Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 39
Geturðu lýst þér í fimm orðum? Viðráðanlegur og þægilegur í umgengni. Hvað gerir þú til þess að gera heiminn bet (spyr síðasti aðalsmaður, Gísli Galdur) Sleppi sumum fiskum sem ég veiði. Shakespeare eða ... ja, er einhver annar? Flestir aðrir. Hverjir eru helstu áhrifavaldar þínir í listum? Frank Zappa, Gunnar Helgason og Chaplin. Hvaða plötu færðu aldrei nóg af? Steve McQueen með Prefab Sprout. Hvað er leikrit? Það sem gerir hið ósýnilega sýnilegt. Er gaman á hestamótum? Örugglega. Skák eða félagsvist? Bæði. Rúberta samt best. Geturðu lýst dansstíl þínum á djamminu? Agaður. Hvað færðu ekki staðist? Hlaðborð. Áttu þér leyndan hæfileika og ef svo er þá hvern? Bý til góða íssósu. Ertu ljón? Já um helgar í Borgarleikhúsinu. Tvíburi á virkum. Ef þér hefði staðið til boða að syngja við brúð- kaup Vilhjálms og Katrínar, hvaða lög hefðir þú sungið og af hverju? „The Queen is dead“ með The Smiths og „Þorparinn“. Flott lög með boðskap sem hæfir þessu fólki. Hvað fær þig til að skella upp úr? Allskonar rugl. Hvað kanntu síst að meta í eigin fari? Nöldra stundum og pirrast eins og gamall karl. En best að meta? Kálfana. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndirðu óska þér? Að ég gæti spilað á gítar í partíi eins og Stebbi Már. Hvers viltu spyrja næsta aðalsmann? Er það rétt sem ég hef heyrt að Jóhannes Haukur hafi verið í ræktinni? Flestir aðrir en Shakespeare Leikarinn Halldór Gylfason er aðalsmaður vikunnar en hann fer með hlutverk ljónsins í Galdrakarlinum frá Oz sem Borgarleikhúsið frumsýnir á morgun Gaman Halldór „Ljón“ Gylfason í góðu atlæti nokkurra kornungra íbúa Oz. Hljómsveitin For a Minor Reflec- tion hefur lokið upptökum á nýrri stuttskífu sem kemur út í október í ár og ber nafnið EP. Skífan hefur að geyma fjögur lög sem tekin voru upp undir stjórn Flex Árnasonar í ReFlex Studio í haust. Platan er gefin út af hljómsveitinni sjálfri, líkt og síðustu plötur og dreift af Record Records á Íslandi um víða veröld og Proper Music í Evrópu, að því er fram kemur í tilkynningu en IC Records sér um dreifingu á iTunes og öðrum stafrænum miðl- um. Hljómsveitin fjármagnaði upp- tökurnar með því að selja EP í for- sölu á vefsíðunni PledgeMusic.com en á þeirri síðu er einnig hægt að kaupa lopapeysur sem amma Adda, vinar hljómsveitarmeðlima, prjónar. Þeir sem kaupa EP á vefsíðunni fá plötuna fyrr en aðrir í hendur og leggja Læknum án Landamæra lið því hljómveitin gefur 15% af tekjum sem hún aflar í gegnum síð- una til þeirra samtaka. Þar með er ekki allt upp talið því hljómsveitin er á leiðinni til Kína og mun spila á hátíðinni Black Rab- bit. Af öðrum hljómsveitum og tón- listarmönnum sem þar koma fram má nefna Ludacris, Thirty Seconds to Mars og Grandmaster Flash. For a Minor Reflection gefur út og spilar í Kína For a Minor Reflection Fjórmenningarnir bregða skemmtilega á leik. MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 efni loks rætast. Í viðtali við Börk Gunnarssonar kom þetta m.a. fram: „Þetta er búið að vera draumur hjá mér síðan ég var unglingur. Elsta lagið á disknum er Laminn í Pa- nama en ég samdi það þegar ég var 25 ára.“ Í dómi Arnars Eggerts seg- ir: „Umbúðir allar eru hinar smekk- legustu en innihaldið svona upp og ofan, eins og svo oft í tilfelli svona platna. Lögin eru tiltölulega einföld og saklaus en líða engu að síður ljúflega um eyrun, þökk sé einvala liði hljóðfæraleikara sem aðstoða Sævar við flutninginn.“ Sævar Magnússon, er gaf út plöt- una Laugardagur í apríl í sumar, mun kynna verk sitt á Café Rosen- berg í næstu viku. Tónleikarnir verða miðvikudagskvöldið 21. sept- ember og er aðgangseyrir 1500 kr. Með Sævari leika þeir Sigurgeir Sigmundsson (stálgítar), Kjartan Guðnason (trommur), Samúel Ingi Þórarinsson (gítar) og Jökull Jörg- ensen (bassi). Sjálfur syngur Sævar og leikur á kassagítar. Sævar Magnússon er annars 51 árs skrif- stofumaður sem vinnur hjá Kaupási og lét gamlan draum um útgefið Skúffuskáld Sævar Magnússon ætlar að leika efni af plötu sinni á Rósenberg. Sævar kynnir plötu sína Jessie J, Adele og Arctic Monkeys fá flestar tilnefningar til Q- verðlaunanna svokölluðu, sem eru veitt af samnefndu bresku tónlist- armánaðarriti. Eru þessir aðilar til- nefndir til þrennra verðlauna hver. Coldplay, Ed Sheeran og tvöfaldi Mercury-verðlaunahafinn PJ Har- vey eru svo á meðal þeirra nafna sem tilnefnd eru í tveimum flokk- um. Muse, Coldplay, Arctic Mon- keys, Kasabian, Arcade Fire og U2 keppa þá um verðlaunin um hver sé besta hljómsveit i heimi, verðlaun sem eru óneitanlega þrungin dýpt og pressu. Tilkynnt verður um sig- urvegara 24. október næstkomandi. Bestu nýliðarnir eru m.a. talin vera þau Katy B og James Blake en þau voru tilnefnd til Mercury-verð- launanna fyrir frumburði sína. Plata P.J. Harvey, Let England Shake, er talin á meðal bestu platna ársins ásamt Suck it and See (Arc- tic Monkeys), Bon Iver (Bon Iver), Build A Rocket Boys! (Elbow) og Skying (The Horrors). Alþjóðlegar stjörnur (ekki breskar sem sagt) eru m.a. Lady Gaga, Katy Perry og Foo Fighters. Töffari Jessie J hefur komið inn í breskt tónlistarlíf eins og tundurspillir. Konurnar eiga Q-verðlaunin SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% I DON´T KNOW HOW SHE DOS IT KL. 6 - 8 - 10 L COLOMBIANA KL. 6 - 8 - 10 16 I DON´T KNOW HOW SHE DOES IT KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L I DON´T KNOW HOW... Í LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L WARRIOR KL. 8 - 10.50 16 SPY KIDS 4D KL. 3.30 - 5.50 L OUR IDIOT BROTHER KL. 8 - 10.10 14 STRUMPARNIR 2D KL. 3.40 - 5.50 L STRUMPARNIR 3D KL. 3.30 - 5.40 L 30 MINUTES OR LESS KL. 8 - 10 14 I DON´T KNOW HOW SHE DOS IT KL. 5.50 - 8 - 10.10 L COLOMBIANA KL. 8 - 10.20 16 MELANCHOLIA KL. 6 - 9 12 Á ANNAN VEG KL. 6 - 8 10 SPY KIDS 4D KL. 5.50 L 30 MINUTES OR LESS KL. 10 14 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar WARRIOR Sýnd kl. 7 - 10 COLOMBIANA Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:15 THE CHANGE-UP Sýnd kl. 5:50 - 8 THE DEVILS DOUBLE Sýnd kl. 10:15 SPY KIDS 4 4-D Sýnd kl. 4 STRUMPARNIR 3-D ÍSL TAL Sýnd kl. 4 STRUMPARNIR ÍSL TAL Sýnd kl. 4 Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI! BÍÓMYND Í FJÓRVÍDD! HÖRKU SPENNUMYND FRÁ ÞEIM SÖMU OG FÆRÐU OKKUR „TAKEN“ FRÁ LEIKSTJÓRA WEDDING CRASHERS OG HANDRITS- HÖFUNDUM THE HANGOVER -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum Hvar í strumpanum erum við ? Sýnd í 3D með íslensku tali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.