Birtingur - 01.04.1955, Qupperneq 14

Birtingur - 01.04.1955, Qupperneq 14
vitsmuna og greindar. Kohei Amada notar líka orðið kubistiskir til að lýsa þeim. Þar tíðkast hægur gangur, hreyfingar seinlegar og virðulegur og tiginn blær yfir öllu. Oft er í upphafi sagt frá einhverjum atburði, síðan eru ýmis vitni leidd fram og atburðurinn skoðaður frá ýmsum sjónarmiðum. Noh-leikir lögðust gjaman eindregið gegn styrjöldum og manndrápum. Þeir em undir sterkum áhrif- um frá siða- og trúarkenningum Buddhaista. Um skeið urðu þeir að þoka fyrir öflugri hem- aðarstefnu en háfa nú verið endurvaktir og njóta mjög hylli menntamanna. Kabuki-Ieikirnir koma fram um 1600. (I kínversku táknar orðið Ka að dansa en Bu að syngja). Þeir eru alþýðlegt mótvægi við Noh- leikjum sem þóttu oft of þungir fyrir alþýðu. Fyrst voru Kabuki-ieikir sýndir úti á götum, þar kennir stundum gamansemi og efni er tekið meira úr daglega lífinu, þar tíðkast symbólskir dansar sem eru mjög vinsælir. Oft eru þeir inn'blásnir af myndlistarmeistumn- um Hokusa-i og IJtamaro o. fl. Þér munið eftir árstíðadansinum, segir Amada: hann er sam- inn eftir tréskurðarmynd Utamaro. Höfundur Kabuki er talinn konan Okuni sem lokadans flokksins var kenndur við. Ég minntist á skrif filmsnillingsins Eisen- steins um Kabuki: benningar hans um mon- tage eru undir áhrifum þaðan. Nei, þau höfðu ekki heyrt Eisenstein nefnd- an. Þið hafið farið viða um Evrópu? Hvemig líkaði ykkur viðtökurnar? spyr ég: hvar voru þær beztar? Þau eru treg að gera upp á milli, segja þó að þær hafi verið mismunandi eftir geðslagi þjóða. Beztar voru þær hjá almenningi í Belgíu þar sem þau byrjuðu; mest aðsókn. En í Frakklandi og Englandi var gagnrýnin vin- samlegust í blöðum en aðsókn dræm. I Þýzka- landi var mikið hrópað og kallað og ósköp mikill hávaði. Stundum fannst okkur skrítnar undirtekt- imar, sögðu þau. Við sýndum í sex mánuði í París á Marigny-leikhúsinu (eitt frægasta leikhús Parísar sem Barrault stjórnar). Þar var fólkið hrifnast af kastaníettu-dansinum en þótti minna varið í það sem okkur finnst merkara svo sem keisei-dansinum, eða gleði- konudansinum. Gætir mikið evrópskra áhrífa í Japan? spyr ég. Já, segir Amada. Hann tekur í jakkaboð- angana og segir: Alveg eins og við emm í Evrópubúningi eins er um listina í Japan. En við erum samt japanskir: andinn, sálin, segir hann og rennir grönnum fíngerðum fingrum eftir jakkaboðöngimum. Það er samt mikill 12

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.