Birtingur - 01.04.1955, Síða 11

Birtingur - 01.04.1955, Síða 11
Edith Södergran HIN LJÖSA DÖTTIR SKÓGARINS Var það ekki í gær að hin Ijósa dóttir skógarins hélt brullaup sitt og allir voru glaðir? Hún var fuglinn létti og lindaraugað bjarta, hún var leynistígurinn og hlæjandi víðirunninn, hún var ör og óttalaus hásumarnóttin. Hún var frjálsleg og skellihló hispurslaust, hví hún er hin Ijósa dóttir skógarins; hún hafði feingið lútu gauksins að láni og lék við streing á gaungu frá vatni til vatns. Þegar hin Ijósa dóttir skógarins hélt hrullaup sitt. var einginn á jörðunni hryggur: hin Ijósa dóttir skógarins er endurleyst frá hrá, litfríð er hún og kvrrir alla drauma, hún er föl og vekur allar girndir. hegar hin Ijósa dóttir skógarins hélt brullaup sitt, stóðu grenitrén ánægð á sendnum melnum og fururnar stoltar á snarbrattri brúninni og einirinn glaður í sólvermdri brekkunni, og smáblómin voru öll með hvíta kraga. J»á feldu skógarnir fræ sín í mannanna hjörtu, STORMURINN 0? hlikandi vötnin vöktu í hverju auga, og mjallhvít fiðrildi flögruðu endalaust hjá, Nú hylur jörðin sig aftur myrkri. Það er stormurinn sem stígur fram úr náttsvörtum gljúfrum og dansar Einar Bragi íslenzkaði. sinn vofudans yfir jörðina. Nú berjast mennirnir aftur — vofa gegn vofu. Hvað vilja þeir, hvað vita beir? Þeir eru hraktir sem búfé úr dimmum skútum, Þeir slíta sig ekki lausa úr hlekkjum atvikanna: Hugsjónirnar hrekja bráðina á undan sér. Hugsjónirnar fórna til einskis höndum í storminum, því hann veit, að hann einn er herra jarðarinnar. Heimurinn ræður sér ekki sjálfur. Eitt skal hrynja sem brennandi hús, eins og feyskið tré, hitt stendur óhaggað, verndað ókunnum höndum. Og sólin er vitni alls þessa og stjörnurnar blika ískaldar nætur Og maðuyinn læðist eftir veginum til móts við takmarkalausa hainingju sína. Hannes Sigfússon íslenzkaði. 9

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.