Líf og list - 01.05.1952, Page 8

Líf og list - 01.05.1952, Page 8
látið neitt opinskátt um það. En það er eðlilegt að varpa fram spurningunni. Svipmótin með stíl Hemingways og íslenzka fornsagnastílnum eru tiltakanleg: Gagnorð frásögn, viðhafnarlaus orð, og einkum og sér í lagi hinn svokallaði óbeini frá- sagnarháttur. Engin „sálfræðilýsing“, engir ó- þarfa útúrdúrar til skýringar á atvikum og per- sónum, hið sálfræðilega kemur af sjálfu sér í tónfalli, atvikum og tilsvörum. Hemingway kann að hafa kynnzt íslendinga- sögunum — hann er ættaður úr miðvesturríkjum Bandaríkjanna, en þangað hefur flutzt fjöldi fólks af norrænum kynboga. En svo þarf þó ekki endi- lega að vera, og líklega ekki sennilegt heldur. Sennilegast er, að viss líkindi með framsögn beggja hafi yaldið líkindum með stílnum. Fyrri heimstyrjöldin var akademía Hemingways. Hemingway ólst upp í afskekktu og frumstæðu byggðarlagi með Indjánana beint fyrir utan stofu- gluggann. Áhugaefni hans á uppvaxtarárunum voru veiðar, fiskirí, íþróttir og íburðarlaust kvennafar á hraðbergi. Hann var í ríkum mæli gæddur líkamlegu atgervi og ævintýralöngunin var honum í blóð runnin samkvæmt því. Hann naut engrar háskólamenntunar, hann tók þátt í heimstyrjöldini fyrri sem sjálfboðaliði, áður en hann hafði náð tvítugsaldri. í styrjöldinni fékk hann meira en nóg svalað ævintýraþrá sinni og þörf sinni á að tefla á tvær hættur. Hann fékk ,svo miklu meiri svölun en hann hafði beðið um, og það urðu hans skapadæg- ur. En víkjum að því síðar. Það gildir meira um Hemingway en nokkurn annan, að styrjöldin varð hans akademía. Blaðamannsferill hans reyndist honum haldgott veganesti. Að styrjöldinni lokinni sameinaðist hann þeim stóra hópi amerískra hermanna, sem æsktu ekki að snúa heim samstundis — ekki þegar vel byrj- aði. Hemingway settist að í París og hélt áfram þeirri skólun, sem styrjöldin hafði hafið. Hann gerðist blaðamaður, flakkaði um alla Evrópu, sá ýmislegt svo harðneskjulegt og skepnulegt, að sjálft stríðið hafði ekki boðið upp á stórum verri hluti, lærði að semja fréttasímskeyti um þessa hluti, þar sem hann þurfti að hlíta hinum ströngu P reglum amerískrar blaðamennsku: Ekkert ofauk- ið orð, heldur staðreyndir. Látið stemninguna, ó- hugnanleikinn eða hvað nú á að kalla það, koma af sjálfu sér með staðreyndunum. Hann gerðist íþróttamaður á nýjum sviðum, lærði á skíðum og reyndi að verða nautabani (en var of þrek- vaxinn, brjóstkassinn klemmdist illyrmislega milli hornanna). Áhrif frá Hamsun, Kipling og Sherwood Anderson o. fl. Samtímis kepptist hann við að gerast rithöf- undur, skrifaði og ónýtti, og kannaði fyrirmynd- ir. Hvaða höfundar voru fyrirmyndir hans? Við vitum hreint ekki neitt um samband hans og fornsagnanna. Hins vegar vitum við með sanni, að hann las Mark Twain — hann hefur sjálfur látið þau orð falla, að allar amerískar nýbók- menntir, sem lifa, eigi rót sína að rekja til Huckle- berry Finn. Ennfremur las hann Knut Hamsun, og hefur viðurkennt að hafa lært af honum. Hann las Kipling og Sherwood Anderson, lærði að snið- ganga lesti og ósiði þeirra, en lærði líka töluvert af snilli þeirra og kostum. Listin að skrifa rólega og óhlutdrægt. En einkanlega las hann þó Flaubert, Turgenjev og Tolstoi. Það, sem hann leitaðist við að læra af þessum meisturum, var listin að skrifa rólega, að halda sér við efnið (að skrifa efnislega), að skrifa óhlutdrægt (objektívt), einkum og sér í lagi um hið ofsafengnasta, ekki komast upp í háa c í röddinni, enda þótt verið væri að lýsa ástríðum og baráttu um líf og dauða. Hann reyndi með öðrum orðum að læra af þessum rithöfund- um þennan leyndardóm, sem var líka leyndar- dómur fomsöguhöfundanna og honum sjálfum var lífsnauðsynleg innri þörf. Stíll Hemingways og sannleiksást. Sem ávöxtur af þessu námi — og hinni lífrænu liststefnu, sem alltaf bjó í honum —fæddist að því er virðist hinn ofur einfaldi Hemingwaystíll. Ekkert einasta orð ofaukið — staðreyndir, stað- reyndir, staðreyndir! Framar öllu: Ekkert einasta aukatiltekið bókfræðilegt orð, ekkert einasta ó- hlutrænt (abstrakt) orð, ef á ejnhvern hátt var hægt að komast hjá því. Það er fyrst og fremst LÍF og LIST

x

Líf og list

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.