Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 47

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 47
þau báru enga virðingu fyrir. í þessum nýju hverfum þurftu allir þessir krakkar að finna útúr því að vera saman. En allt sem þau gerðu til að láta vel hvert að öðru var tekið sem dóna- skapur, einsog til dæmis vangadansinn. Afstaða yfirvalda mótaðist af ótta. Það var páver í vangadansinum þegar liann þýddi að skólastjórinn kom hlaupandi og tók græjurnar úr sambandi og kveikti Ijósin. Eg reyni að finna nýtt sjónarhorn á þennan tíma og auðvitað voru allir þessir dapurlegu hlutir sem módernistar sáu þarna um leið. Þeir upplifðu aðskilnað menningarinnar og „fólksins". En ég er á öðru sviði, þetta á ekki að vera þjóð- lífslýsing um það „hvernig var að lifa á tímum viðreisnarstjórnar". Vœngjaslátturinn ? Fyrsta bókin er meira ein sér, en Vængjaslátturinn og Eftirmálinn eru skyldari. Það má skilja Eftirmálann sem síðasta katlann í Vængjaslættinum, þar sé komin refsingin fyrir að... nei nú segi ég ekki meir, því öll svona túlkunaratriði læt ég liggja í undirvitund texans. Bókin hnitast kringum eitt tákn, luín þrengist... Já, stærri veröld rúmast inní þeirri minni. Dúfurnar eru auðvitað tákn frels- is og fantasíu, en þær eru um leið bara dúfur. Frásögnin verðureinhvernveginn róttækari. í Riddurunum er veruleikinn undarlegur en í Vængjaslættinum er hið undarlega verulegt. Kaflarnir verða meira fabúlerandi, og dvalið meira við söguleg inóment í stað þess að reka sög- una áfram. í fyrri sögunni var það ein sál, sekt hennar og sakleysi, en hér er frekar fjallað um frelsið andspænis vald- inu. Tematiseringin er skýrari. Það er meira lagt uppúr hugtökum einsog ein- manaleikanum, lífsgleðinni og dapur- leikanum. Það eru stemmningar sem ráða ferðinni, andrúmsloft með vængja- þyt. Oft miða mennirnir göfug markmið sín við fugla, þá langar til að fljúga. Samt er það aðeins í andanum og menning- unni sem þeir geta flogið. Af því að þjóðfélögin skortir anda og menningu, þá þurfa þau að takast á við vanda einsog eiturlyfin. Bítlarnir einsog Hómer Þarna ganga aftur vissar hugleiðingar um einsemdina alvegfrá Ijóðunum. Já, en menn eru að bregðast við henni. Þarna er Anton rakari sem nýtur sín í sköpuninni eða Jón uppá ljósa- staurnum. Jóhann sögumaður treður sér þarna inn og að síðustu er honum hent út og kannski gerir hann einhverjar at- hugasemdir við það síðar. En fremst í sögunni, þegar sagt er frá segulbandinu, þá segir hann söguna. Að öðru leyti flæðir hún í gegnum hann. Enda segist hann líka skrá hana niður í rúðustrikaða reikningsbók. Er Itann boðflenna í sögunni? Já, greyið. Af hverju er honum lient útúr nýju sögunni? Af því að þetta er ekki hans saga. En hann telur sig sjálfur eiga margt ósagt og það kann að koma framhald af Riddur- unum um það hvernig þessir drengir breytast í ýmiskonar fyrirbæri. En ef við höldum okkur við fyrri bækurnar tvær þá voru strákarnir gróteskari í Riddur- unum. Það er hinsvegar fegurð og lýrik í því þegar þeir eru að komast útfyrir ákveöin mörk í Vængjaslættinum, þegar Jón stelur er það list. Ekki einsog hnupl- ið í Riddurunum þarsem boginn er allur spenntur með aðstoð óttans. Þetta verður skáldlegra? Staðurinn er meira að fá sinn karakter og sína sál, er það ekki? En við höfum annarsvegar þessa einangruðu veröld sem virðist vera einhver lítill staður í alheiminum og hinsvegar þessa nýju ver- öld, þegar alþjóðlega menningin kemur til þeirra: segulbandið og bítlarnir. Þetta er ekki ,,Þegar ég var bítli" saga einsog svo margar. Ævintýrið um Bítlana í þessu er notað til þess að sýna hafið og sjómennina sem áhrifavalda í menning- arlífinu. Ég hafna því að þetta hafi allt komið frá kanaútvarpinu. Ég nota mér goðsögnina um hafnarborgina, hvemig bítlamúsíkin kom til Liverpool með sjó- mönnunum. Bítlarnir voru goðsögnin um kolbítinn, þeir gáfu strákunum í blokkunum trú á sjálfa sig. Innrás bítlanna, var hún hœttuleg þessari litlu veröld? Þetta er ekki innrás heldur eru bítl- arnir eitthvað svipað og dúfurnar og það skiptir ekki máli hvaða lög voru sungin heldur andinn. Andi hafnarborgarinn- ar. Þetta varðar frekar kúltúr almennt, býr í haginn fyrir vissan friðarboðskap, karlmenn verða mýkri og fordómar minnka gagnvart sumum minnihluta- hópum. Auk þess var þetta uppreisn gegn stöðnuðum gildum sem ræðupúlta- mórallinn stendur fyrir. Það er eitt lykil- orð sem gengur gegnum allt sem er ást. Þetta tengir líka litla heima saman og menn fara að skynja sig í nánara sam- bandi við hnöttinn. Bítlarnir eru einsog Flómer, hljómkviða borgarveggjanna sem fór um allan heiminn einsog menn héldu að vofa kommúnismans myndi gera. I want to hold your hand: það lá miklu meira í þessari setningu en liggur í augum upp. Þetta er spuming um sam- band. Bítlamenningin útskýrir lífið fyrir unglingunum, einsog sagan hafði gert, epík Hómers svarar til ákveðins menn- ingarstigs en á svipaðan hátt fær þessi bítlamúsík svipað hlutverk í tæknivædd- um nútíma, og hún fær h'ka ævintýra- legar víddir gegnum Karlsson að sigra heiminn. En það eru líka félagslegir þættir í Vængjaslættinum. Þegar menn aðskilja siðfræðina og fagurfræðina, raunsæið og hugarflugið, skilja þeir ekki að skáld- skapurinn rúmar hvorttveggja. Vængja- slátturinn er ef til vill félagslegust af þessurn bókum. Þetta er einskonar 45

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.