Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Egill Ólafsson egol@mbl.is Hópur kennara við Brekkubæjar- skóla á Akranesi hefur verið krafinn um að greiða rúmlega 4 milljónir króna vegna pöntunar á hóteli í Boston, en kennararnir neyddust til að afpanta hótelið eftir að Iceland Express felldi niður flug til borg- arinnar. Flugfélagið neitar að greiða kostnaðinn og eru kennararnir að leita ráða hjá lögfræðingi um næstu skref í málinu. Um 60 manna hópur kennara við Brekkubæjarskóla ætlaði að fara í námsferð til Boston í vetrarfríi skól- ans í október. Hópurinn var búinn að skipuleggja ferðina og hafa sam- band við skóla í Boston sem ætluðu að taka á móti kennurunum. Fólk var einnig búið að panta hótel, borga inn á ferðina og gera aðrar ráðstafanir. Í lok ágúst fengu kenn- ararnir símtal frá Iceland Express þar sem tilkynnt var að búið væri að fella flugið niður. Hildur Björns- dóttir, talsmaður kennaranna, segir að Iceland Express hafi boðið hópn- um að fljúga til New York helgina á eftir, en hún segir að það hafi ekki gengið upp vegna þess að ferðina hafi átt að fara í vetrarfríi kennara. „Nú hefur hótelið í Boston krafið okkur um þóknun sem er 75% af heildarverði bókunarinnar, þ.e. rúmlega 4 milljónir vegna þess að við komum ekki þarna í október. Við höfum farið fram á að flugfélagið borgi þennan kostnað en þeir neita því,“ segir Hildur. Hildur segir að eftir að flugið var fellt niður hafi verið reynt í tvo daga að finna aðrar leiðir til að komast í ferðina. Þegar ljóst hafi verið að það myndi ekki takast hafi strax verið haft samband við hótelið. Sam- kvæmt reglum þess hafi stórir hóp- ar þrjá mánuði til að afpanta gist- ingu án þess að greiða þóknun, en sá tími hafi verið liðinn. Hildur segir að sér hafi verið bent á að samkvæmt reglugerð um rétt- indi flugfarþega beri flugfélagi skylda til að koma flugfarþegum til áfangastaðar með öðrum leiðum ef flug er fellt niður. Iceland Express hafi ekki virt þessa reglugerð. „Hótelkostnaður er hins vegar ekki inni í þessari reglugerð, en það segir sig náttúrlega sjálft að þessi kostnaður er tilkominn vegna þess að flugfélagið kom okkur ekki á áfangastað. Við erum nú að leita ráða hjá lögfræðingum um næstu skref.“ Þurfa að greiða hótelinu 4 milljónir  Iceland Express neitar að greiða þrátt fyrir að hafa fellt niður flugið Iceland Express Í lok ágúst fékk sextíu manna hópurinn símtal frá Iceland Express þar sem tilkynnt var að búið væri að fella flugið til Boston niður. Stjórn Strætó bs. vinnur að því í september að endurskoða fargjöld í strætó. Nú liggur m.a. fyrir stjórn- inni tillaga frá 26. ágúst sl. um að lækka staðgreiðslugjald fyrir börn að 12 ára aldri fyrir staka ferð nið- ur í 150 krónur. Í dag kostar stök ferð 350 krónur fyrir börn og ung- linga en farmiðinn hækkaði um 250 krónur, úr hundrað krónum í byrj- un þess árs. Einar Örn Benediktsson, sem sit- ur í stjórn Strætó bs. fyrir hönd Reykjavíkurborgar, segir ung- mennafargjöldin alltaf í endur- skoðun. „Það eru til nemakort sem eru niðurgreidd af sveitarfélög- unum á höfuðborgarsvæðinu fyrir þá sem vilja koma í Strætó. Þau gilda fyrir framhaldsskólanema og upp úr.“ Nemakortin kosta 11.000 krónur og duga þá heila önn. Heill vetur kostar 20.000 krónur. Einar segir nemakortin tilraunaverkefni sem hófst árið 2007. Þá voru send út 30.000 tilboð til nemenda sem átti að vera hugsanlegur kostnaður upp á 400 milljónir. Hins vegar þekkt- ust aðeins 6.000 nemar tilboðið þannig að það jók ekki strætónotk- un þó aukning hafi orðið síðar. Ungmenni á aldrinum 12-18 ára geta ekki nýtt sér þessi kort en Ein- ar bendir á að þeim standi til boða að kaupa sér 20 miða fargjaldakort þar sem ferðin kosti þá 105 krónur. Hins vegar sé verið að endur- skoða hvernig hægt sé að koma til móts við þennan aldurshóp en ein- falda þurfi þau fargjöld sem í boði eru. Hinn 1. október nk. tekur gildi 9-10% hækkun á mánaðar-, þriggja mánaða og níu mánaða strætókort- um . sigrunrosa@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Bið Gengið um borð í strætó. Fargjöld Strætó end- urskoðuð Í athugun að koma til móts við 12-18 ára Undanfarna daga hafa menn unnið við það að smíða ris á lóðinni á mótum Suðurgötu og Hjarð- arhaga, þar sem áður var Simmasjoppa, og í gær var það sett í heilu lagi á áratugagamalt hús við hliðina. Gamla risið var rifið í fyrradag og þegar búið var að gera allt tilbúið fyrir upplyftinguna var húsinu lokað aftur með nýja risinu og small það á hæðina fyrir neðan sem flís við rass. Vel að verki staðið. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Nýtt ris sett í heilu lagi á gamalt hús Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ekki hefur enn náðst samkomulag í viðræðum ríkisins og lífeyrissjóðanna um með hvaða hætti lífeyrissjóðir taka þátt í kostnaði við sérstaka vaxtaniðurgreiðslu vegna skuldastöðu heimilanna. Niðurstaða átti að liggja fyrir ekki síðar en 1. september. Þegar fallið var frá ákvörðun um að leggja tíma- bundinn skatt á lífeyrissjóði vegna þessa var ákveðið að taka upp viðræður í sumar um með hvaða hætti sjóðirnir tækju þátt í að fjármagna sinn hluta þessara aðgerða. Samkomulag átti að liggja fyrir áður en Al- þingi kæmi saman í september. Það hefur ekki gengið eftir. Arnar Sigurmundsson, for- maður Landssamtaka lífeyris- sjóða, segir að viðræður séu í gangi milli fulltrúa fjármálaráðu- neytisins og lífeyrissjóða vegna málsins. Niðurstaða liggi ekki fyr- ir en þær byggjast á viljayfirlýs- ingunni, sem undirrituð var í des- ember 2010. Arnar segir að haldnir hafi ver- ið 3-4 fundir. Reynt sé að finna einhverja leið sem báðir aðilar geti orðið sáttir við en hann vildi á þessu stigi ekki greina frá hvaða leiðir væri rætt um. Reynt verði að ná niðurstöðu fyrir 1. október. Samkomulag hefur ekki náðst um greiðslur lífeyrissjóðanna  Niðurstaða viðræðna vegna vaxtaniðurgreiðslu átti að liggja fyrir 1. september Tæpir tíu mánuðir liðnir » Viðræður um með hvaða hætti lífeyr- issjóðir fjármagni hluta tímabundinnar vaxtaniðurgreiðslu á 2 árum byggjast á viljayfirlýsingu frá í byrjun desember 2010. » Hlutur fjármálafyrirtækjanna er greiddur með skattlagningu á bankana. Til stóð að leggja skatt á lífeyrissjóðina í bandorms- frumvarpi í júní en þeirri hugmynd var mót- mælt harðlega. Alþingi hætti því við skatt- lagningu sjóðanna. Arnar Sigurmundsson Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Iceland Express, segir að ferðin til Boston hafi verið felld niður með góðum fyr- irvara, en flugfélög megi fella niður ferðir með tveggja vikna fyrirvara. Farþegum hafi verið boðið að fara viku síðar til New York eða fá miðana endur- greidda og flestir hafi þegið það. Samkvæmt reglugerð eiga farþegar rétt á skaðabótum frá flugrekanda þegar flugi er aflýst nema flugi sé aflýst a.m.k. tveimur vikum fyrir áætlaða brottför. Iceland Express aflýsti fluginu til Boston með um tveggja mánaða fyrirvara. Boðin önnur flugferð ICELAND EXPRESS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.