Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 HPV bóluefni Í blaðinu í gær var grein sem hét „Eru HPV bóluefni örugg?“ Greinin var eftir Kristján Oddsson lækni. Grein þessi var skrifuð fyrir hönd stjórnar Félags fæðingar- og kven- sjúkdómalækna en stjórnina skipa ásamt Kristjáni þau Hulda Hjart- ardóttir, Alda Birgisdóttir, Ragn- heiður Baldursdóttir og Sigrún Arn- ardóttir. LEIÐRÉTT Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að karl- maður, sem ákærður var fyrir nauðgunartilraun, sæti farbanni út september. Ríkissaksóknari krafðist þess að farbannið yrði framlengt til 7. október. Á það féllst héraðsdómur en Hæstiréttur stytti farbannstím- ann. Mál mannsins er nú til með- ferðar í héraðsdómi. Maðurinn, sem er frá Lettlandi, var í mars ákærður fyrir að reyna að þvinga konu til kynferðismaka í júlí á síðasta ári. Lögreglan var kölluð í íbúð þar sem konan og maðurinn voru. Segir í úrskurði héraðsdóms, að konan hafi verið í miklu uppnámi og blóðug og maðurinn einnig og hafði verið bitið framan af einum fingri hans. Konan sagði, að þau byggju í sama húsi. Þetta kvöld hefðu þau bæði drukkið áfengi. Maðurinn hefði viljað hafa við hana kynmök en það hafi hún ekki viljað. Maðurinn hafi svo ráðist á hana en hún hafi veitt þá mótspyrnu sem hún hafi getað og hann hafi svo hætt eftir að hún beit hann. Konan dvelur erlendis. Hún ætl- aði að koma til landsins til að bera vitni við réttarhöldin í byrjun sept- ember en af því varð ekki. Beit framan af fingri manns sem reyndi að þvinga hana til samræðis  Hæstiréttur staðfestir farbann yfir hinum grunaða Nýr meirihluti hefur verið myndað- ur í bæjarstjórn Fjallabyggðar en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks féll um miðja viku þegar annar bæjarfulltrúi fram- sóknarmanna sagði sig úr Fram- sóknarfélagi Fjallabyggðar. Í fundargerð bæjarstjórnar Fjallabyggðar, sem birt er á vefnum Siglo.is, var lögð fram bókun frá sex bæjarfulltrúum, sem mynda nýjan meirihluta. Þetta eru þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokks, einn fulltrúi Framsóknarflokks, bæjarfulltrúi VG og einn bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar, sem er fulltrúi Samfylkingar- félags Ólafsfjarðar í bæjarstjórninni. Samkvæmt þessu eru tveir fulltrú- ar Samfylkingarinnar frá Siglufirði og einn fulltrúi Framsóknarflokks í minnihluta. Í bókuninni kemur fram, að nýi meirihlutinn lýsi yfir stuðningi við störf núverandi bæjarstjóra og að hann hafi áfram óskorað umboð meirihluta bæjarfulltrúa Fjalla- byggðar til sinna starfa. Nýr meiri- hluti í Fjallabyggð Blússa á 5.900 kr. Fleiri litir Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is Se nd um íp ós tk rö fu Pils á 7.900 kr. Verk eftir Kristján Davíðsson Nokkur málverk eftir Kristján Davíðsson til sölu ef viðunandi verð fæst. Áhugasamir sendi inn fyrirspurn á box@mbl.is merkt·„E-24650“ fyrir 26. september. 20-60% afsláttur Borgartún 36 105 Reykjavík 588 9747 www.vdo.is HLÍFÐARFÖT AGV HJÁLMAR LAY-Z-SPA SIXSIONE BRYNJUR Nasran fatnaður – jakkar, buxur og vettlingar SixSixOne Peysubrynjur, plastbrynjur, nýrnabelti, vetlingar, olnboga og hnéhlífar AGV hjálmar Lokaðir hjálmar, opnanlegir, vespu- hjálmar, motocrosshjálmar og gler Varahlutir í fjarstýrða bíla Traxxas, GS varahlutir, dekk og felgur60% AFSLÁTTUR VARAHLUTIR Í FJARSTÝRÐA BÍLA 20-40% AFSLÁTTUR Litlatún í Garðabæ - verslunarkjarni í alfaraleið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.