Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 26

Líf og list - 01.05.1952, Blaðsíða 26
snjór, og gamli maðurinn hafði horft í áttina þangað og sagt, Nei, þetta cr ekki snjór. Það er of snemma árs til að vera snjór. Og einkaritarinn hafði end- nrtekið í áheyrn hinna stúlknanna, Nei, þið sjáið, að þetta er ekki snjór, og þœr höfðu allar saman sagt, það er ekki snjór, okkur skjátlaðist. En snjór var það engu að slðkr, og hann sendi þá út í hann, þegar\ hann lét fara fram skipti á þjóðernum. Og það var snjór og þeir héldu af stað og þrömmuðu á- fram í snjónum þann vetur, þar til þcir dóu. Það var líka snjór, sem féll alla jóla- vikuna þetta ár uppi I Gauertbal, árið, sem þeir bjuggu i kofa skógarhöggs- mannsins, kofanum með stóra, fer- hyrnda postulinsofninum, sem náði yfir hálft herbergið, og þeir sváfu á byrki- laufsdýnum; þá kom liðhlaupinn til þeirra, gangandi í snjónum með blóð- uga fœtur. Hann sagði, að lögreglan væri alveg á hrelunum á sér, og þeir gáfu honum ullarsokka og héldu hin- um vopnuðu lögregluþjónum uppi á snakki, unz fennt hafði yfir sporin. t Schrunz var snjórinn svo skær og hvitur á jóladag, að maður fékk of- birtu i augun, þegar maður leit út úr vínstofunni og sá allt fólkið koma heim úr kirkju. Það var þar, sem þeir báru þung skíðin sér um öxl og gengu upp þvaggulan, mjúkan, slcðaekinn stíginn fram með fljótinu, sem rann milli brattra, furuvaxinna hæða, og það var þar, sem þeir renndu sér á fleygiferð niður jökulinn fyrir ofan Madlener- haus, og snjórinn var eins mjúkur á að líta og sykurglerungur á kökum, og léttur eins og duft, og hann mundi eftir hinum lognmjúka þyt hraðans, þegar maður þaut niður brckkuna cins og fuglinn fljúgandi. t þetta sinn voru þcir snjótcpptir viku í Madlener-haus, og meðan stór- hríðarbylurinn hamaðist, spiluðu þeir á spil í reykjarsvælunni af Ijóskerinu, og þeim mun meira, sem Herr Lent tapaði, þeim mun meira var lagt undir. Að lokum hafði Lcnt tapað öllu, scm hann V átti. Ollum pcningunum, scm hann hafði unnið sér inn sem skiðakennari, öllum árstekjunum og að lokum aleig- unni. Hann sá hann í huganum sitja með sitt langa nef, taka upp spilin og opna sögnina með passi. Þá var alltaf spilað fjárglæfraspil. Þegar enginn var snjórinn spilaði maður og þegar snjór- inn var of mikill spilaði maður líka. Hann hugsaði um allan þann tima af ... ])á kom liðhlaupinn grangrandi til þeirra með blóðuga fætur í snjónum. ævi sinni, sem hann hafði sóað í fjár- hættuspil. Hann hafði aldrei skrifað linu um það, þvi stður um hinn kalda, heiða jóladag, þegar fjöllin komu í Ijós hand- an við sléttuna, þar sem Barker hafði flogið yfir vigstöðvarnar til þess að gera sprengjuárás á járnbrautarlestina með austurrisku liðforingjunum í orlofi, og skjóta á þá úr vélbyssu, um leið og þeir tvistruðust og hlupu sitt i hverja áttina. Hann mundi, að Barker hafði eftir þá ferð komið inn í borðsal liðsforingjanna og ftyrjað að segja frá þvi. Og hve allir höfðu orðið hljóðir við, þar til einhver sagði: „Helvizkur morðitiginn og glæpa- hundurinn þinn!“ Þetta voru sömu Austurrikismennirn- ir, sem þeir drápu, og hann siðar fór með í skiðaferðir. Nei, ckki sömu. Hans, sem hann hafði verið með á skiðum allt þetta ár, hafði verið i Kaiser-fáger- hersveitinni, og þegar þeir fóru saman á héraveiðar uppi i dalverpinu fyrir ofan sögunarmylluna, höfðu þeir talað um bardagana við Pasubio og um árásina á Pertika og Asalone; og hann hafði aldrei skrifað orð um þetta. Né um Monte Cortio, né um Selle Comuni nc Arsiedo. Hve marga vetur hafði hann búið i Voralberg og Arlbcrg? Fjóra, og þá mundi hann eftir mannittum, sem vildi selja þeim ref, þegar þeir gengu inn í Blulenz, i þetta sintt til þess að kaupa gjafir, og kirsuberjabragðinu af góðu kirschbrennivini, þeysingum þeirra á lausamjöllinni með gömlu hjarni und- ir, þegar þeir sungu „Hi! Hó! sagði Rolly!" um leið og þeir rcnndii sér síð- asta spölinn að bröttu brekkunni, sem þeir tóku i cinum áfanga, og siðan í þrem bcygjum til ávaxtaekrunnar, yfir flóann og út á svellhálan vcgintt bak við ölkrána. Svo sparkaði maður sig lausan úr bindingunum, skók af sér skiðitt og lét þan hallast upp við tré- vegg krárinnar, og lampaljósið varpaði birtu sittni út um gluggann, og fyrir innan var leikið á dragspil i reyknum og hitanum, sem lyktaði af nýju víni. „Hvar bjuggum við mcðan við vor- um í París?“ spurði liann kvchmanninn, sem sat í strigastól við hlið hans nú hér í Afríku. „Á Crillon. Það vciztu vel“. „Hvcrs vcgna á ég að vita það?“ „Þar bjuggum við alltaf“. „Nei, ekki alltaf". „Jú, þar og í Pavillion Henri-Quatre í St. Germain-hverfinu. Þú sagðir, að þú elskaðir að vera þar“. „Ást er mykjuhaugur“, sagði Harry. »Og ég cr haninn, scm stíg upp á hann til þcss að gala". „Ef þú cndilcga þarft að hvcrfa burt“, sagði hún, ,,cr þá alveg nauðsyn- legt að tlrcpa allt, sem þú skilur eftir? Ég á við: þarftu þá cntlilcga að svipta öllu burt? Þarftu að tlrcpa hestinn þinn og konuna þína og brcnna söðul þinn og skjöltl?“ „Já“, sagði hann. „Anilskotans pcn- ingarnir þínir voru skjöldurinn minn“. „Talaðu ckki svona“, „Allt í lagi: Ég skal ha:tta þessu. Ég vil ekki særa þig“. „Það cr nokkuð seint að hugsa um það nú“. 26 LÍF og LIST

x

Líf og list

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.