjór hefst í dag. Þrír bandarískir frumkvöðlar standa að baki „Einstök Beer“ sem bruggaður er hjá Víking á Akureyri. Þremenningarnir eru stórhuga og vonast til að gera góða hluti á mark- aði fyrir handverksbjór. Bjórinn verður innan skamms kominn í sölu á mörkuðum sem spanna um 40 milljónir neytenda og ætlunin er að gera „Einstök“ að þekktustu útflutningsvöru Íslands á næstu 3-5 árum. Athafnamennirnir hyggjast m.a. nýta sér ímynd landsins við mark- aðssetninguna og segja að ólíkt flestum öðrum bjórtegundum þurfi ekki að teygja sannleikann til að kenna „Einstök“ við hreinleika og fegurð. Vaxandi markaður er fyrir hand- verksbjór en hann höfðar til ein- staklinga sem sækjast eftir fjöl- breyttari drykkjarupplifun og blæbrigðaríkari bjór en stóru al- þjóðlegu merkin bjóða upp á. »18 Kenna öllum að segja „skál“  Bandarískir frumkvöðlar standa að baki „Einstök Beer“  Ætla að gera bjórinn að þekktustu útflutningsvöru Íslands Stórhuga „Einstök Beer“ fer brátt í sölu á mjög stórum mörkuðum. Flokkafylking vinstri- og miðju- manna vann þingkosningarnar í Danmörku í gær og hlaut nauman meirihluta á þingi, alls 92 sæti af 179. Hin 45 ára gamla Helle Thorning- Schmidt, leiðtogi jafnaðarmanna, verður forsætisráðherra, fyrst kvenna í sögu þjóðarinnar. „Þetta er stórkostlegt,“ sagði Thorning-Schmidt í gærkvöldi en fráfarandi forsætisráðherra, Lars Løkke Rasmussen, hafði þá viður- kennt ósigur sinn. Hann gat þó yljað sér við að flokkur hans, Venstre, hélt sínum hlut og er áfram stærstur á þingi með 47 sæti. Jafnaðarmenn töpuðu nokkru fylgi og hefur það ekki verið minna í meira en öld. »20 Stjórnin féll og Thorning- Schmidt tekur við völdum Vinstriflokkar til valda á ný Kosningar í Danmörku Þingsæti alls: 179 Hægri- og miðjuflokkar Vinstri- og miðjuflokkar 92 87  Stofnað 1913  217. tölublað  99. árgangur  F Ö S T U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 1 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.