Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 ✝ Elínborg JónaRafnsdóttir fæddist 5. janúar 1956. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi miðviku- daginn 7. sept- ember 2011. Foreldrar henn- ar voru Rafn Magn- ússon, matsveinn, f. 4. september 1931, d. 10. apríl 1966, og Svanfríður Kristín Benediktsdóttir, sjúkra- liði, f. 6. desember 1925, d. 12. október 2009. Sonur Elínborgar er Rafn Marteinsson, f. 12. júlí 1973. Sambýliskona hans er Kristín Jónsdóttir, f. 6. október 1977. Sonur þeirra er Jón Atli Rafnsson, f. 30. desember 2010. Fyrir átti Rafn Ásthildi Rafns- dóttur, f. 16. nóvember 2001, móðir hennar er Hrönn Birg- isdóttir. Systkini Elínborgar eru: 1) Ágúst Jónsson, f. 29. ágúst 1944, kvæntur Birnu Geirsdóttur, f. 8. apríl 1946. Börn þeirra eru Einar Ólafur, Guðni Kristján og Inga Sóley. 2) Sigurborg Sveinbjörns- dóttir, f. 25. nóvember 1947, gift Jóni K. Guðbergssyni, f. 14. sept- ember 1940. Synir þeirra eru Rafn Magnús, Guðberg Konráð, Svanur Rúnar og Sveinbjörn Bjarki. 3) Anna Jenný Rafnsdótt- ir, f. 15. apríl 1952, gift Gylfa Ingólfssyni, f. 5. september 1951. Dóttir þeirra er Berglind Ýr. 4) Ásdís Lára Rafnsdóttir, f. 26. maí 1953. Börn hennar og Ólafs Gunnarssonar eru Ragnheiður Mar- grét og Davíð Örn. 5) Úlfar Garðar Rafnsson, f. 12. ágúst 1954, d. 2. ágúst 1987. Dætur hans og Helgu Guð- mundsdóttur eru Svana og Heba. 6) Edda Maggý Rafns- dóttir, f. 13. október 1958, gift Þórarni Kópssyni, f. 24. apríl 1960. Börn þeirra eru Benedikt Þorri og Alda Þyri. 7) Aðalheiður Arna Rafnsdóttir, f. 13. ágúst 1962. Börn hennar og Gunnars Arnar Vilhjálmssonar eru Vilhjálmur Ari og Rósa Maggý. Elínborg fæddist í Reykjavík og bjó fyrstu æviárin í bragga á Laugarnestanga en fluttist síðan með fjölskyldu sinni að Ásgarði 143 í Reykjavík þar sem hún ólst upp. Hún gekk í Breiðagerð- isskóla og síðan Réttarholts- skóla. Hún vann við ýmis sölu- og skrifstofustörf en lengst af starf- aði hún sem bankamaður, fyrst hjá Landsbanka Íslands árin 1974-1993 en síðar hjá Íslands- banka þar sem hún starfaði þar til hún lét af störfum vegna veik- inda á árinu 2010. Hún bjó lengst af í Háaleit- ishverfinu en síðustu árin bjó hún að Laugarnesvegi 89 í Reykjavík. Útför Elínborgar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 16. sept- ember 2011, og hefst athöfnin kl 13. Elsku mamma mín. Þetta eru þung spor. Þau þyngstu er ég hef nokkurn tím- ann stigið. Það er sárara en orð fá lýst að hafa ekki náð heim í tæka tíð, fá ekki að sjá þig aftur, heyra rödd- ina og finna fyrir hlýjum faðmi. Þegar við kvöddumst kvöldið áð- ur en við Stína og Jón Atli flutt- um til Svíþjóðar leiddi ég hugann að því hvort við værum að kveðj- ast í síðasta skipti, en vildi ekki trúa því. Veikindi þín höfðu dreg- ið úr þér mátt smám saman og í fyrsta sinn frá því löng sjúkra- saga þín hófst, fyrir rúmum sex- tán árum, fann ég fyrir þverrandi von í eigin brjósti. Þú varst hins- vegar full bjartsýni og jákvæðni alveg fram á síðasta dag. „Besti dagurinn minn í langan tíma,“ sagðirðu við mig þegar við rædd- umst við í síma tveimur dögum áður en þú kvaddir. Æðruleysi, jákvæðni og þakklæti fyrir sér- hvern dag einkenndi þig síðustu vikurnar svo aðdáun vakti. Þú vildir ekki heyra á það minnst að við frestuðum eða breyttum okk- ar plönum varðandi Svíþjóð: „Þið haldið ykkar striki, það verður allt í lagi með mig.“ Það var auðvelt að leita til þín og við gátum alla tíð rætt málin opinskátt. Þínir helstu eiginleik- ar voru heiðarleiki, rík réttlæt- iskennd, dugnaður, umburðar- lyndi og samkennd. Með slíka eiginleika er auðvelt að laða að sér fólk, enda áttirðu marga vini. Þú máttir ekkert aumt sjá og varst ávallt boðin og búin að rétta fram hjálparhönd. Þú varst svo þakklát fyrir það sem aðrir gerðu fyrir þig og vildir ávallt launa fyr- ir. Því miður léstu oftar en ekki sjálfa þig mæta afgangi og dróst þig í hlé ef gert var á þinn hlut, í stað þess að svara fyrir þig. Þú kenndir mér svo margt og gerðir mig að þeim manni sem ég er í dag. Þú kenndir mér strax á unga aldri að hlutirnir koma ekki af sjálfu sér, það þarf að hafa fyr- ir þeim. Þú varst ekki bara móðir mín heldur einnig besti vinur minn og félagi. Hvattir mig áfram og studdir í öllu því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú tókst fullan þátt, hvort sem það tengd- ist skólagöngu minni, áhugamál- um eða hverju því sem ég tók mér fyrir hendur. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Tónlist skipaði stóran sess í þínu lífi. Hrein unun var að sitja með þér og hlusta á uppáhalds- tónlistina þína. Þrátt fyrir þverr- andi þrek léstu ekkert stöðva þig í að sækja listviðburði á borð við tónleika og leiksýningar. Sigling- in í Karíbahafinu á fimmtugsaf- mælinu þínu líður mér seint úr minni. Hvað þú naust þín vel þar, í bikiníi á þilfarinu á daginn en samkvæmiskjól í veislusalnum á kvöldin. Augasteinarnir þínir, ömmu- börnin Ásthildur og Jón Atli, voru þér svo mikils virði. Þau eiga eftir að sakna þín sárt en við munum hjálpa þeim að halda minningu þinni á lofti. Rifjum upp með Ásthildi þær yndislegu stundir sem þið áttuð saman, t.d. í Hörpunni í vor enda samband ykkar einstakt. Við segjum líka Jóni Atla frá því hvað amma hans var stolt af honum þegar hann bara átta mánaða var farinn að standa upp við allt sem á vegi hans varð. Það er komið að leiðarlokum. Hvíl í friði, elsku mamma mín. Takk fyrir allt. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Þinn sonur, Rafn. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr, en örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Margs er að minnast, margs er að sakna. Okkur systurnar langar að minnast elskulegrar systur okk- ar, Elínborgar eða Ellu eins og hún var ávallt kölluð. Ella var mörgum góðum kost- um búin. Hún var einstaklega ið- in og vandvirk við allt sem hún tók sér fyrir hendur. Við minn- umst þess hve glaðvær hún var og hversu þétt og hlýlegt faðmlag hún hafði, þó hún væri fíngerð. Örlæti hennar virtist takmarka- laust og hún hafði sterka réttlæt- iskennd. Það er stórt skarð höggvið í systkinahópinn við fráfall Ellu og hennar er sárt saknað, en þó er missir Rafns sonar hennar mest- ur, en samband þeirra mæðgina var einstakt. Guð geymi þig, elsku Ella. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson) Anna Jenný, Ásdís (Addý), Edda Maggý og Aðalheiður (Heiða). Það er mér erfitt að setjast niður og skrifa um elskulega systur mína Elinborgu Jónu sem eftir langa og hetjulega baráttu hefur nú orðið að lúta í lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi. Eftir örskamman en snarpan lokaslag verið kölluð burt frá ást- vinum allt of fljótt, aðeins 55 ára. Ella var í einkalífi mikil gæfu- kona, hún eignaðist soninn Rafn sem hefur fært henni tvö falleg barnabörn, þau Ásthildi og Jón Atla, sem voru hennar sólargeisl- ar í lífinu. Hún naut þess að fylgj- ast með barnabörnum sínum vaxa og dafna. Ella vakti hvar- vetna athygli fyrir einstakan glæsileika og hjartahlýju. Heið- arleiki og vandvirkni var henni í blóð borin. Hún var tók upp hanskann fyrir aðra ef á þá var hallað en átti ekki eins gott með að verja sjálfa sig. Hún var hörkudugleg við alla vinnu, var metnaðarfull og lagði hart að sér að skila verkinu vel. Hún var afar sjálfstæð, dugleg og ósérhlífin enda átti hún rætur að rekja til styrkra stofna á Vestfjörðum. El- inborg Jóna líktist í mörgu móð- urömmu sinni Jónu P. sem var henni afar kær en hjá henni dvaldi hún oft að sumarlagi á Ísa- firði. Þeim leið vel saman og átti hún fallegar og góðar minningar frá þeim tíma. Elinborg langamma hennar átti líka sterka tengingu inn í líf hennar. Trygg- lyndi og trúmennska voru rík í fari hennar og var henni hugleik- ið að þeirra sem á undan voru farnir væri minnst af virðingu. Með síðustu óskum hennar var að setja blóm á leiði föður okkar á 80 ára fæðingarafmæli hans nú 4. september. Elinborg systir mun nú fá að hvíla við hlið þeirra sem snertu hana mest, mömmu og Úlla bróður. Við hjónin urðum þess forrétt- inda aðnjótandi að fá Ellu með okkur í fimm vikna sumarleyfi í hús okkar í Danmörku sl. sumar. Hún var þá orðin lasburða en hún lét það ekki aftra för. Hún naut þess að skoða sig um, fór með okkur í stuttar ferðir þegar heils- an leyfði. Ekki síst naut hún þess að eiga samveru við frændfólk og vini. Eftir að heim kom í byrjun ágúst, í ítarlegri læknisrannsókn, kom í ljós að um annan og alvar- legri sjúkdóm var að ræða en hún hafði áður fengið greiningu og meðferð við. Nú tók við erfiður tími, sjúkrahúslega með hléum. Það varð því hlutskipti Ellu að takast á við erfiðan sjúkdóm. Þar skiptust á skin og skúrir eins og verða vill í harðvítugri glímu. Aldrei heyrðist æðruorð af henn- ar vörum, þó að okkur væri löngum ljóst, að baráttan tæki verulega á. Hún var þakklát fyrir hvern dag, sem henni auðnaðist að njóta. Mér varð það ljóst síð- ustu vikurnar að Ella átti brenn- andi trú í hjarta sínu. Hún sagði mér að erfið veikindi sín hefðu veitt sér nýja og dýpri lífssýn. Við hjónin viljum fá að þakka samveruna og það mikla traust sem hún hafði til okkar og okkar fjölskyldu. Það voru forréttindi að fá að verða henni samferða síðasta spölinn. Við systkinin höfum misst mikið, okkar elskulegu Ellu. Elsku systir, hafðu þökk fyrir allt og góða heimferð. Elsku Rafn, Stína, Ásthildur og Jón Atli, ykkar sorg er mikil. Biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur og hugga. Sísí og Jón K. Meira: mbl.is/minningar Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson) Sofðu rótt, elsku Ella. Vilhjálmur, Rósa Maggý, Benedikt og Alda Þyri. Í dag kveðjum við elskulega æskuvinkonu okkar, hana Ellu Boggu, og verður hennar sárt saknað af okkur. Elsku vinkona, það er með söknuði og trega sem við kveðj- um þig og þökkum þér samfylgd- ina í gegnum árin. Það var alveg sama hvað það leið langt á milli þess sem við hittumst, það var alltaf eins og við hefðum bara hist í gær. Minning þín mun ávallt lifa með okkur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Við sendum Rabba, Stínu, börnum þeirra og öðrum ástvin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Hvíl í friði, elsku Ella Bogga okkar, og Guð geymi þig. Þínar æskuvinkonur Þorbjörg og Sigríður (Tobba og Systa). Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. (Bubbi Morthens) Elsku Elínborg. Nú hefur verið höggvið stórt skarð í vinahópinn. Okkur langar að þakka þér fyrir allar skemmti- legu stundirnar sem við áttum saman, sumarbústaðaferðirnar, fjörið í heita pottinum, kaffihúsa- röltið og matarveislurnar með söng og dansstuði og ekki síst ógleymanlegu Barcelónaferðina okkar. Söknum þín sárt. Vottum þínum nánustu okkar innilegustu samúð. Þínar vinkonur, Amalía, Anna Guðný, Guðný, Ingibjörg, Katrín, Kristín, Sigríður H. og Sigríður S. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Guð geymi þig, elsku Ella okk- ar. Berglind, Samúel og börn. Við æskuvinir Rafns minn- umst Elínborgar Jónu, móður hans, með miklum hlýhug og virðingu nú þegar hún kveður okkur langt, langt fyrir aldur fram. Elínborg var ekki aðeins móðir eins úr vinahópnum, held- ur góð og traust vinkona sem fylgdi okkur út í lífið og átti við okkur gott samband alla tíð, hún var sterk kona sem þurfti að glíma við veikindi alltof oft og varð því miður að játa sig sigraða að lokum. Samband Rafns og mömmu hans var einstakt. Hún var aðeins unglingur þegar hún átti hann, sólargeislann sinn og einkabarn- ið. Hún var langyngst mæðra okkar, sumir okkar áttu systur sem voru jafngamlar henni. Fyr- ir vikið var frábært að eiga at- hvarf í íbúðinni hjá þeim mæðg- inum; þar var alltaf verið að hlusta á góða tónlist og þar var alltaf góður andi. Við fundum snemma að samband þeirra mæðgina einkenndist af mikilli ást og vináttu; Rabbi heyrði oft á dag í móður sinni og þau reynd- ust hvort öðru ómetanlegur vin- ur. Elínborg Jóna sá ekki sólina fyrir barnabörnunum sínum, þeim Ásthildi og Jóni Atla. Hún var þeim frábær amma og við er- um þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að samgleðjast henni og litlu fjölskyldunni á skírnar- degi Jóns Atla í apríl. Þær minn- ingar munu lifa um ókomna tíð. Elsku Rabbi, Stína, Ásthildur og Jón Atli, við vottum ykkur okkar einlægustu samúð og biðj- um góðan Guð að blessa minn- ingu sómakonunnar Elínborgar Jónu Rafnsdóttur. Með þakklæti fyrir allt, Björn Ingi, Valur Norðri, Bjarni Karl, Einar, Þorsteinn Sæþór, Gunnar Þór og Haraldur. Elsku Ella okkar. Engin orð fá því lýst hversu mikið okkur brá við að heyra af fráfalli þínu – og í því augnabliki þá rifjast upp minningar. Falleg- ar minningar um okkur öll í Ás- garðinum. Þú með Rabba og öll stórfjölskyldan sem var á annan tug þegar allir komu saman. Allt- af var gleðin í fyrirrúmi þó að efnin hafi ekki verið mikil og allt- af var nóg pláss þó að húsakynnin hafi ekki verið af þeirri stærðar- gráðu sem eru í dag. Minningin um þig, Ella, sitj- andi með prjónana þína – enginn prjónaði eins vel og þú! Minning- in um það hversu oft ég öfundaði þig af því hversu skipulögð þú varst með alla hluti í kringum þig. Minningin um hversu stolt og hamingjusöm þú varst alltaf með hann Rabba einkason þinn. Minningin um sumarbústaða- ferðirnar í Selvík þar sem að mik- ið var sýslað og hlegið. Minningin um hamingjuna sem skein úr augum þínum þegar þú komst í heimsókn til mín með ömmu- barnið hana Ásthildi til að sýna mér hana í fyrsta skipti – fjöl- skyldan þín var þín hamingja og stolt. Þó að samskiptin hafi minnkað síðustu árin þá á ég yndislegar 35 ára minningar um okkar sam- veru kæra mágkona og þakka umhyggjuna og hjartahlýjuna sem þú hefur ávallt gefið okkur. Þín verður sárt saknað, elsku Ella. Viltu smella kossi á Úlla bróður þinn (pabba) og ömmu Svönu frá okkur. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. (Jóhannes úr Kötlum.) Elsku Rabbi, Kristín, Ásthild- ur og Jón Atli – missir ykkar er mikill og söknuðurinn sár en munið að hún var ljósið í lífi ykk- ar. Elsku Gústi, Sísi, Anna Jenný, Addý, Edda, Heiða og fjölskyldu- meðlimum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Helga, Svana og Heba. Elínborg Jóna, okkar gamla skólasystir úr bæði Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla hefur kvatt þetta líf flestum okkar að óvör- um. Við viljum með þessari litlu kveðju þakka henni samleiðina í æsku og síðar meir þar sem ærsl og fjör réðu ávallt ríkjum. Ár- gangurinn okkar í Réttó var með þeim fjölmennustu á landinu enda Smáíbúðahverfið barnmagt hverfi þar sem flestir þekktust. Það var gaman þá. Ella Bogga var ein af okkur og var afar vinsæl í skólanum okkar. Einhvern veginn vissu allir hver Ella Bogga var þó smávaxin væri og fremur hlédræg útávið. Við þökkum henni gömlu góðu árin og kveðjum hana með eftirfar- andi ljóði. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Rafni syni hennar og hans fjöl- skyldu færum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar á nýjum slóðum í Sví- þjóð. Systkinum Ellu Boggu færum við ennfremur hlýjar kveðjur. Guð blessi minningu okkar gömlu skólasystur. Fyrir hönd 5́6 árgangs í Réttarholtsskóla, Kolbrún Albertsdóttir, Sigurlaug Vilhjálmsdóttir (Laula), Jóna Dóra Karlsdóttir Elsku Ella frænka. Okkur langar að kveðja þig með örfáum orðum og þökkum fyrir allar góðu stundirnar okkar saman í gegnum tíðina. Við geymum minningu um fínlega, fallega, brosmilda konu með stórt hjarta og sterkan vilja, og mun- um varðveita hana með okkur um ókomna tíð. Hvíldu í friði. Nú legg ég aftur augun mín, en öndin hvarflar, Guð, til þín, þinn almáttugan ástarvæng lát yfirskyggja mína sæng. (Matthías Jochumsson.) Elsku Rabbi, missir þinn og söknuður er mikill, við biðjum guð að veita þér og fjölskyldu þinni styrk á erfiðum tímum. Ragnheiður og Davíð. Elínborg Jóna Rafnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.