Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.09.2011, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2011 Eggert Birta Þar sem skútan Sóla frá Reykjavík er og styttan Sólfarið þar er sól. Þessa dagana birtast fréttir þess efnis að ekki verði af álveri á Bakka. Engum kemur það lengur á óvart enda hefur það verið öllum ljóst sem að málinu hafa komið að samið var um það þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð að ekki yrði byggt álver á Bakka. Fyrsta vísbendingin um þessi málalok var úrskurður Þórunnar Sveinbjarnardóttur um sameiginlegt mat á verkefn- inu á Bakka. Úrskurður sem að sögn Þór- unnar átti að tefja verkefnið um í mesta lagi 2 vikur en stöðvaði í raun allar framkvæmdir í Þingeyjarsýslum í vel á þriðja ár. Sú stöðv- un kostaði sveitarfélagið Norðurþing tugi milljóna og að lokum neyddist sveitarfélagið til að selja 90% af hluta sínum í Þeistareykj- um ehf. þegar formlegu samstarfi við Alcoa var slitið. Auðvitað til ríkisins sem sett hafði á hið sameiginlega mat. Ofan á þetta hefur svo bæst stefna rík- isstjórnar um að friða Gjástykki sem auðvit- að takmarkar það magn af orku sem fáanlegt er í verkefnið. Ekki virðist lengur möguleiki að flytja umframorku tímabundið frá Kára- hnjúkum til koma verkefninu á Bakka af stað, enn síður er aðgangur að umframorku í raforkukerfinu til verkefnisins. En báðir þessir möguleikar voru uppi á borðinu í ár- dögum álvers á Bakka. Enda hafa núverandi stjórnvöld engan áhuga á því að álver á Bakka verði að veruleika. Heiðarlegast gagnvart heimamönnum hefði verið að segja mönnum það frekar en að ýta verkefninu til hliðar á þennan hátt og kenna áhugaleysi Al- coa um stöðuna. Áhugaleysi sem við heima- menn sem unnið höfum með Alcoa könnumst ekki við. Heimamenn eru auðvitað ekki hrifnir af því að álver á Bakka sé slegið af, almennt hefur verið góður stuðningur við byggingu þess. Byggt á því að 250 þúsund tonna álver skapar um 700 bein og óbein störf. Einmitt þann fjölda starfa sem svæðið hefur tapað á síðustu 15 árum. Talið er að íbúum í Þingeyjarsýslum myndi fjölga um 1000 að lág- marki við byggingu þess. Heimamenn hafa litið á rekst- ur álvers sem trausta kjöl- festu á atvinnulífi svæðisins. Þeir hafa einnig vitað að með því myndu þau umsvif sem skapast við hagnýtingu orku í Þingeyjarsýslum verða í Þing- eyjarsýslum. Nú hefur ríkið sem verið hefur okkar helsti samstarfs- aðili varðandi byggingu álvers á Bakka sleg- ið það af og ákveðið að orkan skuli fara til minni iðnaðarkosta. Heimamenn eru auðvit- að ekki mótfallnir minni iðnaðarkostum og bjóða þau fyrirtæki sem vilja fjárfesta á svæðinu velkomin. Þessi stefnubreyting þýð- ir einfaldlega að ríkisvaldið verður að leggja umtalsverða fjármuni í uppbyggingu innviða svo sem vega- og hafnaframkvæmdir á næstu árum. Ríkisvaldið þarf að standa með okkur í því að byggja upp samsvarandi um- svif með minni iðnaðarkostum eins og 250 þúsund tonna álver hefði skilað. Að lokum tel ég rétt að halda því til haga að enginn friður verður um virkjun orkunnar í Þingeyjarsýslu nema hún nýtist til þess að byggja upp störf og umsvif í Þingeyj- arsýslum með þeim hætti sem stefnt hefur verið að síðastliðinn áratug. Um það standa Þingeyingar sameinaðir. Eftir Jón Helga Björnsson Jón Helgi Björnsson »Enginn friður verður um virkjun orkunnar í Þing- eyjarsýslu nema hún nýtist til þess að byggja upp störf og umsvif í Þingeyjar- sýslum. Höfundur er rekstrarhagfræðingur og er odd- viti sjálfstæðismanna og formaður bæjarráðs Norðurþings. Álver á Bakka slegið af Þann 6. september sl. barst svar við fyrirspurn minni til efnahags- og viðskiptaráðherra um innflutning aflandskróna. Hafði dregist í þrjá mánuði að svara fyrirspurninni – en hana lagði ég fyrir ráðherrann 7. júní sl. Þessi tímalengd vekur mikla furðu því Seðlabankinn hlýtur að halda gott skráningakerfi um þessi viðskipti – fyrir utan þingsköp að fyrirspurnum skuli svarað innan 10 virkra daga eftir að hún er lögð fram í þinginu. Fyrirspurn mín hljóðaði svo: „Hverjir hafa fengið að flytja inn aflandskrónur til fjárfestinga hér á landi og um hvaða fjárhæðir er að ræða? Svar óskast sundurliðað eftir: íslenskum og er- lendum einstaklingum, íslenskum og erlendum fyrirtækjum.“ Seðlabankinn bar við bankaleynd sbr. 15. gr. laga um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, og í ljósi þess hafði efnahags- og viðskiptaráðuneytið ekki tök á því að svara hverjir það væru sem hefðu fengið heimild til að flytja inn aflandskrónur og af hvaða tilefni. Einu upplýsingarnar sem voru í svarinu var að heildarfjárhæð innstreymis afla- ndskróna ársins 2010 voru tæpir 12 milljarðar. Einkennilegt er að Seðlabankinn valdi að svara með þessum hætti – að veita upplýsingar sem miðast að einu ákveðnu tímabili – en veita ekki upplýsingar um hvert innstreymið er frá upptöku gjaldeyrishaftanna. Hef ég nú lagt fram nýja fyr- irspurn um innstreymi aflandskróna frá upphafi gjaldeyrishaftanna til dagsins í dag. Sú spurning er nauðsynleg til að átta sig á upphæðunum sem um ræðir. Þann lagagrunn er snýr að þagnarskyldu Seðla- bankans um hverjir það eru sem fengið hafa leyfi til innflutnings aflandskróna byggir bankinn á 15. gr. laga um gjaldeyrismál eins og fram hefur kom- ið en hún hljóðar svo. „Þeir sem annast fram- kvæmd þessara laga eru bundnir þagnarskyldu um hagi einstakra viðskiptamanna og önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum eða eðli málsins, nema dómari úrskurði að upplýsingar sé skylt að veita fyrir dómi eða lögreglu eða skylda sé til að veita upplýsingar lögum sam- kvæmt.“ Þeir aðilar sem ekki eru í náðinni hjá Seðlabankanum og hafa fengið neitun um innflutning aflandskróna verða samkvæmt þessu að höfða dómsmál til að leita réttar síns á grunni jafnræðisreglunnar – eða þá hitt, að sýna fram á saknæmt athæfi Seðlabankans vegna lögregluákvæð- isins í lagagreininni. Rétt er að minna á að dóms- mál dragast hér árum saman vegna þess mála- fjölda sem bíða úrlausna hjá dómstólum landsins. Líklega verður búið að aflétta höftunum er for- dæmisgefandi dómur fellur – láti einhver reyna á rétt sinn. Á meðan hulunni er ekki svipt af gjörðum Seðlabankans varðandi þessi viðskipti þá býður bankinn upp á umræðu um einkavinavæðingu og geðþóttaákvarðanir – hverjir fá að nota afla- ndskrónur til fjárfestinga og hverjir ekki. Átti ekki að uppræta leyndarhyggju og spilling- arumræðu með breytingu laga um Seðlabanka Ís- lands og skipun nýs seðlabankastjóra? Ég byði ekki í þá þjóðfélagsumræðu sem spunameistarar Samfylkingarinnar væru búnir að koma af stað og viðhalda hefði fyrrverandi seðlabankastjóri hagað sér með þessum hætti. Kæru landsmenn – nú eru vinstri flokkarnir komnir til valda – og nú skulum við finna til tevatnsins. Eftir Vigdísi Hauksdóttur » Átti ekki að uppræta leynd- arhyggju og spillingarum- ræðu með breytingu laga um Seðlabanka Íslands og skipun nýs seðlabankastjóra? Vigdís Hauksdóttir Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. Seðlabankinn og aflandskrónurnar Nýlega kvað innan- ríkisráðherra upp úr með að hann hefði hug á að tengja Barð- strendinga við þjóð- vegakerfið með því að fara svokallaða D-leið um Ódrjúgsháls og Hjallháls með fyrir- heiti um að göng undir Hjallháls verði sett á samgönguáætlun til ársins 2022. Eins og við mátti búast hafa íbúar lýst vonbrigðum með þessi áform ráherra, enda treysta þeir því ekki – frekar en brennt barn treystir eldi – að staðið verði við fyrirheit um jarðgöng undir Hjallháls. Vestfirð- ingar hafa á fyrri stigum máls hafnað D-leiðinni enda liggur hún yfir tvo fjallvegi sem reynst hafa torfærir yfir vetrartímann. Krafa þeirra er örugg- ur láglendisvegur. „Við höfum ekkert umboð íbúa til að gera málamiðlun um láglendisleið,“ segir forseti bæj- arstjórnar Vesturbyggðar í fjöl- miðlum og mælir orð að sönnu. En hvaða möguleikar eru þá í stöð- unni? Á teikniborði Vegagerðarinnar liggja línur í öllum regnbogans litum, merktar drjúgum hluta starfrófsins frá A-G . Þær tákna mögulegar leiðir fyrir Vestfjarðaveg 60 um Barða- strandarsýslu og suður um. Eins og íbúar þekkja var leið B um Teigskóg lengi álitin ákjósanlegust, enda ódýr- ust, hagkvæmust og öruggust að allra mati. Þau áform mættu hinsvegar harðri andstöðu landeigenda í Þorskafirði sem efndu til málaferla og fengu sitt fram í Hæstarétti. Við getum deilt um dóminn og hversu sanngjarnt það sé fyrir íbúa svæð- isins að verða af góðri samgöngubót vegna formgalla í úrskurði umhverf- isráðherra um framkvæmdina. En það tjáir lítið að deila við dómarann. Hæstaréttardómurinn setti málið aft- ur á upphafsreit. Síðan hefur verið leit- að eftir samstöðu Vest- firðinga um aðra leið – enda nóg eftir af stafróf- inu ef út í það er farið, og ýmsir vegir færir í stöð- unni. Fram hefur jafnvel komið sú hugdetta að Al- þingi þvingi fram veg um Teigskóg með sérstakri löggjöf. Gallinn við þá hugmynd er að því fylgja pólitískir og siðferðilegir annmarkar að setja sérlög gegn al- mennri gildandi löggjöf til þess að knýja fram vilja með valdi. Mér er mjög til efs að meirihluti sé fyrir því á Alþingi að leysa samgönguvanda Barðstrendinga með þeim hætti auk þess sem ég tel að sú aðferð sé taf- samari og dýrari heldur en að fara einfaldlega að gildandi lögum og velja aðrar nærtækari en sambærilegar leiðir sem uppfylla öryggiskröfur. Forseti bæjarstjórnar Vest- urbyggðar kallar eftir raunverulegu samráði um lausn málsins og lýsir vilja til þess að skoða ýmsar leiðir svo fremi þær tryggi styttingu leiðar og öruggan veg um láglendi. Ég tek undir þá afstöðu. Það sem gildir núna er að Vestfirðingar sjálfir komi sér saman um raunhæfa leið, og standi síðan einhuga að þeirri lausn sem þeir finna. Svokölluð G-leið, sem er í reynd D- leiðin með göngum undir Hjallháls hlýtur að koma til álita, en þá verður að liggja fyrir formleg og tímasett ákvörðun um jarðgöngin. Ónákvæm- ar viljayfirlýsingar duga hér ekki, enda hafa Vestfirðingar fyrir löngu fengið nóg af slíku. Ég minni á að fyr- ir a.m.k. þrennar kosningar hafa Dýrafjarðargöng verið sögð efst á forgangslista stjórnvalda. Síðan hafa ýmis göng verið gerð, sem sum hver hafa ekki verið á forgangslistum, en ekkert bólar á Dýrafjarðargöngum. Ef farið verður í jarðgangagerð undir Hjallháls þarf að huga að hag- kvæmninni. Göng undir Hjallháls mega heldur ekki verða til þess að Dýrafjarðargöngum verði slegið á frest. Ég tel því farsælast ef þessi leið verður valin, að bjóða báðar fram- kvæmdirnar út í einu lagi og ráðast í þær samtímis. Jarðefni sem til fellur við gangagerðina undir Hjallháls gæti síðan nýst við þverun Þorska- fjarðar sem lengi hefur verið til um- ræðu. Þessar forsendur kalla á end- urútreikning kostnaðar, sem ég tel að væri verðugt verkefni fyrir sam- gönguyfirvöld að láta nú gera – standi vilji íbúa og stjórnvalda til þess á ann- að borð að skoða þennan möguleika af alvöru. Innanríkisráðherra hefur kallað fulltrúa Vestfirðinga og nokkurra stofnana á fundi að undanförnu til að reyna að finna lausnir á tengingu sunnanverðra Vestfjarða við þjóð- vegakerfið. Ég treysti því að full heil- indi liggi að baki samráðsferlinu, og að raunverulegur vilji sé til þess að finna lausn á málinu. Í ljósi þeirra við- bragða sem hugmynd ráðherrans um endurbætur á veginum um Hjallháls og Ódrjúgshálsi hefur fengið virðist ljóst að samráðinu er ekki lokið. Aðalatriðið er nú að Vestfirðingar standi saman um raunhæfa leið sem unnt er að fara á næstu 3-5 árum án frekari tafa. Byggðirnar á sunn- anverðum Vestfjörðum – atvinnulífið, þjónustan og mannlífið yfirleitt – mega ekki við því að bíða lengur eftir tengingunni við þjóðvegakerfi lands- ins. Hvaða leið er fær? Eftir Ólínu Þorvarðardóttur » Aðalatriðið er nú að Vestfirðingar standi saman um raunhæfa leið sem unnt er að fara á næstu 3-5 árum án frekari tafa. Ólína Þorvarðardóttir Höfundur er þingmaður og á sæti í samgöngunefnd Alþingis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.