Líf og list - 01.05.1952, Side 39

Líf og list - 01.05.1952, Side 39
er sá, sem hefur ekki þörf fyrir slíkt í daglegu lífi ? Hamingja mannsinsins er ósjaldan komin undir framkomu hans og öryggis- kennd. 1 því felst höfuðgildi allra látbragðs- og tjáningarlistar. Nám í þessum greinum er því ekkert hégómamál, heldur veigamikið atriði í persónuþroska hins sið- menntaða manns. Svo að ég snúi mér aftur að starfsemi S. I. L., þá eru sýning- arferðir einstakra leikfélaga til Reykjavíkur merkur áfangi í leiklistarlífi þjóðarinnar. Reyk- víkingum gefst þar ekki aðeins kostur á að sjá nýja leiki, heldur fá þeir samanburð á leiklist á- hugamanna og atvinnuleikara og dýpka þannig þekkingu sína og skilning á leiklistinni. Menn mega ekki hugsa sem svo, að þar sé lítið markvert að sjá. Af lé- legri leiksýningu er oft hægt að læra meira en leiksýningu út- lærðra leikara. Eðli leiklistarinn- ar skýrist oft betur við fálmandi tilraunir hins óvana leikara en hinn felldi og slétti leikur at- vinnuleikarans, þ. e. a. s. vilji maður fara í leikhús í og með til að læra og skilja hina túlkandi list. Ávinningur slíkra ferða er þó ekki síðri fyrir sjálfa leikend- urna. Þeir leika þá fyrir vandlát- ari áhorfendur og leggja sig meira fram. Við dvöl sína kynnast þeir leik annarra, sem eiga við svip- aða erfiðleika að etja, og síðast én ekki sízt getur og á að mynd- ast samkeppni milli félaganna, að sýna sem beztan leik og þá verða leikirnir betur æfðir og leikfélög- in fá áhuga á að afla sér góðra leiðbeinenda. Þannig stuðla slík- ar ferðir að dafnandi leiklist í landinu. Hins vegar á ekki að slæða hingað hvaða liði sem er. Illa æfður leikur og getulausir leikarar hafa ekkert hingað að gera, með því er engum greiði PAH LAGEKKVIST Þegar rökkvar Það er jegurst, þegar röþþvar, húmar. Þögul ást, sem himindjúpið rúmar, öll í jölvum bjarma birtist þá yfir joldu, borg og býlum smá. Eins og kunnugt er hlaut sænska skáldid P Á R LAGERKVIST verð- laun Nóbels síðastliðid ár. Hér kemur í ísl. þýö- ingu eitt af vinsælustu Ijóðum skáldsins í heimalandi hans. Áður liefir eitt af kvæðum hans: „Den vág du gár allena“ komið á íslenzku og gerði Magnús Ás- geirsson þá þýðingu. — E. M. J. Deyja milli drottins mjúþu handa dagsins björtu litir jjarra stranda. Þess, sem IjósiS léÖi, uerð ég án. Allt er manni aðeins Veitt sem lán. Allt er mitt, og allt sk.al teþiþ jrá mér. Innan skamms sþal gjörvallt tekiÖ jrá mér, s\ýin, grundin, gatan, sem ég jer. Aleinn geng ég, enginn spor mín sér. Einar M. Jónsson þýddi. gerður, hvorki leikurunum sjálf- um né sýningargestum, þess vegna er reglulegrar samkeppni þörf. Sambandið á að senda sína menn til félaganna og dæma um, hvort leikur þeirra er hæfur til slíkrar ferðar, og þótt hann sé það ekki í ár, þá getur hann orðið það að ári, ef leikendur leggja sig í líma að standast prófið. Ætti svo jafnvel að veita verðlaun eða við- urkenningu fyrir beztu frammi- stöðuna. Af þeim fimm leikfélögum, sem sýndu í Iðnó að þessu sinni, voru næstu nágrannar Reykjavík- ur, Leikfélag Hafnarfjarðan og Hveragerði, beztir og var töluvert bil milli þeirra og hinna. Bar margt til þess. Leikfélag Hafnar- fjarðar er sennilega elzt og reynd- ast. Auk þess urðu þau sér úti um góða leikstjórn, en Indriði Wáge var leikstjóri í Á útleið eftir Sutton Vane, sem Hvergerð- ingar sýndu, og Einar Pálsson sá um Allra sálna messu eftir Joseph Tomelty fyrir Hafnfirðinga. Þá höfðu bæði þessi félög einstaka lærða og reynda leikara, sem lyftu leiknum strax á annað stig. Bezt leikna hlutverkið var frú Midget í höndum Svövu Jónsdótt- ur frá Akureyri, sem er þjóðkunn leikkona. Og sézt ekki að öllum jafnaði betri kvenhlutverk í Þjóð- leikhúsinu. Svava er mjög örugg leikkona, sem gerir hverju atriði skil, sem máli skiptir. Hin hjarta- góða frú Midgel verður manni lengi minnisstæð. Herbert Jóns- son sem séra Duke og Magnea Jóhannesdóttir sem frú Clivedeu- Banks sýndu bæði athyglisverðan leik. Herbert öruggur og látlaus, Magnea sjálfselsk og drembilát, báðum tókst þeim að túlka þess- ar persónur á sannfærandi hátt. Eins var ágætur stíll í leik Gunn- ars Magnússonar, sem þjónninn Scrubby, og átti Indriði Wáge sinn þátt í því. Kaupsýslumaður- inn Lingley hjá Ragnari GuÖjóns- syni var líka skemmtilega leikinn og lífgaði upp þennan alvörulega leik. Því miður skorti töluvert á góðan leik hjá Theódóri Hall- dórssyni og þeim Guðrúnu Ivars- dóttur og Gesti Eyjóljssyni, sem léku „villingana”. AÓalsteinn Steindórsson, sem lék rannsókn- ardómarann, var látlaus, en leik- LÍF og LIST 39

x

Líf og list

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.