Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 11

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 11
Böðvar Björnsson Oskrifað blað Yfir mér er einhver höfgi. Ég er einn í skólastofunni og naga epli. Eplið hverf- ur hægt og hægt augum mínum og þess- um heimi. Enginn situr í kennarastólnum. Á kennaraborðinu er segulband og prik og fáein óskrifuð blöð sem ég veit ekki hvað skrifað verður á. Á töflunni eru tölustaf- ir og stærðfræðitákn. Stafirnir og táknin eru einu sjáanlegu minjar um síðustu kennslustund og minna mig óljóst á mas- ið í kennaranum. I næstu kennslustund verður allt þurrkað af töflunni. Heilar ónotaðar krítar og krítarstubb- ar eru á lítilli hillu sem er samföst við töfluna og liggur eftir henni endilangri. Svartur púöi sem notaður er til að þurrka af töflunni er líka á hillunni. Púð- inn drekkur í sig allt sem skrifað er á töfluna og geymir í sér í formi krítardufts mikla þekkingu. Ég get ekki horft á púð- ann lengi í einu. Hugsunin um þurrt krít- arduftið sem púðinn er mettaður af veld- ur mér óþægindum í tönnum og góm- num. Ef einhver tæki nú púðann og ræki hann uppí mig! Ég er búinn með eplið. Ég stend upp og geng að ruslakörfunni. Ég rek hægri fótinní skólatösku og hún fellur flöt. Ég reisi töskuna við. Skólatöskur liggja upp við hvert borð. Hverju borði fylgir stóll. Á sumum stólunum hanga úlpur, á öðrum peysur og á enn öðrum ekki neitt. Á borðunum eru bækur og penna- veski og laus blöð og gosflöskur. Á einu borðinu er bara blýantur. Ég horfi oní ruslakörfuna og læt eplakjarnann falla. í ruslakörfunni eru samanvöðluð blöð, appelsínuhýði, vafningslagaðar blýants- flyksur úr yddurum, og nú eplakjarninn minn. Ég fer aftur í sætið mitt og veg salt á stólnum og horfi útum gluggann. Tréð fyrir utan, sem í vor belgdi sig út er nú hægt og hægt að draga sig í skel og sleppa blöðum sínum. Gulu og rauðu blöðin á trénu eru stinn og brothætt. Grænu blöðin eru mýkri og sveigjanlegri. En þeim fækkar óðum. Ég loka augunum og læt mig dreyma. í dagdraumum mínum er allt hægt ogallt leyfilegt. Ég ríki eins og konungur yfir draumaveröld minni: rekinn áfram af löngunum mínum og holdlegum fýsnum og takmarkalausri ágirnd og hefndar- þorsta. Þegar ég opna augun er ég sak- laus einsog ungabarn. Stundum, sér- staklega þegar ég er þreyttur, læt ég mér nægja að vera áhorfandi að hörmung- unum. Þá er ég allt án þess að vera nokk- uð sérstakt. Þá er ég eins og guð. Bjallan hringir og ég opna augun. Ég heyri bekkjarsystkini mín safnast saman fyrir framan skólastofuna. Ég horfi á hurðina og bíð eftir að hún opnist. Alltaf þegar ég bíð verða sekúndurnar að mín- útum og mínúturnar að klukkustundum. Ég veit ekki hvers vegna, en ég fæ sting í magann þegar lyklinum er stungið í skrána. Dyrnaropnast. Kennarinn kem- ur fyrstur inn. Hann gýtur augunum sem snöggvast til mín og gengur rakleitt að kennaraborðinu. Þegar hann gýtur aug- unum til mín segir hann: „Afhverjusitur þú einn inni í frímínútum“? ,,Ég á ekki við að hann segi það berum orðum, en ég get séð það í augum hans. Það sem ég á við er að fólk segir alltaf miklu meira með því sem það lætur ósagt en hinu sem það segir. Og þannig byrjaði þetta skólaár - á sama hátt og öll hin - endalausar svartar töflur og hvítar krítar, nýklippt hár, ang- an af appelsínuhýði og eplaafgöngum úr ruslakörfunni, nemendur: 1 stykki nem- andi, 2 stykki, 3 og 476 í spjaldskrá, sautján klukkustunda gamlir skór með mjallahvítum reimum og hreinum sóla, þrjátíu lítil borð og stólar andspænis kennaraborði á stalli, auð stílabók og penni sem aldrei hefur dregið staf eða línu, skólastjóri í stífpressuðum fötum og með slaufu gengur upp f jögur þrep og að púlti til að masa ... glettast ... suða ... fyrir stórum eyrum sem þó eru ekki opin fyrir öllu, stórir gluggar fyrir augun að horfa útum og fyrir hugann að láta reika alveg einsog fyrir 364 dögum, leðurangan af skólatöskum, endalausir gangar sem liggja einsog hraðbrautir - komið er að gatnamótum - til hægri 9

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.