Líf og list - 01.05.1952, Síða 6

Líf og list - 01.05.1952, Síða 6
HEMINGWAY Norski rithöfundurinn Sigurd Hoel varpar hér m. a. fram þessari spurningu: Hefur Hemingway numið að einhverju leyti stíl og tækni af íslendingasögunum? Fyrstu kynni: Nýr maður, nýtt ei'ni, nýr stíll. C1 G KOMST fyrst í tæri við Ernest Hemingway *—' á talsvert einkennilegan hátt. Annaðhvort voru það forlög eða einskær tilviljun. Vorið 1926 dvaldist ég í París. Þar kynntist ég meðal margra annarra ungum amerískum mál- ara — nafn hans gildir einu. Hann var iðulega drukkinn og næstum alltaf stúrinn, en alltaf var hann elskulegur. Kvöld eitt kom hann að máli við mig og spurði, hvort ég kærði mig um að búa í vinnustofu sinni um hálfs mánaðar skeið, því sjálfur hefði hann á prjónunum för til Rívíera. Ég fengi að vera þar ókeypis. í þá tíð var ódýrt í París. Ellefu krónur norsk- ar jafngiltu hundrað frönkum, og hægðarleikur að lifa eins og greifi fyrir hundrað franka allan liðlangan daginn. Hins vegar var ekki alltaf jafn- auðvelt að krækja sér í þessar ellefu krónur. Ég þá boð málarans með miklum þökkum. Morguninn eftir skaut honum upp á tilsettum tíma niðri á Café Döme með pentkassa, mynda- trönur, strigastranga, ferðatösku og lykil að vinnustofunni. Hann var gersamlega allsgáður. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Síð- degis sama dag fluttist ég inn í vinnustofuna, sem var í hliðargötu í útjaðrinum af Montpar- nasse. Vinnustofan var stórt, tómlegt og óvistlegt her- bergi. í einu horninu var beddi, í öðru haugur af málverkum, í þriðja skakkur píramídi úr tómum vínflöskum, í fjórða lítil bókahilla. Það var allt og sumt. Við hliðina á flöskupíramídanum voru dyr, sem lágu inn í nokkurs konar eldhúskytru. Hægt var að semja við konu húsvarðarins um að kaupa handa manni brauð, smjör, pylsur, ost og vín. Hér gat ég, ef ég kærði mig um, lifað fyrir eina krónu á dag. Við þá hugsun virtist þetla drungalega herbergi eins konar Paradís. Fyrst leit ég á málverkin. Þau skýrðu að minnsta kosti eina ástæðuna fyrir því, að málar- inn var svo raunamæddur. (Annars kom hann aldrei aftur úr Rívíerareisunni. Eitthvað var kvis- að um, að hann hefði ekki heldur þar fundið það, sem hann leitaði, og hann hefði valið skemmstu leiðina.) Tómu vínflöskurnar voru gersamlega tómar. Ég valdi af handahófi eina bók úr hillunni, sett- ist niður á beddann — og þannig leið af dagur. inn. Bókin hét „In Our Time“ (Á okkar tímum). Sögur eftir Ernest nokkum Hemingway. Liðið var að kveldi, þegar ég loks stóð á fætur, lerkaður, en hamingjusamur. Ég vissi, að ég hafði upplifað eitt af því, sem gerist örsjaldan í lífi manns. Nýr maður, nýtt efni, nýr stíll. Fyrir- boði nýs skeiðs í skáldskap. Ekki man ég, hvort mér sagði þá hugur um hið síðastgreinda. Að minnsta kosti gat mig ekki ór- að fyrir því þá, að sú rynni upp tíðin, að þessi maður yrði meira stældur og hefði greinilegri á- hrif — bæði til góðs og ills — á unga skáldsagna- höfunda um gervallan heim en allar aðrar bók- menntalegar fyrirmyndir og brautryðjendur í skáldskap, lífs og liðnir, til samans. Andstæður nútímans tjáðar hnitmiðað. Þann hálfa mánuð, sem ég bjó þarna í vinnu_ stofunni, las ég „In Our Time“ tvisvar—þrisvar sinnum í viðbót. Hún orkaði jafnsterkt á mig í hvert skipti. Hún knúði fram óljósa þrá, sem ég skildi þá fyrst, að hefði búið í mér um hríð. En ekki vissi ég heldur þá, hvað ég ætti að kalla 6 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.