Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 17

Teningur - 01.01.1987, Blaðsíða 17
þar á verkið eingöngu til að gefa því einhvern kraft, langtum frekar sýnist allt skraut og munstur eiga sér ástæðu, eiga sér raunverulegt líf, sem lýsir best um- hverfinu sem það var skapað í og lista- manninum sem skóp það (stundum er eins og góð listaverk séu svo nátengd lífinu að eðlilegar umhverfis- skemmdir verða eins og þáttur í sköp- uninni). Það þýðir að verkið sé fullkom- lega einlæglega unnið, hvort sem um er að ræða einfalt eða skrautlegt listaverk. Munurinn er þessi á góðu verki og slæmu. Listaverkið er látlaus hrópandi, stendur fyrir framan þig og krefst þess að þú lifir með því, og sé það fjarlægt skilur það eftir tóm. Pað hrópar ekki: Hér er ég, sjáið hvað listamaðurinn er snjall og lipur og hæfileikaríkur. Lítum á Céz- anne og Cézanneskólann, með þessu hugarfari, Munch og Munchskólann, Matisse og Matisseskólann, Picasso og Picassoskólann (en hann hefur verið ákaflega áberandi hérá landi), ogsvoöll önnur stílbrigði þessarar aldar. Þannig getum við fært okkur yfir í nútímann, þar sem öllu ægir saman og tíminn hefur ekki enn þá greint hismið frá kjarnan- um. Eg minnist sérstaklega á list frum- stæðra þjóða, vegna þess að þangað leit- uðu Nýmálararnir mikið og gera enn, en það var þó sérstaklega í fæðingarhríðum Nýja málverksins, einnig hefur frum- stæð list verið aflvaki margra annarra listastefna á þessari öld. Listamenn hafa leitað í barnamyndir og myndir frum- stæðra þjóða til að finna einhvern grunn eða frum mannsins. Pegar þetta er tekið beint og milliliðalaust upp verður þetta eins og hver önnur klisja, gapandi óp út í loftið. Hver einstaklingur er ekki frum- stæðari en hann er. Þegar flett er í gegn- um listatímarit og bækur síðustu ára, sést að nokkur atriði koma fram aftur og aftur hjá Nýmálurunum. Fyrst er að nefna manneskjuna, ýmist nakta eða í fötum eða þannig að vart er merkjanlegt hvort hún er klædd eða nakin. Algengast er að þessi manneskja sé karlmaður í prófíl og expressjónískt (eins og það er kallað þegar slettgangur- inn er mikill) unnin. Manneskjan sem stundum virðist kynlaus er ýmsist ein innan um alls konar slettur eða með einhverjum ókennilegum hlutum. Algengast er að það séu dýr sem sækja fyrirmyndir í Cobra dýrin, sem þar áður voru sótt í barnateikningar og frumstæða list. Al- gengastur er ormurinn og svo eitthvað annað dýr sem er óreglulegt í forminu með V eða U kjaft sem stundum er fylltur af tönnum. Dýrin eru einnig mjög oft í prófíl. í þriðju útgáfunni flækist þessi per- sóna um innan myndrammans (með dýr- inu eða án þess) ásamt ýmsum formum, svo sem krossinum og frumformunum og ýmsum pensilstrokum. Hauskúpan er einnig mikið notuð og ef til vill eitthvað eitt og eitt annað atriði. Að mörgu leyti virðist skyldleiki í þessum myndum við t.d. Cobra og þýsku expressjónistana og egypsku mál- verkin fornu á yfirborðinu. En þegar Ieið á síðustu tvö eða þrjú árin hefur þessi leit í fyrri tímabil dreifst og virðist nú sótt í öll listatímabil sögunnar, allt fram á þennan dag, þ.e.a.s. jafnt er leit- að í gærdaginn sem í liðnar aldir. Við sjá- um nú verk sem minna á renaissance- málarana gömlu, konstrúktívistan, ame- rísku abstraktlistamennina, popparana og konseftúalistana svo dæmi séu tekin. í þessum hrærigraut eru bæði slæmir og góðir listamenn og svo algjörir fúsk- arar, í samtímanum er oft enginn grein- armunur gerður þar á. Skiptir þá stíl- brigðið engu máli? Hvernig getur maður greint hvað er gott eða slæmt verk, ef það er svona mikiö til af listamönnum sem allir virðast vera að mála sama hlut- inn? Fyrir mér er list ekki auðskýrð. Hún verður aðeins til þegar listaverkið og listamaöurinn eru algjörlega eitt og hið sama, fullkomin einlægni, þegar titr- ingur sá sem blóðstreymið veldur nær út fyrir líkama listamannsins og inn í lista- verkið og út í umhverfið og myndar þann- ig stöðuga hringrás. Þetta þýðir það í raun og veru, að listamaðurinn verður að hafa innilegan áhuga á því sem hann er að vinna að, hvort sem hann er að vinna með hversdaglega atburði, yfir- skilvitlega (list er yfirskilvitleg) eða ab- strakt, svo innilega að hann hreinlega lifi í þeim og þurfi að rannsaka þá til þess að komast af, eins og þegar manneskjan þarf að kanna nýtt svæði sem hún sest að á til þess að geta framfleytt sér og varist veðri og vindum og öðrum utan að kom- andi atriðum, þ.e. sameinast umhverf- inu, nánast að fá á sig litbrigði umhverf- isins. í myndlistarskólum má sjá að tísku- sveiflur geta verið af hinu góða, spennan í kringum tískusveiflurnar geta oft verið upphaf rannsókna, sem síðar skila per- sónulegum niðurstöðum, þó oftast skili straumurinn einum allsherjarhræri- graut. Hin ýmsu listatímabil þessarar aldar sýna góð dæmi, með meisturunum fljóta góðir listamenn, sem detta niður þegar þeir verða viðskila við hópinn og aðrir sem halda því sem þeir hafa náð. 15

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.