Líf og list - 01.05.1952, Side 15

Líf og list - 01.05.1952, Side 15
SÓLARLAG A hafsins altari hrennur hin heilaga glóð, hœgt reika skýin i fjarska meS spenntar greipar krjtipandi Esjan sig kufli gráleitum sveipar kvöldgolan syngur himninum þakkaróS. RauSgullinn sœr í himininn horfir og spyr, hlustandi fjöll sér að musteriseldinum halla, á kvöldi sliku kysi ég aS falla á kné sem barn viS leyndardómsins dyr. DÆMON. D Æ M O N sá, er þetta yrkir, lieitir kristilegu skírnarnafni Kristján Árnason (Kristjánsson- ar, píanóleikara). Hann segist vera nýbyrjaður á þeim skolla að yrkja og skrifa og ekkert liafa getið sér til frægðar enn. Ævi hans er ekki orðin löng. Sjáum, hvað setur! — RITSTJ. UNGUR MAÐUR TÆMIR BIKAR Jökull Jakobsson: TÆMDUR BIKAR Helgafell — Rvík 1951 HRÓAR FLOSASON kemur til Reykjavíkur með Laxfossi öllum ókunnugur, saklaus og ó- reyndur sveitapiltur. Hann lend- ir strax í slæmum félagsskap jafnaldra sinna. Síðar fær hann inni hjá óvönduðu fólki. Kemst í snattvinnu, sem hann missir þó von bráðar, af því að hann lendir í verkfalli af misgáningi. Kynnist stúlku, sem ekki treyst- ir sér til að vaða eld og reyk auðnuleysisins með honum. Stjórnmálaberserkirnir hugna honum ekki. Svona tæmir hann hvern beiskjubikarinn eftir ann- an. Af efni er hér nóg. Bókin er líka bæði spennandi og skemmtileg. Höfuðkostur henn- ar liggur þó í því eða ætti að liggja, að 17 ára höfundur lýsir hér sinni eigin kynslóð og segir um leið skoðun sína á þeirri eldri. Allt um það er mynd hans af ungu kynslóðinni alt annað en glæsileg. Og smeykur er ég um, að hún sé helzt til mikið sniðin eftir skoðunum eldri mannanna. Hér hefði verið feng- ur að fá verulega sjálfstæða lýsingu. Eldri starfsbræður hans skjóta upp rauðhærðum kollin- um á öðru hverju leiti: Elías Mar, Halldór Kiljan Laxness og jafnvel Guðmundur Hagalín. En bókmenntaáhrif eru raunar ekk- ert tiltökumál lengur, og skal því ekki lagzt á höfundinn fyrir það. Persónurnar eru i sjálfu sér ekki óskýrar, en flestar gamlir kunningjar. Frumlegust og skemmtilegust finnst mér Jón nokkur gagnfræðingur Jónsson. í villtum partíum, þegar aðrir syngja bibbidí babbidí bú (SL baba yar þá komin úr tízku), kyrjar Jón ísland farsældar frón, og þegar hann er sendur út eftir meira brennivíni, þá gleymir hann ekki að taka með sér harðfisk (fæst víst samt tæp- lega á svörtum). Óþarfi þykir mér þó af jafnþjóðræknum manni og Jóni, að geta ekki vitnað rétt í íslenzkar heimildir. Höfundur lætur Reykjavíkur- æskuna ekki aðeins tala Reykja- víkurmál, heldur talar hún með Reykjavíkur framburði. Það er hægt í einni bók, en má ekki koma fyrir í fleirum. Annars er bókin skrifuð á eðlilegu og lipru máli. Þegar Hróar Flosason stendur atvinnulaus og húsnæðislaus á igötunni, svikinn af guði og mönnum, hefur hann tæmt bik- ar sinn í botn og bókinni lýkur þar eftir efninu. Hvað sagði ég? Hefur hann virkilega drukkið bikarinn í botn, Jökull, þó að hann hafi verið barinn 1 Bakka- seli og lent í nokkrum skáld- sögulegum hrakningum í Reykjavík? Þetta er fílhraust- ur unglingur með óspillta fortíð og flekklausa sál. Hann þarf ekki annað en bregða sér heim á leið með næstu ferð Laxfoss. Og því ekki láta hann gera það? Rétta honum kaleikinn aftur. Gera hann að einum hinna ungu landnámsmanna íslands. Þar er nóg efni í baráttu og stríð við guð og valdstjórnina. Þar ólgar ekki síður líf. Ást og hatur, heið- ur og metnaður, sigrar og ósigr- ar, gleði og sorg. Nýbýli nútím- ans á sínu bernskuskeiði. Jökull Jakobsson hefur skrif- að hressandi bók og verður varla skotaskuld úr að skrifa fleiri. Vonandi tekur hann þá fyrir viðameira verkefni. Hann ætti óragur að hella aftur í kaleik- inn. Næsta söguhetja hans get- ur hvort eð er aldrei sagt annað við höfund sinn en faðir, tak þennan kaleik frá mér, en verði samt þinn vilji, Sv. B. 15 LÍF og LIST

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.