Teningur - 01.01.1987, Page 37

Teningur - 01.01.1987, Page 37
mér til mín þar sem Andri er ennþá drengur og síðar þegar Andri horfir á heiminn með augum barnsins síns („Lykillinn er í augum bamsins'1). Ung- lingsárin eru mun alvömgefnari og fyndnin í Persónur og leikendur og í Sagan öll byggir frekar á sjálfum frá- sagnarhættinum en á gamninu sem slíku. Fyndni, leikur, spilamennska og skáldskapur eiga sér stað í öðrum heimi og öðrum veruleika en þeim sem við skilgreinum sem raunveruleikann. Þess vegna liggur beint við að líta á þessi fyrir- bæri þar sem við getum leikið okkur með lög og reglur sem nauðsynlegan undir- búning þeirra ögrunar og þess skilnings sem raunveruleikinn krefst af okkur áð- ur en við fáum viðurkenningu sem gildir meðlimir í ,,alvöru“ samfélagi. Það lítur í raun út fyrir að okkur takist aldrei að fá þetta leyfi því að leikurinn, spilamennskan, skáldskapurinn og fyndnin virðast fylgja okkur alla ævina. Menningarleg aðlögun okkar byggir á því að við öðlumst hæfileikann til að skilja á milli raunveruleika og óraun- veruleika, þess sem skiptir máli og þess sem skiptir engu máli, meiningar og engrar meiningar þó að mörkin á milli þessara fyrirbæra séu sífellt breytileg. Það sem er sameiginlegt leikjum, spilamennsku, fyndni og skáldskap er að þar byggist allt á þversögnum. Við erum meðvituð um að sá rammi og þær reglur sem við setjum í hverju tilfelli gilda að- eins eins lengi og leikurinn stendur. Þetta er sama þversögnin og liggur í lygi og sannleika. Ef ég segi til dæmis ,,ég er að plata“ þá er ég kannski að segja sann- leikann og þar með segi ég satt þegar ég held því fram að ég sé að ljúga en það getur líka verið að ég sé að ljúga því að ég segi ósatt og þannig lýg ég því að ég sé að ljúga o.s.frv. Það er alveg sama hvernig við nálgumst sannleikshugatak- ið það mun alltaf renna okkur úr greip- um. Allt sem við segjum er þannig af- stætt. Mannfræðingar hafa sannað að öll dýr ráða yfir hæfileika til að gefa eitthvað til kynna sem þarf alls ekki að vera sann- leikanum samkvæmt. Flest spendýr geta þannig gert greinarmun á því hvenær þau bíta í alvöru og hvenær þau gera það í gamni. Þetta er vissulega mikilvægur hæfileiki og án hans yrði maður - til öryggis - að bíta fast hverju sinni. Dýr og sér í lagi menn hafa þróað með sér tákn og merki sem gera okkur kleift að gefa til kynna hver eiginlegur vilji okkar er án þess að við þurfum endilega að fram- kvæma ætlunarverk okkar. Þannig getur fyndnin losað okkur við árásargirni án þess að við þurfum að ganga í skrokk á öðru fólki. Það er freistandi en um leið ákveðin einföldun að líta á kímnigáfu mannsins sem nauðsynlegan ventil á háþróaða menningaraðlögun hans. Því meira sem samfélagið krefst af okkur um gagn- kvæman skilning og almenn samskipta- mynstur þeim mun meiri þörf fáum við fyrir að öðlast innsýn í fáránleikann og hið tilgangslausa. Manneskjan stendur efst í stiga þróunarinnar og við erum eina dýrategundin sem höfum hæfileik- ann til að geta hlegið-/iomo ridens, eins og skólaspekingarnir kölluðu manninn. Mannfræðingurinn Douglas segir um brandarann að hann veiti mönnum skilning á því mynstri sem við höfum skapað á milli uppbyggingar hugsana okkar og uppbyggingar samfélagsins en hið síðarnefnda er byggt á viðteknum hefðum. Douglas heldur því fram að brandarinn sé í raun tómur og án nokk- urrar merkingar þar sem hann veiti ekk- ert valfrelsi heldur öðlist fólk í gegnum brandarann frelsi frá forminu yfirleitt. Þarna á hún sennilega við að fyndnin getið verið gagnrýnin og vakið fólk til umhugsunar en ekki verið skapandi og frumleg. Fyndnin getur ekki rutt nýjar leiðir heldur getur hún sýnt fram á að leiðirnar eru til. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það eitt að sýna fram á leið- irnar sé í raun að ryðja þær en það er allt önnur saga sem fjallar um tilvist útópí- unnar og hæfileikann til að segja fyrir um framtíðina en slíkt er hvorki á færi gamansins eða alvörunnar. Hlátur og skilningur Eins og Höffding segir er mögulegt að nálgast fyndnina frá tveim hliðum. Ann- ars vegar getur maður athugað hvað það er sem vekur hlátur þ.e. ytri forsendur hlátursins. Það felur í sér skilgreiningu á aðferðum fyndninnar. Hins vegar getur maður spurt sjálfan sig að því hvaða innri tilfinningar það séu sem fái mann til að hlæja en það er einmitt spurningin um sálarfræði hlátursins. Orsök hláturs getur verið af ýmsum toga. í þessu tilfelli er það aðeins sá hlát- ur sem fyndnin vekur sem ég hef áhuga á en um leið horfi ég fram hjá ýmsum öðrum tegundum hláturs: skyndilegum og oft óútskýranlegum hlátri barnsins, hlátri sem kemur af létti, hæðnishlátrin- um og ofsafengnum hlátri svo nokkur dæmi séu nefnd. Hlátur og sorg eru mótsagnir og af einhverjum ástæðum hefur sorgin ævin- lega verið álitin fínni og tærari en hlátur- inn. Þetta er meðal annars skýringin á því hvers vegna hinum gömlu grísku harmleikjum er ennþá hampað á meðan sárafáir gamanleikir frá þeim tíma eru settir á svið og yfirleitt varðveittir. Þetta sjónarmið er ríkjandi hjá meirihluta þeirra heimspekinga sem uppi hafa verið og þeir prísa hver um sig sársaukann sem öllum tilfinningum æðri en nautnina sem óæðri tilfinningu: „Fáviskan er móðir nautnarinnar í hinni dýrslegu Paradís og hver sá sem eykur visku sína eykur um leið sársauka sinn“, segir Höffding. Þannig tengir hann sársauk- ann skilningnum og nautnina heimsk- unni. Hér erum við komin að kjarnan- um í umræðunni um eðli fyndninnar og skáldsögur Péturs Gunnarssonar: göfgar 35

x

Teningur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.