Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins danska, verður næsti forsætis- ráðherra Dana og fyrst kvenna til að gegna því embætti. Þegar búið var að telja 98% atkvæða í kosningunum í gær var flokkabandalag hennar með 89 sæti en borgaralegu flokkarnir með 86. Fjögur sæti deilast síðan á Færeyjar og Græn- land, af þeim fá vinstrimenn þrjú og því alls 92, borgaralegu öflin fá alls 87. Flokkur Thorning- Schmidt tapaði hins vegar fylgi frá síðustu kosn- ingum, fékk 24,9% atkvæða og 44 þingsæti, tapaði einu. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur fengið í meira en öld. Venstre, forystuflokkur í ríkisstjórnum Dana síðustu tólf árin, er áfram stærstur, fékk 26,7% at- kvæða og 47 þingsæti, bætti við sig einu. Þykir þetta vera mikill varnarsigur fyrir Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra. „Við föllum með heiðri og sóma,“ sagði einn af ráðherrum hans, Søren Pind. Pópúlistaflokkur Piu Kjærsgaard, Danski þjóð- arflokkurinn, bætti við sig nokkru fylgi en hann hefur veitt stjórn borgaraflokkanna stuðning á þingi án þess að gegna ráðherraembættum. Radi- kale Venstre, sem er miðflokkur þrátt fyrir nafn- ið, og Einingarlistinn, sem er lengst til vinstri í lit- rófi danskra stjórnmála, unnu báðir mikið á. Ljóst var að Sósíalíski vinstriflokkurinn myndi tapa miklu fylgi en sárabótin var að flokkurinn myndi í fyrsta sinn í 50 ára sögu sinni fá sæti í rík- isstjórn. Íhaldsflokkurinn galt afhroð Ljóst er að Thorning-Schmidt bíður erfitt verk- efni, efnahagur Dana hefur versnað og hart er deilt um tillögur hennar sem andstæðingarnir segja að geti stóraukið ríkisskuldirnar. Íhaldsflokkurinn galt afhroð, virtist ætla að missa minnst helming þingsæta sinna. En Brian Mikkelsen, ráðherra efnahags- og atvinnumála, spáði því að ný samsteypustjórn vinstri- og miðju- manna með Thorning-Schmidt í forystu yrði ekki langlíf. „Hún [stjórnin] verður að spanna allt frá Einingarlistanum til Radikale, það verður snúið verkefni og það verða fljótlega kosningar á ný,“ sagði Mikkelsen. Naumur sigur Thorning-Schmidt  Venstre er stærsti flokkurinn en jafnaðarmenn með minnsta fylgi í meira en öld  Íhaldsflokkurinn galt afhroð og Sósíalíski vinstriflokkurinn tapaði einnig miklu fylgi Reuters Tapaði og vann Helle Thorning-Schmidt, gamall leiðtogi jafnaðarmanna, við kjörklefann í gær. Hnífjafnt 1998 » Alls sitja 179 manns á danska þjóðþinginu, þar af eru tveir frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi. » Í kosningunum 1998 réð annað þingsæti Færeyinga úr- slitum. » Jafnaðarmenn hrepptu sæt- ið með 179 atkvæði fram yfir Sambandsflokkinn sem styður borgaralegu flokkana. » Uffe Ellemann-Jensen, leið- togi Venstre, varð því að sætta sig við að jafnaðarmaðurinn Poul Nyrup Rasmussen yrði forsætisráðherra. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hét í gær bráðabirgða- stjórninni í Líbíu aðstoð Breta við leitina að Muammar Gaddafi, fyrr- verandi einræðisherra landsins. Cameron og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, fóru til Líbíu í gær og er þetta í fyrsta skipti sem erlendir þjóðarleiðtogar heimsækja landið eftir að uppreisnarmenn náðu höfuð- borginni Trípólí á sitt vald. „Við verðum að halda áfram þessu verkefni NATO þar til allir íbúar landsins njóta verndar og þar til verkinu er lokið,“ sagði Cameron. „Við hjálpum ykkur að finna Gaddafi og láta hann svara til saka fyrir rétti.“ Sarkozy sagði að Líbíumönnum stafaði enn hætta af Gaddafi og vopnuðum liðsmönnum hans. Hann lagði áherslu á að „engar annarlegar hvatir“ lægju á bak við aðstoð NATO-ríkjanna við bráðabirgða- stjórnina í Líbíu. „Við gerðum þetta vegna þess að við töldum það rétt.“ Sarkozy og Cameron fóru lofsam- legum orðum um hugrekki líbísku þjóðarinnar og lofuðu að aðstoða þjóðarráðið við að koma á lýðræði og tryggja varanlegan frið í landinu. Sarkozy hvatti Líbíumenn til að forðast hefndir og til að leitast við að tryggja þjóðareiningu og sættir. Sarkozy og Cameron njóta mikilla vinsælda í Líbíu vegna þáttar þeirra í aðstoðinni við að binda enda á 42 ára einræði Gaddafis. Leiðtogarnir ræddu við Mustafa Abdul Jalil, formann þjóðarráðsins, sem þakkaði þeim fyrir aðstoðina. Jalil hefur óskað eftir vopnum til að gera þjóðarráðinu kleift að ná öllu landinu á sitt vald og sigrast á þeim liðsmönnum Gaddafis sem veita enn mótspyrnu. Hann sagði að Gaddafi væri í felum í suðurhluta landsins að undirbúa árásir á borgir, olíu- vinnslusvæði og orkuver. Lofa aðstoð við að finna Gaddafi Reuters Hönd í hönd Sarkozy, Cameron og Mustafa Abdul Jalil í Benghazi.  Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu fyrstir þjóðarleiðtoga  Heita því að aðgerðum NATO verði haldið áfram uns allir Líbíumenn njóti verndar  Jalil segir að Gaddafi sé í felum í suðurhluta landsins Barn fylgist með sýningu franska götulista- mannsins Adams Chaise (til vinstri á myndinni) sem bjó til vatns- og sápubólur á torgi í Búda- pest, höfuðborg Ungverjalands. Hópur manna safnaðist saman á torginu í gær þegar Chaise lék listir sínar og bjó til margbreytilegar bólur. Reuters Bólur blásnar í Búdapest Lögreglan í Lundúnum hand- tók í gær 31 árs mann, Kweku Adoboli, sem grunaður er um óheimil viðskipti sem áætlað er að hafi kostað sviss- neska bankann UBS um tvo milljarða dollara, sem svarar 230 milljörðum króna. Gengi hlutabréfa í UBS lækkaði um 8% eftir að bankinn tilkynnti að hann væri að rannsaka óheimil og áhættusöm viðskipti starfsmanns. Í bréfi til 65.000 starfsmanna bank- ans segir að tjónið, sem hlaust af viðskiptunum, geti leitt til rekstrar- taps á þriðja fjórðungi ársins. Að sögn breskra fjölmiðla hefur Adoboli verið yfirmaður deildar sem annast viðskipti á skipulegum verðbréfamarkaði í Evrópu. UBS er einn stærsti banki í heim- inum og sá stærsti í Sviss. Sviss- neska ríkið bjargaði UBS árið 2008 eftir mikið tap bankans vegna slæmra fjárfestinga. Tapaði 230 milljörðum króna Handtekinn fyrir óheimil viðskipti UBS-banki í Lundúnum. Nokkrir vopnuðu hópanna, sem tóku þátt í uppreisninni gegn Gaddafi, hafa lagst gegn áform- um Mustafa Abduls Jalils, for- manns þjóðarráðsins, um að sameina og færa þá undir stjórn ráðsins. Foringjar vopnuðu hóp- anna segja að Jalil sé „þrándur í götu byltingarinnar“ og sé að „reyna að skipta landinu“. Þeir krefjast þess að Jalil falli frá áformunum og segi af sér, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Jalil andæft ÓEINING Í UPPREISNARLIÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.