Líf og list - 01.05.1952, Síða 9
með bókfræðilegum, óhlutrænum og ljóðrænum
orðum, sem er logið hér í heiminum. Og af sér-
stökum ástæðum var það sannleikurinn, hinn
miskunnarlausi sannleikur, sem Hemingway var
á hnotskóg eftir. Og eitt af sannleikstækjunum
voru hin allra einföldustu orð, hin alþýðlegu orð,
sem hann viðaði að sér: Það var logið minna með_
al óbrotinnar alþýðu en meðal hinnar bóklærðu
yfirstéttar.
Andlegur skyldleiki
Heniingways og Conrads.
Auk þess hefur Hemingway dýrkað og rann-
sakað einn rithöfund: Joseph Conrad. Það hljóm-
ar undarlega í fljótu bragði, því að stíll þeirra
er jafn-ólíkur og dagur og nótt. Hemingway leit-
aði einfaldleika og aftur einfaldleika; Conrad
leitaði í sjálfu málinu að því að draga mynd af
fjölbreytileik hugans, og því eru setningar hans
stundum þéttings flóknar og vandrataðar. Con-
rad kunni frönsku, áður en hann lærði ensku, og
þess vegna notar hann mjög mörg orð af latnesk-
um uppruna.
En það var allt annað en sjálft málið, sem lað-
aði Hemingway að Cornad: Það var efnisvalið,
innsæið í mannssálina, hið þunglyndislega lífs-
viðhorf. Að minnsta kosti hefur hann við eitt
tækifæri gefið Conrad vitnisburð, sem ekki er
hægt að misskilja. Árið 1924, þegar T. S. Eliot
hafði nýlega sent frá sér „The Waste land“ og
Joseph Conrad var nýlátinn, skrifaði Hemingway
í „Transatlantic Review“:
„Ef ég vissi, að með því að mala hr Eliot ofan
í þurrt, fíngert duft, strá síðan þessu dufti ofan
á gröf hr. Conrads, ef ég vissi, að ég gæti þannig
á stuttum tíma fengið hr. Conrad til að rísa upp
úr gröf sinni og halda áfram að skrifa, mjög gram-
an yfir því að láta gera sér ónæði, þá myndi ég
umsvifalaust fara með kjötexi til London í bítið
í fyrramálið!“
Togstreita harðgerðs líkama og viðkvæmrar sálar.
— Innri uppruni stíls hans.
Nóg um sjálfa aðferðina. Og víkjum nú dálítið
að aflvakanum, sem er á bak við aðferðina.
í styrjöldinni varð Hemingway fyrir þeirri lífs-
reynslu, sem var nærri búin að ríða honum að
fullu — vitneskja um það finnst alls staðar í bók-
um hans. Og ástæðan fyrir því, að styrjöldin
EFTIRHREYTUR
Ljóð eftir JÖKUL JAKOBSSON
hafði svo sterk áhrif á hann, liggur að nokkru
leyti í augum uppi. Fyrir hendi var í honum tog_
streita milli líkama og sálar. Hinn sterki, íþrótta-
þjálfaði líkami með hugrekki sínu, já, ofurmann-
legri dirfsku, krafðist athafnar, spennandi og
helzt hættulegrar athafnar. Hugur hans hafði
samsvarandi eiginleika, — hann var tápmikill,
fjörmikill ungur maður, nautnamaður, þrunginn
gleði yfir sífelldri margbreytni lífsins. En jafn-
framt því var hann haldinn af þeirri viðkvæmni,
sem venjan er að kalla kvenlega viðkvæmni, við-
kvæmni, sem hann að sumu leyti skammaðist
sín fyrir, því lífsviðhorf hans var mótað af um-
hverfi æskuáranna: Karlmaður verður að vera
karlmenni, tár, víl og tilfinningasemi eru lítil-
sigld.
Ofan á allt veitti styrjöldin honum lífsreynslu,
sem fyllti hann hatri, kergju og kvíða, svo að
næstum ætlaði um koll að keyra.
Hann hefur sagt frá áfalli sínu, meira eða
minna dulbúið, í mörgum sögum sínum og eigin-
lega víðast hvar í bókum sínum. Hann hefur lýst,
mjög beinum orðum af honum að vera, þeim á-
hrifum, sem styrjöldin hafði á smekk hans og
stíltilfinning, í bók sinni „Vopnin kvödd“:
ítali er látinn segja:
Við skulum ekki tala um ósigur. Það er nóg at
þessu ósigurstali. Það getur ekki allt verið ófyrir-
synju, sem gert var í sumar.
Og síðan kemur rúsínan:
Ég sagði ekki neitt. Ég komst alltaf í vandræði,
þegar ég heyrði orðin heilagux-, dýrðlegur, og fórn
eða ófyrirsynju. Við höfðum heyrt þau stundum,
P
Dapur ég þrái draum,
dreþþur þut sála mín
OiS œvinnar glasaglaum
gleymsþunnar vín.
*
LiSiS er Hfsins hlé
lögurinn fjarar ótt.
I dreggjunum drauminn sé:
— draumlausa nótt. —
LÍF og LIST