Líf og list - 01.05.1952, Qupperneq 45

Líf og list - 01.05.1952, Qupperneq 45
LlF og LIST, vor 1952. (I.—6. hejti, 111. árg.) VIÐUREIGN Á LÆKJARTORGI Svipmynd úr borginni. GÖTUPRÉDIKARI hrópar til lýðsins með ógn- þrunginni röddu: — f djöfulsins ríki er grátur og gnístran tanna. Það logar í víti. Trúið á Krist, svo að Satans log- ar gleypi ykkur ekki. — Ertu kunnugur þar, lagsi, gellur við rödd í hópnum. — Gættu tungu þinnar, syndarinnar sonur, hrópar prédikarinn. Sá tími getur komið, að Sat- an sæki þig heim, og þú veizt, hvað koma hans boðar, þegar hann ber að dyrum hjá þér. — Já, Satan sækir þig áreiðanlega heim. — Heldurðu það, góði. Klukkan hvað? gellur röddin við í hópnum. — Klukkan hvað? Það er einmitt hin mikla gáta lífsins. Enginn veit, hvenær sú stund upp rennur, þegar klippt verður á lífsþráðinn. og þín auma líftóra slokknar eins og pera, sem taug ligg- ur að, en er skyndilega sundurklippt. En sá er munurinn, að peran fer ekki til vítis, en það gjör- ir þú. — Ertu viss lagsi? Ég fer þá að búa mig undir ferðina. Þú segir, að hann sé ekki svalur þarna niðri. Rétt að vera léttklæddur og lausgirtur. Heldurðu það ekki? spyr röddin. — Þú aumi syndari. Flettu þig klæðum hér frammi fyrir lýðnum, svo að Jiann megi sjá þinn synduga kropp, áður en Satans krumlur þrífa hann og kasta í vítisloga, kallar prédikarinn. — Jæja, ljúfurinn. Ég skal gera bón þína og klæða mig úr görmunum. Á ég að byrja að ofan eða neðan — flibbi eða skór fyrst? spyr röddin. — Bræður og systur! Hlustum ekki á Satans- þjón. Hefjum heilagan söng til dýrðar drottni vor- um. Hann, sem hefur frelsað okkur af syndinni. Þökkum honum. Dýrð sé drottni. Vei hinum syndugu, sem ekki vilja frelsast og kjósa frekar kvalarinnar stað en stað dýrðarinnar. Hefjum söng. Ugla E F N I: Á forsíðu: NAKIN STÚLKA (teikning) eftir H. Matisse Riðið úr hlaði á nýjan leik eftir ritstjórann bls. 3 Kveðja til Laxness fimmtugs eftir ritstjórann — 4 Á fertugsafmæli Leifs Haraldfssonar 6. júní 1952 eftir ritstj. (myndina gerði Örl. Sigurðsson) — 5 MYNDLIST: Glæst sýning Sverris Haraldssonar eftir ritstj. — 18 Hljóðlát sýning Hjörleifs Sigurðssonar eftir ritstj. — 20 Sýning Kristínar Jónsdóttur eftir ritstj... — 22 Ávarp Handiða- og myndlistaskólans ........ — 21 BÓKMENNTIR: Sigurd Hqel skrifar um Ilemingvvay og skáld- sagnagerð hans, uppruna stíls hans og tækni (ritstj. snaraði) ................ — 0 NáttúrumikiII skáldsöguhöfundur (rýni um Víglsuhátíð Indriða Þorsteinssonar) eftir Erlend Jónsson ......................... — 12 Ungur maður tæmir bikar (um bók Jökuls Jakobssonar) eftir Sv. B................ — 15 Ljóð á trylltri öld (um kvæðabók Elíasar Mar- ar) eftir Sv. B......................... — 13 Kveikjur úr bókmenntum (nýr þáttur) ....... — 16 Kynningarstúfur um Hemingvvay eftir ritstj. — 7 Eftinnáli við Snjóa Kilimanjarófjallsins . — 35 SÖGUR: Snjóar Kilimanjarófjallsins (The Snows of Kilimanjaro) eftir Ernest Hemingway (tré- skurðarmyndir eftir Povl Christensen); ritstj. lagði út ....................... — 24 LJÓÐ: Sólarlag eftir Kristján Árnason .............. — 15 Æfing no. 99 eftir Kristján frá Djúpalæk .... — 11 Mynd eftr Kristján frá Djúpalæk .............. — 14 Fjögur ljóð eftir Halldór Stefánsson ......... — 23 Eftirhreytur eftir Jökul Jakobsson ........... — 9 Tvö ljóð: Kalypsó og Ódysseifur eftir Kára Tryggvason ............................. — 44 Þegar rökkvar eftir Pár Lagerkvist (Einar M. Jónsson þýddi) ........................... — 39 Þú átt brunamagn i augum eftir E. A. Karlfeldt (Einar M. Jónsson þýddi) ............... — 40 LEIKLIST: • Tveir gestaleikir: Danirnir koma og fara og Stjörnuleikur frú Tore Segelcke eftir Sv. B. — 42 Tyrkja-Gudda eftir Sv. B...................... — 36 Sýningar Sambands ísl. leikfélaga eftir Sv. B. — 38 ÞANKAR: Á kaffihúsinu (fjallar um bækur og menn og aplakálfa) ............................... — 2 ANNAÐ EFNI: Vðureign á Lækjartorgi eftr Uglu ............. — 45 Kápan, kápumyndin og skreytistafirnir eftir ritstjórann .............................. — 3 Auk þess eru í heftinu kynningargreinar um alla kontribútorana eftir ritstjórann LÍF og LIST 45

x

Líf og list

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Líf og list
https://timarit.is/publication/819

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.