Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 14

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 14
kynntumst. Ég haföi séð honum bregða fyrir hér og þar alveg frá því ég man fyrst eftir mér. En ég veitti honum aldrei neina athygli fyrr en íöðrum bekk, en þá var hann orðinn töluvert umtalaður í skólanum. Pað er kannski dálítið útí hött en ég man óljóst eftir einhverju kjaftæði um hann frá því í áttunda bekk: Við stóðum nokkrir strákar og stelpur við innganginn í skólann og reyktum og ein stelpan sagði „...hann bara stóð þarna uppá skrifborðinu hennar Dóru og ..." Ég man ekki meira úr þessari setningu, en ég man brot úr annari: „mætti ekki í fjóra daga og Baldur um- sjónarkennari fór heim til hans og...“. Svo man ég brot úr einni í viðbót, en hún er líklega eldri, sennilega frá því í sjö- unda bekk: ,,... og pabbi hans alveg blindfullur og sparkaði í...“ Þetta er allt sem ég man orðrétt að hafa heyrt um Sigurð áður en ég kynntist honum. En nú var Sigurður í mínum bekk og hann var númer 19 í kladdanum. En Sig- urður var ekki bara númer í kladdanum. Og kannski einmitt þess vegna átti Sig- urður ekki öruggt sæti í klöddum næstu ára að sumra áliti. 1. Um Sigurð gengu allskyns sögu- sagnir. 2. a) Sigurður hafði fengið ágætis einkunn uppúr áttunda bekk... b) .. .en það var ekki öll sagan. c) Sigurður var svo óheppinn að eiga sér sögu - eða er kannski réttara að segja, Sigurður var svo óheppinn að vera hálfsögð saga- eða, getur verið, að rétt- ast sé að segja, Sigurður var svo óhepp- inn að vera efni í sögu? 3. Eitt sinn sagði bekkjabróðir: „Hvað er hann eiginlega að gera í A - bekknum, ha?“ 4. a) Sigurður er söngvari skólahljóm- sveitarinnar. b) Sigurður er oftast kallaður Siggi söngvari. 5. -9. Þeir sem skipuðu skólahljóm- sveitina voru ekki vanir að koma úr A - bekknum. En þeir sem voru í A - bekk- num voru líka vanir að koma annars- staðar frá en Sigurður. Hvernig á ég svo að lýsa Sigga, aðal- persónu sögunar sem veruleikinn er fyrir löngu búinn að skrifa svo fullkomlega að ég stend hér næstum orðlaus í upphafs- kaflanum? Auðvitað get ég gefið upp hæð hans og háralit og þyngd. Og auðvitað get ég lýst fötum hans alveg oní saumana, gefið upp bómullarblönduna í svörtum bolnum hans eða tegund og verð íþrótta- skónna sem hann hefur á fótunum. Og ég get líka sagt að fötin opni honum ekki margar dyr einsog algengt er að föt geri þegar maður er í 9 bekk. Og ég get hald- ið áfram og farið útí hvað hár hans nær marga sentimetra niður fyrir eyru og hvort það sé slétt eða alsett liðum og hvernig eða hvort hann greiðir það. En ég ætla ekki að fara útí neitt af þessu núna. Nei, ég ætla að hafa þetta allt á hreinu í upphafi og eins einfalt og hægt er og þess vegna segi ég bara til að byrja með: Hann er strákur í 9. bekk og með dökkbrúna leðurreim um úlnliðinn. P.S. Þessi Gunnar sem ég sagði ykkur frá áðan. Þið munið? Strákurinn sem er svo yfir sig hrifinn af Signý. Þessi strák- ur, þessi Gunnar, það er eiginlega ég. Fyrirspurn Þeir Eggert og Kristinn skrifuðu fjör- lega og nokkuð upplýsandi um mynd- listasýningar í síðasta hefti Tenings, en greinin um sýningu Jóns Axels virðist hafa verið unnin í flaustri eða af ein- hverju undarlegu kæruleysi. Þeim er skrifar láðist að styðja skoðanir sínar rökum, sem hann þó hlýtur að hafa haft við hendi sér og eru blátt áfram nauðsyn- leg til að hægt sé að taka mark á grein- inni. Þar vantaði sem sé nöfn „sumra þýskra myndlistarmanna af yngri kyn- slóðinni“ sem eiga að varna Jóni Axel að finna „sinn eigin reit“. Svona vinnu- brögð eru nú ekki til fyrirmyndar og vonandi fáum við lesendur úr bætt. Hverjir eru þeir þýsku og hvar má sjá verk eftir þá hér á Skeri, í tímaritum og bókum eða öðrum heimildum til við- miðunar og samanburðar við verk Jóns Axels? Björg Örvar Svar vid athugasemd Bjargar Þar sem ég undirritaður skrifaði um sýningu Jóns Axels í síðasta tölublaði Tenings ber mér að svara athugasemd Bjargar Örvar. Það var alls ekki mín meining að þýsku áhrifin vörnuðu Jóni Axel að finna sínn reit. Listamenn koma sjaldan eða aldrei fullmótaðir fram á 12

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.