Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 16
KVEIKJUR ÚR BÓKMENNTUM
LÍF OG LIST byrjar hér á nýjum þætti, seni
falið er það hlutverk að rifja upp kveikjur úr
bókmenntum, íslenzkum og erlendum, fornum
og- nýjum, sem vegrna listræns og sannleiksriks
inntaks eiga köllun til allra manna á öllum tím-
um. Rétt er að taka fram, til þess að koma í
veg fyrir óþarfa misskilning, að það, sem vakir
fyrir ritinu, er ekki beinlínis að taka dálkinn
Sigurðar Skúlasonar, Þeir vitru sögðu, í Samtíð-
inni, sér til fyrirmyndar og birta ólseigar heim-
spekikenningar allt frá Plató gamla gríska og
niður í íþróttahússhugleiðingar Alexanders há-
skólarektors, heldur mun timaritið leitast við
að velja í þessa dálka einvörðungu kafla eða
brot úr fögrum bókmenntum (skönlitteratúrn-
um), kafla, sem sameina lif og list í jöfnum mæli.
RITSTJ.
SAMDRÁTTUR MANNS OG KONU
Haustboð var efnat í Grímstungum ok knattleik-
ar. Ingólfr kom til leiks ok margt manna með hon-
um neðan ór dalnum. Veðr var gott, ok sátu kon-
ur úti ok horfðu á leikinn. Valgerðr Óttarsdóttir
sat upp í brekkuna frá ok konur hjá henni. Ingólfr
var at leiknum, ok fló knöttrinn upp þangat. Val-
gerðr tók knöttinn ok lét koma undir skikkju sína
ok bað þann sækja, er kastat hafði. Ingólfr hafði
þá kastat. Hann bað þá leika, en hann settist niðr
hjá Valgerði ok talaði við hana allan þann dag.
(Úr Hallfreðarsögu).
★
HIÐ SANNA UM SIÐGÆÐI BORGARANS
— Æskan er stundum hugsunarlaus, ónærgætin,
sagði Álfhildur. En heimurinn þarf langan tíma
til þess að gera mennina vonda. ... Hvernig gátuð
þér hugsað yður, að hann Bjarni minn væri vondur
maður ?
Hvernig átti hann að losna við hana ? Hann hafði
ekki kjark til þess að reka hana út. Hann gat ekki
annað en svarað henni einhverju. En allt, sem hann
sagði, hlaut að verða henni tilefni til þess að halda
samræðunni áfram. Hvernig átti hann að hafa
tíma til að skeggræða við allar kerlingar bæjarins
út af hverri grein í Ökuþór, sem þeim geðjast
ekki vel að ? Hann hálfkenndi í brjósti um hana.
Og hann var henni lfka hálfreiður.
— Eg hef ekki neitt um það sagt, mælti hann.
Ég hef ekki sagt annað en það, sem er satt og á-
reiðanlegt. . . . En þó að yður kunni að þykja hart
að heyra það, þá er það samt satt, að sonur yðar
hefur ekki sem bezt orð á sér. Hann er drykkfelld-
ur í meira lagi. Og hann er óvenjulega vondur við
brennivín.
— Já . . . já . . . sagði Álfhildur seint og hugs-
andi, , , , Þér drekkið ekki, Þér eruð ekki í áflog-
um. . . . Þér gangið eftir snúrunni, sem mannfélag-
ið er að reyna að setja ástríðum mannanna og yfir-
sjónum.
— Finnst yður það vera ókostur á mér ?
— Ég veit ekki. . . . Nei, Líklegast ekki. . . .
En ég veit það ekki. Ég er svo fáfróð. Eg veit
ekki, hvað er kostur eða ókostur . . . í guðs aug-
um. . . . Vitið þér það ?
Ritstjórinn svaraði dálítið drýgindalega:
— Eg get að minnsta kosti ekki hugsað mér,
svona til dæmis að taka, að það sé kostur í hans
augum, fremur en annarra, að fylla sig á áfengi
og gera sig að svíni.
— En að fylla sig á eigingirni ? sagði Álfhildur
hægt.
Ritstjórinn stóð upp og yppti öxlum óþolinmóð-
lega.
— Nei, það er fráleitt gott, sagði hann.
— En það er einmitt þetta, sem þið teljið aðal-
kostinn á mönnunum, sagði Álfhildur, og var nú
tekin að lifna.
— Hvers vegna talið þér svona ? sagði ritstjórinn
hálfreiður.
— Af því það er satt: Þið eruð alltaf að drekka
ykkur drukkna. £g gæti bezt trúað því, að guði
sýnist þið vera að drekka ykkur vitlausa. Sumir
drekka líkama sinn fullan í áfengi, eins og hann
Bjarni minn. Aðrir drekka sál sína fulla í gróða-
löngun og valdafýsn og alls konar heimsku. Og
þeir eru taldir sæmdarmenn. Því bólgnari sem sál
ykkar verður af drykk eigingirninnar, því betur sem
þið standið á verði fyrir hagsmunum sjálfra ykkar,
því ótrauðari sem þið eruð að stjaka öðrum mönn-
um frá lífsins gæðum, því leiknari sem þið eruð í
því að leika á aðra, án þess að á verði haft, því
fimlegar sem ykkur tekst að nota aðra, til þess að
klifra upp eftir þeim upp í það hásæti, sem sál
1G
LÍF og LIST