Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 22

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 22
Heimurinn œpir á listasögu sinni. Hvað á til dæmis að kalla lista- mann sem vinnur að elektróník, gem- ingum, tónlist og myndböndum, smíðar vélmenni og málar með ljósum. Er hann myndhöggvari eða málari? Er það myndlist sem hann býr til? En þannig er listin í dag. Jafnvel sú staðreynd að í heiminum eru nú fleiri að mála myndir en nokkurn tíma áður breytir engu. Öld- urnar koma og fara, og til tjáningar eru notuð öll heimsins fyrirbrigði, litir og annað. Listaskólarnir verða að taka mið af öllu þessu. Fagmennska er ekki leng- ur til í listinni. Það eru ekki lengur mál- arar og myndhöggvarar heldur bara listamenn, án frekari skilgreiningar. Menn ,,kunna“ ekki lengur neitt en samtímis kunna þeir allt. Nú hefur lista- maður varla hendur lengur. Hann er bara haus. Hugsun og tilfinningar og ekkert þar fyrir utan. Menn vinna varla lengur því það er svo sem ekkert að gera. Þetta þurfa skólarnir að skilja og taka mið af þessum aðstæðum. Það má reikna með að sá fjöldi ungs fólks sem í dag lærir eingöngu að mála eigi eftir að lenda í vandræðum síðar meir þegar þessi alda er gengin yfir, sem hún sjálfsagt gerir. Alda þessi er mjög kröftug og inspírer- andi, en sjálfsagt gengur hún yfir eins og aðrar. Svokallaðar tilraunadeildir við lista- skóla eru í raun alls ekkert. Þær eru til bara vegna þess að aðrar deildir eru til. Af því að skólamir em deildaskiptir og gerð þeirra gamaldags. Deildaskipting og fagmennska eru tímaskekkjur sem í dag valda erfiðleikum skólanna. Það er bara þjóðfélagið og skólarnir en ekki listin sem krefjast fag- og deildaskipt- ingar. Á vissum tímabilum tuttugustu aldar- innar hafa menn leitað frá hinni ,,reti- nölu“list, list sjónhimnunnar. Á öðmm tímabilum hafa menn hvarlað til baka. En þegar á heildina er litið hefur listin á síðustu áratugum orðið heimspekilegri en nokkru sinni áður. Áherslan hefur flust frá hinu sjónræna yfir til hins heim- spekilega. Listin er nú í nánari tengslum en fyrr við heimspekihræringar þjóðfé- laganna. Um leið hefur hún losað sig frá handverkinu. Nú er því jafnt mikilvægt fyrir svokallaðan myndlistarmann eins og fyrir rithöfund eða heimspeking að þekkja hugmyndasögu listarinnar. Nú hegðar listin sér líkt og vísindin. Því hefur listasagan fengið margfalda þýð- ingu í listaskólunum og þjóðfélaginu öllu. Ef listaskólarnir vanrækja þá skyldu sína að halda uppi fræðslu og rannsóknum, sérstaklega í sögu sam- tímalistar, munu þjóðfélögin þurfa að taka alvarlegum afleiðingum. Þau fá lé- lega listamenn, lélega gagnrýnendur, lé- leg söfn, lélega listunnendur, lélega listaskóla og léleg listtímarit. Á öllum Norðurlöndunum sjást hrópandi dæmi um það stórslys sem hefur átt sér stað. Heilu tímabilin hafa farið framhjá án þess að tekið hefur verið eftir þeim á Norðurlöndum. Þetta borga menn dýru verði í dag. Nú virðist til dæmis eiga að melta tvö tímabil í einu, konseptlistina, öldu sem hæst stóð fyrir tíu árum, og Nýja málverk níunda áratugarins. Það bætir ekki úr skák að fyrir tuttugu árum síðan fór Fluxushreyfingin hljóðlaust framhjá Norðurlöndunum. Þó þekki ég til einstakra listamanna sem voru al- þjóðlega sinnaðir og tóku þátt í fram- vindu heimslistarinnar. Viðleitni þeirra hefur skilið eftir sín spor, en listasamfé- lög Norðursins eru samt enn þann dag í dag merkilega ósnortin af þessari fram- vindu. Inteligensían hefur enn ekki gert sér grein fyrir stöðunni. Ennþá drottnar einangrunarhyggjan og nesjamennskan. Það má velta fyrir sér orsökum þessa sorglega ástands. Kannski hafa Norður- löndin kosið einangrunina. Þegar lokað er fyrir upplýsingar einangrast listin og listamennirnir. Listaskólamir á Norður- löndum hafa lokað fyrir upplýsingar í tvo áratugi. Ýmsir vilja kannski halda því fram að sá tími sé nú loks liðinn. En er hann liðinn? Af þessu leiðir að við upp- götvum stefnurnar löngu eftir að þær eru um garð gengnar. Það leiðir aftur af sér tímaskekkjulist sem alltaf er slöpp og óspennandi. Spennandi Iist er vanalega sköpuð þegar liststefna geysar um sem stormur. Þá nær listin þeim ákafa, fanatík og beinskeytni sem gæðir lista- verk lífi og merkingu. Norskur listfræð- ingur sagði nýlega: „Heimurinn æpir á listsögu“. í fyrstu fannst mér þetta bros- legt og sýndist að heimurinn ætti frekar að æpa á list. En nú held ég að hann hafi haft rétt fyrir sér. Listin er orðin svo auðug og fjölbreytt og flókin. Milljónir listamanna út um allan heim vinna með alls konar listform og enginn getur leng- ur fylgst með öllum þeim stefnum og hræringum sem samtímis eru í gangi. Þar þyrftu tölvur að koma til. Einmitt þessi fjölbreytni heimtar af listfræðingum og listamönnum að þeir séu vel á verði og reyni að átta sig á ringulreiðinni. Lista- menn finna þörf fyrir einhvers konar fót- 20

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.