Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hjólreiðar eru hagkvæmur sam- göngumáti í mörgu tilliti að mati Troels Andersen, dansks verkfræð- ings sem undanfarin 20 ár hefur sérhæft sig í umferðarskipulagi með áherslu á hjólreiðar. Hann hef- ur m.a. veitt borgum í Danmörku, Mexíkó og Kína sérfræðiráðgjöf varðandi hjólreiðar. Andersen er á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni „Hjólum til framtíðar“. Hann er einnig stjórnarformaður danska hjólreiðasendiráðsins, Cycling Em- bassy of Denmark. Andersen hjólaði lítillega um Reykjavík í gær í fyrstu heimsókn sinni til Íslands. Eftir stutt kynni af hjólaleiðum borgarinnar sagði hann að sumt væri mjög gott en annað síðra. Hann nefndi t.d. sambland gangandi umferðar og hjólreiða- fólks á göngustígum þar sem hjól- unum væri ætluð eins metra breið rein en göngufólki tveir metrar. Þessum hlutföllum ætti að snúa við eða afmá skilin. Hann sagði að í Danmörku væri blönduð umferð gangandi og hjólandi á stígum í görðum eða utan borga. Þeir sem fari um þessar leiðir gangandi eða hjólandi ættu að hafa varann á sér gagnvart samferðafólki á stígunum. Gatnakerfið í Danmörku er víða þrískipt. Þar er rein fyrir vélknúna umferð í eina akstursstefnu, skör hærra er hjólreiðastígur við hliðina þar sem hjólað er í eina stefnu og yst og enn hærra er gangstétt. Andersen sagði hæðarmuninn veita hjólreiðafólkinu öryggistilfinningu og það stuðli að því að börn, ung- lingar og eldra fólk hjóli á hjóla- stígunum. Margfaldur ávinningur Andersen sagði hjólreiðar hag- kvæmar fyrir hjólreiðafólk, borg- aryfirvöld og atvinnulífið. Kaup- mannahafnarbúar fara t.d. meira en 30% ferða sinna á reiðhjólum. Færu þeir á bílum í staðinn yrði umferð- aröngþveiti, að sögn Andersen. Hjólreiðarnar greiða því fyrir um- ferðinni. Andersen segir að sýnt hafi verið fram á að fjárfesting í hvatningu til hjólreiða skili sér á innan við tveimur árum. Þar vegur þungt heilsubótin sem fylgir reglulegum hjólreið- um, t.d. til og frá vinnu. Fólk stundi heilsurækt um leið og það fari ferða sinna. Það efli heilsuna sem dregur úr veikind- um og það kemur atvinnulífinu til góða í mynd minni fjarvista. Heilsubætandi samgöngumáti  Hjólreiðar eru hagkvæmar að mati umferðarsérfræðings Morgunblaðið/Sigurgeir S Hjólað Fulltrúar hjólasendiráða í Danmörku og Hollandi brugðu sér á bak ásamt borgarfulltrúum og fulltrúum ráðuneyta og fóru í hjólaferð um Reykjavík. Í dag er haldin ráðstefna um hjólreiðar í tilefni samgönguviku. Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Hörð gagnrýni kom fram í ræðu Atla Gíslasonar, alþingismanns, í umræðum á Alþingi aðfaranótt fimmtudags um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um breytingar á Stjórnarráðinu. Sakaði hann Jó- hönnu Sigurðardóttur, forsætisráð- herra, um að valda enn á ný deilum á lokadögum þingsins um mál sem legið hefði fyrir að væri umdeilt og nyti ennfremur ekki fulls stuðnings í ríkisstjórninni og jafnvel ekki á meðal almennra stjórnarþing- manna. Þá gagnrýndi hann forgangsröð- un ríkisstjórnarinnar enda væru breytingar á Stjórnarráðinu ekki forgangsmál með hagsmuni fólksins í landinu í huga. Önnur og mikilvæg- ari mál sætu á hakanum. Óbreytt stjórnmálamenning Vitnaði Atli í ræðu sinni til skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og skýrslu þingmannanefndar undir hans forystu um viðbrögð við rann- sóknarskýrslunni þar sem foringja- ræði er gagnrýnt og sagði þá gagn- rýni eiga við um frumvarp ríkisstjórnarinnar. Frumvarpið fæli í sér meðal annars að auka völd framkvæmdavaldsins á kostnað Al- þingis. Sjálfstæði og virðing þings- ins væri einfaldlega í húfi. Hann sagði að þó Jóhanna Sig- urðardóttir hefði sest í stól forsætis- ráðherra hefði stjórnmálamenningin á Alþingi ekki breyst. Stjórnvöld hefðu ekki tekið mið af skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Sjálf- stæðismenn ættu sér það þó til málsbóta ólíkt núverandi stjórnvöld- um að skýrslan hafi ekki verið kom- in út þegar þeir voru síðast við völd. Í sátt en ekki ágreiningi Atli lagði áherslu á mikilvægi þess að breytingar á Stjórnarráðinu væru ekki gerðar í ágreiningi heldur í sátt. Vitnaði hann þar meðal ann- ars til málflutnings Steingríms J. Sigfússonar, núverandi fjármálaráð- herra, á Alþingi árið 2007 þegar þá- verandi ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Samfylkingarinnar stóð fyrir breytingum á Stjórnarráðinu. Ekki gengi að stöðugt væri verið að gera breytingar á grundvallarmál- um eins og fyrirkomulagi þess, kosningalögum og stjórnarskránni. Spurði hann hvort þingmenn vildu að með hverri nýrri ríkisstjórn væri krukkað í þessum málum. Hann sagðist þó vilja taka það fram að hann teldi frumvarpinu ekki alls varnað. Þar mætti líka finna ým- islegt gott. En þau atriði sem hann hefði gagnrýnt í ræðu sinni varðandi frumvarpið væru hins vegar óvið- unandi. Sagði sjálfstæði og virðingu Alþingis í húfi  Atli Gíslason um breytt Stjórnarráð Morgunblaðið/Kristinn Alþingi Atli Gíslason gagnrýndi frumvarpið um Stjórnarráðið. Stjórnarráðið » Atli Gíslason sakaði for- sætisráðherra um að valda enn á ný deilum á síðustu dögum þingsins. » Frumvarp um breytingar á Stjórnarráðinu yki völd fram- kvæmdavaldsins á kostnað löggjafarvaldsins. » Stjórnvöld hefðu ekki tekið mið af skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis. Svandís Svavarsdóttir, umhverf- isráðherra, hefur skipað starfshóp sem falið er „að gera tillögur um að- gerðir sem stuðlað geti að endur- reisn svartfuglastofna hér við land og styrkja verndun og sjálfbæra nýtingu þeirra.“ Starfshópnum er falið að fjalla sérstaklega um veiðar og nýtingu svartfugls og hvort breytingar á lög- um eða reglum sem varða nýtingu á svartfugli, þar með talinni eggja- töku, geti komið að gagni við end- urreisn svartfuglastofna hér við land. Þetta er gert í ljósi alvarlegrar stöðu svartfuglastofna hér við land. Starfshópurinn var skipaður 12. september sl. og skal hann skila til- lögum sínum til umhverfisráðuneyt- isins ekki síðar en 31. október næst- komandi, samkvæmt skipunarbréfi. Í starfshópnum sitja þau Sigurður Á. Þráinsson frá umhverfisráðuneyti og er hann formaður hópsins. Menja von Schmalensee, skipuð án tilnefn- ingar, Guðbjörg H. Jóhannesdóttir, tilnefnd af Bændasamtökum Ís- lands, Guðmundur A. Guðmundsson, tilnefndur af Náttúrufræðistofnun Íslands, Steinar Rafn Beck Bald- ursson, tilnefndur af Umhverf- isstofnun og Sæunn Marinósdóttir, tilnefnd af Skotveiðifélagi Íslands. Þeir sem tilnefndu fulltrúa í starfs- hópinn bera sjálfir kostnað vegna setu fulltrúa sinna í starfshópnum. gudni@mbl.is Starfshópur um endur- reisn svartfuglastofna Morgunblaðið/RAX Lundar Lundanum hefur gengið illa að koma upp ungum undanfarin ár.  Veiðar og nýt- ing í brennidepli Sjófuglar » Álka, langvía, lundi, stutt- nefja og teista eru svartfugla- tegundir sem verpa hér. » Tegundum á borð við stutt- nefju, langvíu og álku hefur fækkað mikið í stórum fugla- björgum á sunnan- og vest- anverðu landinu. Samgönguvika hefst í dag. Af því tilefni standa Lands- samtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi fyrir ráð- stefnu í Iðnó í Reykjavík í dag um hjólreiðar. Á ráðstefnunni verður fjallað um hvernig stuðla megi að auknum hjólreiðum, hver staðan sé í þeim efnum á Ís- landi og hvert beri að stefna. Margir munu taka til máls á ráðstefnunni, þeirra á meðal þrír erlendir fyrirlesarar sem væntanlegir voru á ráðstefn- una. Einnig munu Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, og Ögmundur Jónasson, innanrík- isráðherra, ávarpa ráð- stefnugesti og taka þátt í pallborðsumræðum ásamt fleirum. Þá mun Bergþór Páls- son syngja hjóla- lög. Samgöngu- hjólreiðar HJÓLUM TIL FRAMTÍÐAR Troels Andersen                                                       ! "     #   $  %   %      &'"  (  (  ) (    &    *             "       $     + ,  -      ./  0   1"# ,  " "            (    0   ./  2 ./   0  3'   '   0  ,   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.