Birtingur - 01.04.1955, Qupperneq 12

Birtingur - 01.04.1955, Qupperneq 12
THOR VILHJÁLMSSON: Japanskar danssýningar í Þjóðleikhúsinu Frammi fyrir þeirri japönsku list sem okkur var sýnd í Þjóðleikhúsinu erum við Evrópu- menn eins og böm. Við sjáum og heyrum og hrífumst en við skiljum ekki forsendur þess sem fram fer. Við njótum þeirra mynda sem augun nema og hljómháttanna, hugurinn grípur einstaka þætti táknmálsins sem beinast liggja við en hin dýpri merking er okkur hulin líkt og skilningur goðsvars almúganum. I þessari japönsku list renna margar kvíslir saman: myndlist, dans, skáldskapur, hljómlist og trúarbrögð. Þær mætast sem jafngildir að- ilar, miða sameiginlega að heildaráhrifum, þar þjónar ekki eitt undir annað, heldur vinna öll öfl saman: það er monistisk list sem svo hefur veríð kölluð. Sá er þetta ritar hefur ekki hrifizt af öðru sem hann hefur séð á svið'i hérlendis meira en japönsku listinni. Fýsti mig mjög að fá að vita fleira og fagnaði tækifæri er gafst til að eiga tal við' listafólkið. Fátt skal rakið af því sem þar fór á milli, það samtal varð enn frekar en áður var orðið' til að afhjúpa höfundi fáfræði hans. Þegar ég kom á Hótel Borg þar sem floklcurinn bjó var mestallt listafólkið statt í anddyri gisti- hússins. Hinar léttu dansmeyjar flögruðu sem iitskrúðug fiðrildi um salinn og skemmtu sér og nokkrum áhorfendum við að festa pappírs- ræmur aftan í grunlausa hótelgesti sem gengu hjá eins og þá væri japanskur öskudagsfagn- aður1 og ríkti mikil gleði, skríkt og tíst eins og söngfuglar úr hirðsölum míkadóins. En innst í salnum biðu mín stýrandi flokksins frúin Miho Hanajakví sem telst ein merkasta 10

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.