Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 34

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 34
brandari, það er að segja táknmynd þess þríhyrnings sem er ríkjandi í sam- skiptaferli manna. Heimspekin Fyndni sem lífsviðhorf hefur ævinlega heillað heimspekinga. Peir hafa nær allir rannsakað þetta fyrirbæri og önnur sem tengjast fyndninni eins og gamanleikina og háðið: Aristoteles, skólaspekingarn- ir, tilvistarstefnumenn og raunhyggju- menn. Harald Höffding sem er undir miklum áhrifum frá Spren Kirkegaard fjallar um fyndnina sem leið til að tengja saman hið smáa og hið stóra í tilverunni. Hin stóra fyndni eins og Harald Höffding kallar hana er óhugsandi án þess að bæði sé tekið tillit til heildarinnar og hins ein- staka. Fetta sjónarhorn er nauðsynlegt ætli maður að skilja fyndnina í stílbrögð- um Péturs Gunnarssonar en þar eiga sér stað tíð stökk milli heildaryfirlits og smá- atriða, frá ytra sjónarhorni til innra sjón- arhorns. Allt byggist þar á andstæð- um. S0ren Kirkegaard leit á fyndnina sem næst æðsta þroskastigið sem manninum væri mögulegt að ná og þegar hann átti að útskýra hinn sérstaka heim fyndninn- ar gerði hann það oft með því að benda á andstæðurnar: „örvæntingu óendan- leikans yfir að hafa engin takmörk“ og „örvæntingu möguleikanna yfir að vanta nauðsyn“. Askorunin til húmor- istans lægi þannig annars vegar á milli óendanleika og takmarkana (hin stóra tilvera og stutt mannslífið) og hins vegar á milli möguleika og nauðsynjar (að ein- hver hinna ótal möguleika verði að veru- leika vegna ákveðinnar nauðsynjar). Hjá Kirkegaard er fyndni merki um að maður hafi öðlast ákveðna innsýn í fáranleika tilverunnar. Hér getur áhang- andi tilvistarstefnunnar „stokkið út í 70.000 faðma dýpi“ í stað þess að trúa á ákveðið samhengi eins og hann myndi gera með hjálp trúarinnar. Höffding segir sanna húmorista ein- kennast af því að þeir geti geispað yfir þversögnum tilverunnar. Með hjálp fyndninnar tryggir hugurinn hjá sér und- irtökin í glímunni við þversagnir mann- legrar tilveru. Höffding er þannig á sama máli og Freud sem leit á fyndnina sem umsköpun og ögun árásargirninnar. Málvísindin Þegar ég fékk áhuga á fyrirbærinu fyndni kom það mér á óvart hversu lítið málvísindin höfðu gert af því að rann- saka þetta viðfangsefni. Og þá ekki síst ef maður hugsar til þess að menn eru almennt sammála um að fyndni sé fyrst og fremst málvísindalegt fyrirbæri, leik- ur með reglur tungumálsins og þær við- teknu venjur sem því eru tengdar. Ástæðan fyrir þessu gæti mögulega verið sú að það er fyrst í seinni tíð að málvís- indin eru farin að líta á merkingu tungu- málsins, innihald þess eða merkingar- fræðina. Það er þá fyrst tímabært að athuga fyndnina, þegar merking og margræðni talmálsins hafa verið athug- aðar og túlkaðar. Flestir málvísinda- menn líta enn á það sem dyggð að tak- marka merkinguna við einöngruð fyrir- bæri tungumálsins eins og atkvæði, orð, setningar o.s.frv. Ef aðeins er til ein tunga fellur hin, þ.e.a.s. sú ómeðvitaða. að sjálfsögðu í skuggann og á hana er litið sem gallaða vöru sem verður að horfa fram hjá. Það var einmitt þetta sem Mikael Bahktin átti við þegar hann sagði að málvísindin byggðu á einstreng- ingslegum skilningi á orðinu. Besta skilgreiningin sem hingað til hefur komið fram um tungumál fyndn- innar er í bók Freuds um brandarann. Þar fyrir utan hafa stílfræðingar bent á ýmis stílbrögð sem hafa gamansöm eða fyndin áhrif. Það er ekki mögulegt að gefa hér tæmandi lýsingu á þeim stíl- brögðum sem Pétur Gunnarsson beitir í bókum sínum. Þess í stað vil ég draga fram nokkur dæmi um andstæður sem eins og áður sagði eru mest áberandi stíleinkennin í bókunum. Sömuleiðis tek ég nokkur dæmi um notkun hans á myndmáli. Vissulega hefði þó verið meira tæmandi að taka fyrir önnur og ekki síður mikilvæg stílbrögð sem ein- kenna bækurnar eins og til dæmis „kata- kresur" (útúrsnúningur/umsnúningur, eins og „allt er þegar fermter4') líkingar, myndhverfingar, ýkjur, háð, háðsglós- ur, fegranir, hljóðgerfinga, orðaleiki, endurtekningar, þversagnir og fleira, en öll þessi atriði er að finna í bókum Péturs Gunnarssonar. Andstæður „Eins og tíminn verði ekki raunveru- legur fyrr en hann er liðinn - fólk lifni ekki við fyrr en það er dautt“ (Punktur punktur komma strik) „Hann undraðist að svo litlar buxur skyldu rúma allt þetta hold “ (Punktur punktur komma strik). „Á meðan ' þau borðuðu geisuðu styrjaldir og hungursneyðir í útvarpinu44 (Punktur punktur komma strik). Sam- anber það stóra og það smáa í tilverunni sem gerir fáránleikann áþreifanlegan. „Best að binda enda á þetta. Við ákvörðunina var eins og honum létti, alltíeinu öðlaðist lífið tilgang: drepa sig“ (Ég um mig frá mér til mín). Eftirfarandi dæmi um andstæður á milli hins stóra heims og lítils einstaklings, elífðarinnar og augnabliksins er að finna í bókinni „Sagan öll“: ,, Veröldin bara var. Enginn sem gat gert sér hana í hugarlund, hver maður hafði bara útsýn yfir örlitla sneið veruleikans sem hann alhæfði út frá. Eitt andartak svo stutt og samt rúmaði það allt mann- kyn. Hvað skyldu mörg líf hafa náð að kvikna á þessu eina andartaki? Svar berst eftir níu mánuði þegar mannkynið fær mörg þúsund böm í hausinn, fyrir 32

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.