Morgunblaðið - 16.09.2011, Síða 44

Morgunblaðið - 16.09.2011, Síða 44
FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Seldi íbúð fyrir 32 krónur 2. Ben Stiller á Íslandi 3. Fær ekki leiðréttingu mála 4. Andlát: Árni Árnason »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngvarinn Freddie Mercury hefði orðið 65 ára á þessu ári en hann lést 24. nóvember árið 1991. Mercury verður minnst á tónleikum í Hörpu og mun fjöldi íslenskra tónlistarmanna flytja lög Mercury á þeim. Miðasala hefst 22. september. Mercury minnst á tónleikum í Hörpu  Come to Harm (Skaði) er stutt spennumynd í leikstjórn Barkar Sigþórssonar. Í aðalhlutverki er Björn Thors og tónlistin er eftir Daníel Bjarnason. Myndin verður forsýnd í Bíó Paradís á miðvikudag. Hún fer svo í sýningar samtímis á RIFF og Nordisk Panorama í lok mán- aðarins. Come to Harm for- sýnd í Bíó Paradís  Ný heimildarmynd Cameron Crowe verður sýnd í Háskólabíói, sal 1, á þriðjudag. Uppselt er á þá sýningu og hefur salur 2 verið tekinn undir sýn- ingar líka. Það er greinilegt að grugg- sveitin góða á sér fjölda harðsnúinna aðdá- enda hér sem annars stað- ar. Uppselt á Pearl Jam í Háskólabíói Á laugardag Hæg austlæg átt. Dálítil súld eða rigning með austur- og suðaust- urströndinni. Bjart með köflum á Norður- og Vesturlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-13 m/s og rigning, einkum suðaustanlands, en skýjað og þurrt að kalla norðanlands. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast fyrir norðan. VEÐUR „Við erum virkilega ósáttir. Þetta var leikur sem við átt- um að vinna og spilaðist þannig. Við fengum aragrúa af færum en nýttum þau ekki,“ segir Grétar Sigfinn- ur Sigurðarson, varnar- maður KR-inga. Þeir komust aftur í efsta sæti Pepsi- deildar karla en gerðu þó aðeins jafntefli, 1:1, við Grindvíkinga á heimavelli. Grindavík fékk dýrmætt stig í fallbaráttunni. »3 Ósáttir KR-ingar á aftur á toppnum Ingi Björn Albertsson segir að það hafi aðeins verið tímaspursmál hve- nær Tryggvi Guðmundsson myndi ná markameti sínu í efstu deild í fótbolt- anum. Tryggvi jafnaði 24 ára gamalt met Inga í gærkvöldi þegar hann skoraði seinna mark ÍBV sem tapaði 3:2 fyrir Stjörnunni. „Það er alveg ljóst að hann bætir það,“ sagði Ingi við Morgun- blaðið. »1 Ingi segir ljóst að Tryggvi bæti metið „Þetta var frábær sigur á sterku liði sem var hársbreidd frá því að komast í Meistaradeildina,“ sagði Rúrik Gíslason. Hann tók þátt í óvæntum útisigri OB frá Danmörku gegn Wisla Kraków í Póllandi í Evrópudeild UEFA. Íslendingaliðin FC Köbenhavn og AZ Alkmaar unnu líka sína leiki en Eiður Smári Guðjohnsen mátti þola 4:1 tap á æskuslóðunum í Brussel. »1 Þetta var frábær sigur á sterku liði ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Stelpurnar í kvennalandsliðinu í fót- bolta heimsóttu Barnaspítala Hringsins í gær og færðu spítalanum treyju að gjöf, áritaða af öllum lands- liðskonunum. Er það fyrsta kvenna- treyjan sem Barnaspítalinn fær að gjöf en spítalinn hefur fengið gefins nokkrar áritaðar treyjur frá karla- landsliðinu í fótbolta. Kvennalandsliðið er nú að undir- búa sig fyrir leikina tvo í undan- keppni Evrópumótsins 2013 sem fara fram á Laugardalsvelli á morgun og miðvikudag. Með glöðu geði gerðu þær hlé á undirbúningnum fyrir leik- ina til að heimsækja börnin og ung- lingana á Barnaspítalanum, sem tóku þeim fagnandi. Vonandi góð fyrirmynd „Við ákváðum að heimsækja krakkana og segja þeim frá komandi leikjum. Þeir eru áhugasamir um okkur og glaðir með að við skulum hafa kíkt á þá. Þeir segjast ætla að horfa á leikinn á laugardaginn,“ sögðu landsliðskonurnar Dóra María Lárusdóttir og Sara Björk Gunn- arsdóttir, spurðar út í heimsóknina. „Það var kominn tími til að kvenna- landsliðið kæmi á Barnaspítalann. Auk treyjunnar gáfum við þeim kennslumyndband í fótbolta sem KSÍ gaf út í sumar og fleira til að gleðja.“ Þær vona að þær séu góð fyrir- mynd fyrir börnin og unglingana sem dvelja á spítalanum. „Við vonum að við séum að gleðja þau og styðja. Svo höfum við vonandi vakið áhuga á fótbolta og sýnt þeim að það skilar árangri að leggja hart að sér og hafa metnað.“ Söngvari og fótboltastelpa Ein þeirra sem spjölluðu heilmikið við landsliðsstelpurnar var Maríanna Mist Gestsdóttir, fjögurra ára. Henni fannst flott að fá fótboltastelpurnar í heimsókn enda gáfu þær henni áritað plakat, mynddisk og KSÍ-fána. „Mig langar til að verða söngvari, smiður og fótboltastelpa,“ svaraði Maríanna þegar blaðamaður spurði hvort hún hygðist leggja knattspyrnu fyrir sig. Landsliðskonurnar voru ekki einu afreksmennirnir í salnum því Gunnar Ingi Harðarson er í 15 ára landsliðinu í körfubolta og af- rekshóp unglinga í frjálsum íþróttum. „Það var gaman að fá þær í heimsókn. Ég hef allt- af fylgst með leikjunum og ef ég hef orkuna í það ætla ég að horfa á leik- inn á laugardaginn. Ég býst við að þær vinni,“ sagði Gunnar Ingi.  Fyrsta kvenna- landsliðstreyjan á Barnaspítalann Morgunblaðið/Eggert Gaman Margrét Lára ræðir við Maríönnu Mist Gestsdóttur og mömmu hennar á Barnaspítala Hringsins í gær. Knattspyrnukonurnar Dóra María og Sara Björk segja komandi leiki leggjast vel í liðið. „Við erum allar mjög spenntar fyrir leikjunum. Það er skemmtilegast að spila heima og við stefnum allt- af að því að vinna, sama hver mótherjinn er.“ Kvennalandsliðið í fótbolta leikur gegn Nor- egi á Laugardalsvelli á laugardaginn kl. 16 og gegn Belgíu á miðvikudaginn kl. 19.30. Sýnt verður beint frá leikjunum í Sjónvarpinu. Leikirnir eru í undankeppni EM 2013 en Ísland hefur leikið einn leik til þessa í riðlinum, lagði Búlgara fyrr á þessu ári. Stefna alltaf að því að vinna LANDSLIÐ KVENNA Í KNATTSPYRNU Fyrirmyndir Sara Björk og Dóra María. Fengu landsliðið í heimsókn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.