Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 7

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 7
þessa þrá. Var þessu þannig farið, að hér fann maður bitrar andstæður tímans tjáðar gleggra og hnitmiðaðra en hjá nokkrum höfundi fram til þessa? Hér les maður um friðsamlega veiðiför fram með blátæru fljóti, í margra mílna fjarlægð frá skarkala og grályndi og mannvonzku heims- ins. Svo flettir maður blaðinu og rekst á mjög stutta frásögn allt annars eðlis. Til dæmis um þetta: Þeir skutu ráðherrana sex klukkan hálf sjö um morguninn upp við spitalavegginn. Það var Vatns- pollur í spítalaportinu. Rök visnuð laufblöð lágu á steinflísunum í spítalaportinu. Það rigndi firnin öll. Allir gluggahlerarnir á spítalanum voru spengd- ir aftur. Einn ráðherranna var haldinn af tauga- veiki. Tveir stríðsmenn báru hann niður þrepin út i rigninguna. Þeir reyndu að reisa hann upp við vegginn, en hann settist ofan í forarpoll. Hinir fimm áttu fullt í fangi með að standa kyrrir upp við vegg- inn. Að lokum sagði liðsforinginn við hermennina, að ekki dygði lengur að láta hann standa. Þegar þeir hófu fyrstu skothríðina, sat hann í vatninu með höfuðið í kjöltu sinni. Stíllinn eins og bergvatn. En það voru ekki einungis þessar andstæður. Það var eitthvað í stílnum, eitthvað í andardrætti stílsins, eitthvað í orðavalinu, eitthvað, sem mað- ur hafði lengi beðið eftir án þess að vita það, og hér fann maður það allt í einu. Ótrúlega einföld orð, næstum alltaf af engilsaxneskum uppruna. Rólegur andardráttur, tempruð (hemluð) rödd, einkum og sér í lagi þegar það, sem sagt var frá, var heiftúðugt ðg hryllilegt, já, einmitt þá. Þessi stíll var í sjálfu sér eins og tært uppsprettuvatn, þegar það rennur eftir farvegi með marglitum steinum í botninum. Það, sem var lýst, gat verið hrátt og skepnulegt. En stíllinn var hreinn. Leyndardómur stílsins: Hefur Hemingway lesið íslendingasögumar? Mér heppnaðist ekki að komast að leyndar- dómnum í stíl Hemingways í þetta skipti. Ég þekki hann ekki enn í dag. Skorir bókmennta- rýna í ýmsum löndum hafa spreytt sig á þessari þraut; eniginn hefur ráðið fram úr þeirri þraut enn. Ein ástæðan fyrir því er að líkindum sú, að stíll Hemingways, sem virðist í fljótu bragði vei’a svo einfaldur og óbrotinn, er árangur af mjög flókinni ,og margslunginni þróunaraðferð. En smám saman hefur sumt orðið ljósara. Við getum upp að vissu marki greint milli formsaðferðar og lífs — þ. e. a. s. innri spennu og aflvaka — í verkum Hemingways eins og ann- arra mikilla rithöfunda. Aðferðin skýrir sig að vissu leyti sjálf. Um líf- ið — eðlishvötina, tilfinninguna og kraftinn — er öðru máli að gegna. Þar verður alltaf eitthvað óskýrt eftir skilið — jafnvel fyrir Hemingway sjálfum; ella myndu verk hans ekki vera eins misgóð og raun ber vitni. Lítum fyrst á aðferðina. Og þá vaknar sú spurning: HEFUR HEMINGWAY LESIÐ FORNSÖG- URNAR ÍSLENZKU? Sjálfur hefur hann að því er ég bezt veit aldrei HEMINGWAY er orðinn tíðförull Ræðinffur á fjörum Lífs og listar (eins konar persona srata), tímaritið hefir tvisvar birt sösur eftir hann: MORÐINGJARNIR (með kynninsarstúf um höf.) í októberhefti fyrsta ársanss os ALPALJÓÐ í október- hefti síðasta ársanss. En hann er einn þeirra sárafáu höfunda, sem erfitt er að tæma og' fá leið á. Þess vesna stóðst ég ekki freist- inguna, er ég nýlega rakst á þessa grein Sigurd Hoels í norska tímaritinu VINDUET 'og flýtti mér að skila henni til lesenda Lífs og listar. Greinin skírskotar ekki einungis til margvíslegra vanda- mála á skáldsagnalist almennt, heldur er hún sannfær- andi hvatning til allra um að kynna sér náið verk þessa eldguðs í heimi nútímaskáldsagnaritunar. Nokkur skáldverk Hemingways hafa verið þýdd á íslenzku: Halldór Kiljan Laxness snaraði „VOPNIN KVÖDD“ (A Farewell to Arms) og skrifaði inngangsorð um höfundinn með bókinni; Karl ísfeld liefir spreytt sig á tveim bókum: THE SUN ALSO RISES (Og sólin rennur upp) — og TO HAVE AND HAVE NOT, sem ísfeld fann sig knúinn til að skíra upp og kalla því hinu furðulega reyfaraheiti, EINN GEGN ÖLLUM; og níi síð- ast er komin út á vegum Helgafells stórverkið FOR WHOM THE BELL TOLLS, sem Stefán Bjarman (þýð- andi „Þrúgur reiðinnar" eftir Steinbeck) íslenzkaði eink- ar smekklega og liðlega. HVERJUM KLUKKAN GLYM- UR (útg. varð á að skíra bókina Klukkan kallar) hefur Laxness kallað eitt ægifegursta skáldverk, sem til er í skáldsagnabókmenntum nýrri tíma — og víst er um það, að koma þeirrar bókar á íslenzku var tímabærari en allar bókmenntakomur á íslandi síðastliðið ár. — RITSTJ. LÍF og LIST 7

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.