Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 33

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 33
Hvað er fyndni? Algeng skilgreining á fyndni er að maður á augabragði tengi eitthvað sam- an sem undir venjulegum kringumstæð- um er alls ekki tengt en á þessu stutta augnabliki renni saman í eitt (Hafnfirð- ingar peningaseðlar?) Fyndnin er eins konar f jórða vídd sem grípur inn í vana- bundinn og þrívíðan skilning okkar á fallvelti heimsins. Þessi skilgreining sem við getum til að byrja með kallað þver- sagnakenninguna er til í ýmsum útgáfum innan heimspeki, sálgreiningar, mann- fræði og málvísinda. Eg ætla hér á eftir að gera stuttlega grein fyrir því með hvaða augum þessar fjórar fræðigreinar líta fyndnina. Sálgreiningin Það var ekkert sem Freud kunni betur að meta en góð saga fyrir utan kannski góðan hlátur. Árið 1905 skrifaði hann bók ,,Der Witz und zeine Beziehung zum Unbewussten“ (gæti útlagst sem „brandarinn í afstöðu til hins ómeðvit- aða,,) en á sama tíma vann hann að ,,þrem greinum um kynlífskenninguna" (d, Tre afhandlinger om seksualteori- en). Vert er að gæta að tveim atriðum í kenningu Freuds um brandarann. í fyrsta lagi leit hann á gamanyrði og fyndni almennt sem félagslegt fyrir- bæri þ.e.a.s. nátengd félagslegri aðlög- un og mannlegum samskiptum. Fyndni krefst æviniega mælanda, áheyranda og þriðja aðila sem veldur eða verður fyrir barðinu á fyndninni, sagði Freud og með því lagði hann grundvöllinn að skilningi á fyndni sem einni af þeim leiðum sem farnar eru í samskiptum manna á milli eða það sem skapar menningu eins og það heitir. Nú var hægt að líta á fyndni sem samskiptaferli en ekki aðeins sem tímabundið hlé á samskiptunum eða hvíld frá þeim. Þess ber að geta að Freud hafði þessar hugmyndir frá heimspek- ingnum Henri Bergson sem þegar fyrir aldamót setti þær fram í grafalvarlegri bók sinni um „Hláturinn". Annað mikilvægt atriði í kenningu Freuds um fyndnina er að hann telur hana sprottna af árásargirni (aggression). Annars staðar bendir hann á að árásargirni sé afleiðing ótta. Rök fyrir tengslunum á milli árásargimi og fyndni er einnig að finna í dýrasálfræði. Hlátur og bros líkist þeim andlitsdrátt- um sem dýrum eru eiginlegir þegar þeim er ógnað á einhvern hátt (þau sýna tenn- urnar, öskra, augun eru hálflukt og eyr- un uppsperrt). Á sama hátt og bilið á milli hláturs og gráts er stutt er ekki langt frá ótta til nautnar. Brosið og hláturinn gera okkur kleift að lifa við óttann og árásargirnina. Bæk- ur Péturs Gunnarssonar eru gagnrýnar á ýmislegt í íslensku samfélagi og sögu eftir_ síðari heimsstyrjöldina. Gagn- rýnin kemur fram með hjálp fyndninn- ar: eftiröpun, háð, glettni o.fl. sem sam- kvæmt Freud er yfirfærð árásargirni og sem verður fyrir vikið meðfærilegri. Freud sækir brandaradæmi sín í þann aragrúa grófra og lítilsvirðandi brandara sem til er um hjúskap og gyðingdóm. Hann var sjálfur fjölskyldufaðir og gyð- ingur og örlaði þannig á sjálfshæðni í vinnubrögðum hans. Rannsóknir Freuds á fyndninni eru í beinu framhaldi af athugunum hans á draumum og glöpum fólks. Hann áleit að öll þessi fyrirbæri kæmu beint frá hinu ómeðvitaða í manninum í þeim skilningi að í draumum glöpum og gamanyrðum væri önnur rödd sem talaði í gegnum okkur. Þessi rödd kemur ann- ars staðar frá en við eigum að venjast í daglegri meðvitund okkar og þessi þrjú fyrirbæri tala einni ,,tungu“ sem alls ekki líkist því tungumáli sem við annars notumst við. Þessi tunga fer eftir sér- stökum reglum sem erfitt er að skil- greina á sama hátt og gert er í málfræði- bókum um hið hefðbundna tungumál. Það er tungumál hins ómeðvitaða sem ræður ferðinni í draumum glöpum og gamanyrðum. Þrátt fyrir sameiginleg einkenni þessara þriggja þátta er þó mikill munur á þeim: í draumum er töluð önnur tunga en sú sem við þekkjum, táknmál sem stjórnast engan veginn af þeirri meðvitund sem við stjórnumst af þegar við erum vakandi. Glöpin eiga sér stað þegar við erum með fullri meðvit- und en líkt og í draumnum getum við alls ekki ráðið við þau mismæli sem hrökkva upp úr okkur og við segjum eitthvað sem við vildum helst að væri ósagt og komum á þann hátt upp um okkur. Stundum gleymum við einhverju aftur og aftur þannig að það getur varla verið tóm til- viljun heldur hlýtur að vera einhver ástæða fyrir gleymskunni sem hin vak- andi meðvitund vill alls ekki vita neitt af. Öll þessi glöp kannaði Freud í „Sálsýkis- fræði hversdagslífsins'i. Þegar við segjum brandara eða færum okkur fyndni í nyt á breiðari grundvelli er það. líkt og þegar glöpin eiga sér stað önnur rödd sem kveður við. Það sem er ólíkt með þessu tvennu þ.e.a.s. fyndni og glöpum er að brandarinn er sagður með fullri vitund þess sem segir hann. Þannig tölum við aðra tungu en við eigum að venjast þegar við segjum brandara og það meðvitað. Það er sem sagt ekkert óeðlilegt við þennan áhuga Freuds á bröndurum, gamansögum og háði þegar hann þóttist finna í þeim tungumál hins ómeðvitaða og hann reyndi mestan hluta ævi sinnar að finna málfræðireglur sem gætu skilgreint þetta tungumál nán- ar. Á síðari tímum er Freud sennilega mest þekktur fyrir hina nýstárlegu kenn- ingu sína um ödipús - duldina en sú kenning tekur fyrir þá félagslega skilyrtu krafta sem eru á milli föður, móður og barns. Ef til vill getur það varpað nýju 1 jósi á ödipús - duldina ef hún er sett í sitt rétta samhengi í sálgreiningum Freuds en kenningin er einmitt þróuðsem ... 31

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.